Hversu eftirsóknarvert er að vera háskólakennari á Íslandi? Geir Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Aðstæður í heilbrigðismálum á Íslandi eru alvarlegar og snúast bókstaflega um líf og dauða. En fyllsta ástæða er til að huga einnig að aðstæðum menntamála sem virðast ekki síður alvarlegar sé litið til framtíðar. Í þessari grein skal sjónum einkum beint að aðstæðum akademísks starfsfólks á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í kjölfar efnhagashruns þurftu ríkisháskólarnir eins og aðrar opinberar stofnanir að taka á sig stórfelldan niðurskurð sem var mætt með ólíkum hætti innan hvers háskóla fyrir sig. Á Hugvísindasviði HÍ var kennsluskylda aukin, ráðningarbann innleitt og hætt að greiða fyrir yfirvinnu. Þessar aðgerðir voru kynntar árið 2009 sem „tímabundnar“ til að mæta niðurskurði og því var almennt mætt með miklum skilningi. Nú, rúmum fjórum árum síðar, er ekki að sjá að þessu verði breytt til fyrra horfs á næstunni. Samtímis hafa störf háskóla breyst mikið og samfélagslegt hlutverk þeirra aukist verulega. Fjöldi háskólanema við HÍ hefur þrefaldast síðan 1990. Nemendahópurinn er breiðari en áður sem kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og námsmat. Hefðbundið fyrirlestrafyrirkomulag með einu prófi í lokin er á undanhaldi. Samskipti kennara við nemendur einskorðast ekki lengur við afmarkaða viðtalstíma heldur fara nú fram á öllum tímum með tilkomu tölvupóstsins. Metnaðargjarnir kennarar gera allt hvað þeir geta til að mæta þessum kröfum.Aukin kennsluskylda En þessar auknu kröfur hafa ekki endurspeglast í kjörum þeirra og aðstæðum. Kennsluskylda hefur þvert á móti aukist; í núverandi stefnu Háskóla Íslands er svo gerð krafa um fjölbreyttari kennsluhætti, aukið vægi símats og samtímis ber að efla rannsóknarvirkni. Fyrir vikið þyngist álagið á akademískt starfsfólk á sama tíma og launakjör hafa staðið í stað og eru nú einungis um helmingur þess sem gildir í nágrannalöndum okkur. Hér standa Hug- og Félagsvísindasvið HÍ sérlega illa að vígi vegna lægra framlags menntamálaráðuneytisins til hvers nemanda en á öðrum sviðum. Afleiðingarnar eru enn þyngra álag á kennara þessara sviða sem þurfa að vinna meira en aðrir fyrir sömu launum og er því beinlínis mismunað innan sömu stofnunar. Kynbundin launamismunun þykir réttilega forkastanleg en hér er á ferðinni ekki síður gjörræðisleg mismunun sem helgast einfaldlega af því að sumir sinna kennslu- og fræðastörfum í t.d. sagnfræði eða frönskum fræðum en aðrir t.d. í mennta- eða lífvísindum. Nýverið hefur Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde háskóla í Skotlandi, gagnrýnt akademískt starfsfólk í hug-, félags- og menntavísindum við HÍ fyrir laka rannsóknarvirkni. Vera má að Einar hafi rétt fyrir sér þótt ég sé raunar efins um réttmæti ýmissa þeirra forsenda sem hann byggir á. En hér er byrjað á öfugum enda. Þótt starfsskyldum akademískra starfsmanna við HÍ sé skipt upp í tiltekin hlutföll kennslu, rannsókna og stjórnunar endurspeglar uppskiptingin ekki lengur raunveruleg störf þeirra, a.m.k. ekki við Hugvísindasvið, og væri einungis í takt við raunveruleikann ef vinnuvikan væri 70-80 en ekki 40 tímar.Rannsóknavinna í „frítíma“ Í minni deild er kennsluálag almennt svo mikið að undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni kennslu fyllir upp í rúma vinnuviku. Rannsóknarvinna þarf þá að mæta afgangi og er unnin í „frítíma“. Þótt HÍ titli sig sem rannsóknaháskóla sýnist mér að kennslubyrði margra slagi upp í það sem er krafist í bandarískum kennsluháskólum. Ég kalla því eftir ítarlegri samanburðarúttekt á kjörum og aðstæðum háskólakennara, jafnt innanlands sem utan. Það væri verðugt rannsóknarverkefni. Bent hefur verið á fáir fást til starfa við íslensk sjúkrahús vegna lélegra kjara í alþjóðlegum samanburði. Hið sama gildir um ríkisháskóla. Launakjörin freista ekki (oftast eignalausra) einstaklinga á fertugsaldri með 10-12 ára háskólanám að baki og há námslán á bakinu. Þótt eftirspurn eftir háskólakennurum kunni að vera minni en eftir starfsfólki í heilbrigðisþjónustu erum við samt að sjá á eftir framúrskarandi fræðafólki sem stuðluðu annars að vísindalegri grósku og hefðu ómetanleg áhrif á stóran hóp nemenda sem síðar láta til sín taka í samfélaginu. Skiljanlega sér þetta fræðafólk sér fremur hag í því að starfa við háskóla og rannsóknarstofnanir í nágrannalöndum okkar, t.d. Skotlandi, þar sem launakjör eru tvö- og jafnvel þreföld á við það sem er í boði á Íslandi og svigrúm til rannsóknastarfa er boðlegt. Í þessu samhengi erum við að dragast verulega aftur úr og það gæti reynst okkur dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Sá tími kann jafnvel að vera nær en okkur fýsir að trúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Aðstæður í heilbrigðismálum á Íslandi eru alvarlegar og snúast bókstaflega um líf og dauða. En fyllsta ástæða er til að huga einnig að aðstæðum menntamála sem virðast ekki síður alvarlegar sé litið til framtíðar. Í þessari grein skal sjónum einkum beint að aðstæðum akademísks starfsfólks á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í kjölfar efnhagashruns þurftu ríkisháskólarnir eins og aðrar opinberar stofnanir að taka á sig stórfelldan niðurskurð sem var mætt með ólíkum hætti innan hvers háskóla fyrir sig. Á Hugvísindasviði HÍ var kennsluskylda aukin, ráðningarbann innleitt og hætt að greiða fyrir yfirvinnu. Þessar aðgerðir voru kynntar árið 2009 sem „tímabundnar“ til að mæta niðurskurði og því var almennt mætt með miklum skilningi. Nú, rúmum fjórum árum síðar, er ekki að sjá að þessu verði breytt til fyrra horfs á næstunni. Samtímis hafa störf háskóla breyst mikið og samfélagslegt hlutverk þeirra aukist verulega. Fjöldi háskólanema við HÍ hefur þrefaldast síðan 1990. Nemendahópurinn er breiðari en áður sem kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og námsmat. Hefðbundið fyrirlestrafyrirkomulag með einu prófi í lokin er á undanhaldi. Samskipti kennara við nemendur einskorðast ekki lengur við afmarkaða viðtalstíma heldur fara nú fram á öllum tímum með tilkomu tölvupóstsins. Metnaðargjarnir kennarar gera allt hvað þeir geta til að mæta þessum kröfum.Aukin kennsluskylda En þessar auknu kröfur hafa ekki endurspeglast í kjörum þeirra og aðstæðum. Kennsluskylda hefur þvert á móti aukist; í núverandi stefnu Háskóla Íslands er svo gerð krafa um fjölbreyttari kennsluhætti, aukið vægi símats og samtímis ber að efla rannsóknarvirkni. Fyrir vikið þyngist álagið á akademískt starfsfólk á sama tíma og launakjör hafa staðið í stað og eru nú einungis um helmingur þess sem gildir í nágrannalöndum okkur. Hér standa Hug- og Félagsvísindasvið HÍ sérlega illa að vígi vegna lægra framlags menntamálaráðuneytisins til hvers nemanda en á öðrum sviðum. Afleiðingarnar eru enn þyngra álag á kennara þessara sviða sem þurfa að vinna meira en aðrir fyrir sömu launum og er því beinlínis mismunað innan sömu stofnunar. Kynbundin launamismunun þykir réttilega forkastanleg en hér er á ferðinni ekki síður gjörræðisleg mismunun sem helgast einfaldlega af því að sumir sinna kennslu- og fræðastörfum í t.d. sagnfræði eða frönskum fræðum en aðrir t.d. í mennta- eða lífvísindum. Nýverið hefur Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde háskóla í Skotlandi, gagnrýnt akademískt starfsfólk í hug-, félags- og menntavísindum við HÍ fyrir laka rannsóknarvirkni. Vera má að Einar hafi rétt fyrir sér þótt ég sé raunar efins um réttmæti ýmissa þeirra forsenda sem hann byggir á. En hér er byrjað á öfugum enda. Þótt starfsskyldum akademískra starfsmanna við HÍ sé skipt upp í tiltekin hlutföll kennslu, rannsókna og stjórnunar endurspeglar uppskiptingin ekki lengur raunveruleg störf þeirra, a.m.k. ekki við Hugvísindasvið, og væri einungis í takt við raunveruleikann ef vinnuvikan væri 70-80 en ekki 40 tímar.Rannsóknavinna í „frítíma“ Í minni deild er kennsluálag almennt svo mikið að undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni kennslu fyllir upp í rúma vinnuviku. Rannsóknarvinna þarf þá að mæta afgangi og er unnin í „frítíma“. Þótt HÍ titli sig sem rannsóknaháskóla sýnist mér að kennslubyrði margra slagi upp í það sem er krafist í bandarískum kennsluháskólum. Ég kalla því eftir ítarlegri samanburðarúttekt á kjörum og aðstæðum háskólakennara, jafnt innanlands sem utan. Það væri verðugt rannsóknarverkefni. Bent hefur verið á fáir fást til starfa við íslensk sjúkrahús vegna lélegra kjara í alþjóðlegum samanburði. Hið sama gildir um ríkisháskóla. Launakjörin freista ekki (oftast eignalausra) einstaklinga á fertugsaldri með 10-12 ára háskólanám að baki og há námslán á bakinu. Þótt eftirspurn eftir háskólakennurum kunni að vera minni en eftir starfsfólki í heilbrigðisþjónustu erum við samt að sjá á eftir framúrskarandi fræðafólki sem stuðluðu annars að vísindalegri grósku og hefðu ómetanleg áhrif á stóran hóp nemenda sem síðar láta til sín taka í samfélaginu. Skiljanlega sér þetta fræðafólk sér fremur hag í því að starfa við háskóla og rannsóknarstofnanir í nágrannalöndum okkar, t.d. Skotlandi, þar sem launakjör eru tvö- og jafnvel þreföld á við það sem er í boði á Íslandi og svigrúm til rannsóknastarfa er boðlegt. Í þessu samhengi erum við að dragast verulega aftur úr og það gæti reynst okkur dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Sá tími kann jafnvel að vera nær en okkur fýsir að trúa.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun