Enn ein stjórnarskrárnefndin? Skúli Magnússon skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Í framhaldi af skipun stjórnarskrárnefndar á dögunum hafa heyrst þær raddir að hin nýja nefnd sé svo ósamstæð að það muni ganga kraftaverki næst ef slík nefnd geti yfir höfuð komið sér saman um eitthvað. Það er vissulega rétt að í nefndina hafa ekki einungis verið skipaðir stjórnmálamenn, eða fólk tengt tilteknum stjórnmálaflokkum, heldur hefur einnig verið leitað fanga í hópi þeirra sem fjallað hafa um stjórnarskrármál á undanförnum misserum, svo sem þess sem þetta ritar. Um nefndina er að öðru leyti það að segja að þar situr einn fyrrverandi fulltrúi úr Stjórnlagaráði (2011), tveir fyrrverandi fulltrúar úr stjórnlaganefnd (2010-2011), tveir fulltrúar úr eldri stjórnarskrárnefnd (2005-2007) auk fyrrverandi formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þótt hér sé um að ræða fólk sem kemur úr ólíkum áttum hefur þorri nefndarmanna þannig áður komið að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í þeim hita sem einkenndi umræðu um stjórnarskrármál á síðasta kjörtímabili vildi iðulega gleymast að breið samstaða er fyrir um hendi um ýmsar mikilvægar umbætur íslenskrar stjórnskipunar. Þannig má rifja upp að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lýst sig fylgjandi því að þjóðareign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá og í stjórnlaganefnd (2011) náðist t.d. full samstaða um hvernig heppilegast væri að haga efni og framsetningu slíks ákvæðis. Almenn samstaða er einnig um að mæla eigi fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings og setja eigi ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds í þágu alþjóðlegrar og evrópskrar samvinnu. Ýmis önnur atriði, svo sem styrking á stöðu Alþingis, einkum eftirlitshlutverks, og endurskoðun dómstólakaflans mega heita ágreiningslaus.Grunnbreyting Að þessu slepptu má nefna ýmis atriði sem hafa takmarkaða efnislega þýðingu en skipta þó máli um viðmót stjórnarskrárinnar eða þau „skilaboð“ sem hún sendir almenningi, t.d. hvort stjórnarskránni er fylgt úr hlaði með aðfararorðum og hvort kafli um grundvallarréttindi eigi að vera fyrstur efniskafla stjórnarskrárinnar. Hins vegar er ljóst að greining og umræða um sum önnur atriði, t.d. grunnbreytingu á stöðu forseta Íslands og ríkisstjórnar, nýja kosninga- og kjördæmaskipan og endurskoðaðan mannréttindakafla, er komin mun skemur. Þeim sem talað hafa fyrir umbyltingu á íslenskri stjórnskipun á síðustu árum kann að þykja upptalning á framangreindum samstöðumálum rýr. Ef tækist að breyta gildandi stjórnarskrá, þótt aðeins væri um þessi atriði, væri samt sem áður um að ræða viðamestu breytingu á stjórnlögum í íslenskri stjórnarskrársögu. Flestir munu vera sammála um að til slíkra umbóta ætti í grunninn ekki að þurfa „kraftaverk“ heldur fyrst og fremst heilbrigða skynsemi ásamt slatta af þolinmæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af skipun stjórnarskrárnefndar á dögunum hafa heyrst þær raddir að hin nýja nefnd sé svo ósamstæð að það muni ganga kraftaverki næst ef slík nefnd geti yfir höfuð komið sér saman um eitthvað. Það er vissulega rétt að í nefndina hafa ekki einungis verið skipaðir stjórnmálamenn, eða fólk tengt tilteknum stjórnmálaflokkum, heldur hefur einnig verið leitað fanga í hópi þeirra sem fjallað hafa um stjórnarskrármál á undanförnum misserum, svo sem þess sem þetta ritar. Um nefndina er að öðru leyti það að segja að þar situr einn fyrrverandi fulltrúi úr Stjórnlagaráði (2011), tveir fyrrverandi fulltrúar úr stjórnlaganefnd (2010-2011), tveir fulltrúar úr eldri stjórnarskrárnefnd (2005-2007) auk fyrrverandi formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þótt hér sé um að ræða fólk sem kemur úr ólíkum áttum hefur þorri nefndarmanna þannig áður komið að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í þeim hita sem einkenndi umræðu um stjórnarskrármál á síðasta kjörtímabili vildi iðulega gleymast að breið samstaða er fyrir um hendi um ýmsar mikilvægar umbætur íslenskrar stjórnskipunar. Þannig má rifja upp að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa lýst sig fylgjandi því að þjóðareign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá og í stjórnlaganefnd (2011) náðist t.d. full samstaða um hvernig heppilegast væri að haga efni og framsetningu slíks ákvæðis. Almenn samstaða er einnig um að mæla eigi fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu almennings og setja eigi ákvæði sem heimilar framsal ríkisvalds í þágu alþjóðlegrar og evrópskrar samvinnu. Ýmis önnur atriði, svo sem styrking á stöðu Alþingis, einkum eftirlitshlutverks, og endurskoðun dómstólakaflans mega heita ágreiningslaus.Grunnbreyting Að þessu slepptu má nefna ýmis atriði sem hafa takmarkaða efnislega þýðingu en skipta þó máli um viðmót stjórnarskrárinnar eða þau „skilaboð“ sem hún sendir almenningi, t.d. hvort stjórnarskránni er fylgt úr hlaði með aðfararorðum og hvort kafli um grundvallarréttindi eigi að vera fyrstur efniskafla stjórnarskrárinnar. Hins vegar er ljóst að greining og umræða um sum önnur atriði, t.d. grunnbreytingu á stöðu forseta Íslands og ríkisstjórnar, nýja kosninga- og kjördæmaskipan og endurskoðaðan mannréttindakafla, er komin mun skemur. Þeim sem talað hafa fyrir umbyltingu á íslenskri stjórnskipun á síðustu árum kann að þykja upptalning á framangreindum samstöðumálum rýr. Ef tækist að breyta gildandi stjórnarskrá, þótt aðeins væri um þessi atriði, væri samt sem áður um að ræða viðamestu breytingu á stjórnlögum í íslenskri stjórnarskrársögu. Flestir munu vera sammála um að til slíkra umbóta ætti í grunninn ekki að þurfa „kraftaverk“ heldur fyrst og fremst heilbrigða skynsemi ásamt slatta af þolinmæði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun