Tölum saman – vinnum saman! Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Umræðan um kennarastarfið og framhaldsskólana undanfarnar vikur hefur verið niðurdrepandi. Upphrópanir eins og „styttum nám til stúdentsprófs“ bæta ekki sjálfsmynd stéttarinnar og hugmyndir almennings um menntakerfið. Þeir sem hrópa hæst, tala menntakerfið og starf kennaranna niður á meðan þeir ættu einmitt að gera þveröfugt. Alla fræðilega umræðu vantar, engar úttektir á sannri stöðu framhaldsskólanna eru gerðar og samvinnu skortir sárlega. Það er ekki raunhæft að hrópa. Í framhaldsskólum landsins fer fram vinna að stórtækum kerfisbreytingum sem geta m.a. leitt til styttra náms til stúdentsprófs. Kennarar og starfsgreinaráð eru í óðaönn að endurskipuleggja allt nám í takt við ný framhaldsskólalög sem taka eiga gildi árið 2015. Upphrópanirnar skapa ekki vinnufrið, við vitum ekki hvort öll okkar vinna nýtist eða ónýtist þar sem samtal og samvinnu vantar milli okkar og þeirra sem hrópa. – Af hverju þessi hróp þegar vinna að mikilvægum breytingum á sér stað? – Af hverju ræðum við ekki einfaldlega saman? Og finnum málinu farveg sem er nemendum í hag. Þeir eru jú aðalatriðið er það ekki?Velja stúdentspróf Stytting námstíma til stúdentsprófs er af hinu góða ef hún er unnin rétt. Núna er staðan sú, eins og fram kom í máli Gylfa Þorkelssonar í grein sinni „Hlauptu, krakki hlauptu“ á vef Kennarasambands Íslands, að 95% hvers árgangs sem lýkur grunnskóla fara í framhaldsskóla. Þrátt fyrir töluvert framboð iðnnáms og styttri brauta annarra en hefðbundinna stúdentsprófsbrauta í framhaldsskólum virðast flestir 16 ára unglingar sækja mest inn á stúdentsprófsbrautir. Til samanburðar fara um 40% árgangs finnskra ungmenna inn á verknámsbrautir; Finnar þekkja vart brottfall (sjá: Cedefob. 2012. Finland, VET in Europe – Country report). Brottfall er alþekkt vandamál á Íslandi og má vafalítið m.a. rekja til þessa háa hlutfalls nemenda sem sækir á beinar stúdentsbrautir. Margir finna sig ekki í því námi sem þeir völdu, ráða illa við það og gefast upp og hætta eða skipta um nám sem leiðir til lengri skólavistar en þörf er á. Ég fæ ekki séð hvernig bein stytting, eins og rædd hefur verið undanfarið, kæmi núverandi brottfallshópi til góða enda hafa engin haldgóð rök komið fram um að stytting námsins muni minnka brottfall. Brottfall er kostnaðarsöm breyta sem hægt væri að lækka umtalsvert með nýrri hugsun og nýjum leiðum.Markviss samvinna Stefnuleysi og rótleysi nemenda er ein nokkurra orsaka brottfalls. Í framhaldsskólum fer engin markviss starfskynning fram, samvinna framhaldsskóla og atvinnulífs er takmörkuð við iðnbrautir og ungmenni þekkja lítið sem ekkert þau atvinnutækifæri sem þeim bjóðast í framtíðinni. Hér blasir við tækifæri og nú er lag. Atvinnulífið kvartar sáran undan því að framhaldsskólar þjóni illa hagsmunum þeirra og mennti ekki starfskrafta til framtíðar. Samvinna þessara tveggja meginstoða íslensks hagkerfis væri ein leið og kæmi öllum vel. Saman gætum við skipulagt markvisst grunnstarfsnám sem byggðist á því að óráðnir nemendur framhaldsskóla gætu valið að fara í starfskynningaráfanga og einfalda þjálfun í ákveðnum störfum undir ströngu regluverki og nákvæmri markmiðssetningu. Þannig færi nemandinn út á vinnumarkaðinn og öðlaðist dýrmæta reynslu og þekkingu sem hann fær ekki inni í skólanum. Um leið er líklegt að nemandinn gerði sér gleggri mynd af þeirri framtíð sem bíður og kæmi auga á leiðina sem hann vill fara. Hvenær á námstímanum og hvernig kynningin færi fram mætti útfæra síðar en samvinna eins og hér um ræðir kæmi öllum vel. Í beinu framhaldi gætu framhaldsskólar og atvinnulíf skipulagt saman viðeigandi námsbrautir. Samvinna eins og þessi yrði farsæl og mun betri leið til að minnka brottfall, vísa nemendum á greiðfæra braut og stytta um leið núverandi námstíma þeirra sem er of langur. Illa ígrunduð, órannsökuð og vanunnin stytting mun skemma meira en bæta. Tölum frekar saman og vinnum saman – það er öllum í hag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kennarastarfið og framhaldsskólana undanfarnar vikur hefur verið niðurdrepandi. Upphrópanir eins og „styttum nám til stúdentsprófs“ bæta ekki sjálfsmynd stéttarinnar og hugmyndir almennings um menntakerfið. Þeir sem hrópa hæst, tala menntakerfið og starf kennaranna niður á meðan þeir ættu einmitt að gera þveröfugt. Alla fræðilega umræðu vantar, engar úttektir á sannri stöðu framhaldsskólanna eru gerðar og samvinnu skortir sárlega. Það er ekki raunhæft að hrópa. Í framhaldsskólum landsins fer fram vinna að stórtækum kerfisbreytingum sem geta m.a. leitt til styttra náms til stúdentsprófs. Kennarar og starfsgreinaráð eru í óðaönn að endurskipuleggja allt nám í takt við ný framhaldsskólalög sem taka eiga gildi árið 2015. Upphrópanirnar skapa ekki vinnufrið, við vitum ekki hvort öll okkar vinna nýtist eða ónýtist þar sem samtal og samvinnu vantar milli okkar og þeirra sem hrópa. – Af hverju þessi hróp þegar vinna að mikilvægum breytingum á sér stað? – Af hverju ræðum við ekki einfaldlega saman? Og finnum málinu farveg sem er nemendum í hag. Þeir eru jú aðalatriðið er það ekki?Velja stúdentspróf Stytting námstíma til stúdentsprófs er af hinu góða ef hún er unnin rétt. Núna er staðan sú, eins og fram kom í máli Gylfa Þorkelssonar í grein sinni „Hlauptu, krakki hlauptu“ á vef Kennarasambands Íslands, að 95% hvers árgangs sem lýkur grunnskóla fara í framhaldsskóla. Þrátt fyrir töluvert framboð iðnnáms og styttri brauta annarra en hefðbundinna stúdentsprófsbrauta í framhaldsskólum virðast flestir 16 ára unglingar sækja mest inn á stúdentsprófsbrautir. Til samanburðar fara um 40% árgangs finnskra ungmenna inn á verknámsbrautir; Finnar þekkja vart brottfall (sjá: Cedefob. 2012. Finland, VET in Europe – Country report). Brottfall er alþekkt vandamál á Íslandi og má vafalítið m.a. rekja til þessa háa hlutfalls nemenda sem sækir á beinar stúdentsbrautir. Margir finna sig ekki í því námi sem þeir völdu, ráða illa við það og gefast upp og hætta eða skipta um nám sem leiðir til lengri skólavistar en þörf er á. Ég fæ ekki séð hvernig bein stytting, eins og rædd hefur verið undanfarið, kæmi núverandi brottfallshópi til góða enda hafa engin haldgóð rök komið fram um að stytting námsins muni minnka brottfall. Brottfall er kostnaðarsöm breyta sem hægt væri að lækka umtalsvert með nýrri hugsun og nýjum leiðum.Markviss samvinna Stefnuleysi og rótleysi nemenda er ein nokkurra orsaka brottfalls. Í framhaldsskólum fer engin markviss starfskynning fram, samvinna framhaldsskóla og atvinnulífs er takmörkuð við iðnbrautir og ungmenni þekkja lítið sem ekkert þau atvinnutækifæri sem þeim bjóðast í framtíðinni. Hér blasir við tækifæri og nú er lag. Atvinnulífið kvartar sáran undan því að framhaldsskólar þjóni illa hagsmunum þeirra og mennti ekki starfskrafta til framtíðar. Samvinna þessara tveggja meginstoða íslensks hagkerfis væri ein leið og kæmi öllum vel. Saman gætum við skipulagt markvisst grunnstarfsnám sem byggðist á því að óráðnir nemendur framhaldsskóla gætu valið að fara í starfskynningaráfanga og einfalda þjálfun í ákveðnum störfum undir ströngu regluverki og nákvæmri markmiðssetningu. Þannig færi nemandinn út á vinnumarkaðinn og öðlaðist dýrmæta reynslu og þekkingu sem hann fær ekki inni í skólanum. Um leið er líklegt að nemandinn gerði sér gleggri mynd af þeirri framtíð sem bíður og kæmi auga á leiðina sem hann vill fara. Hvenær á námstímanum og hvernig kynningin færi fram mætti útfæra síðar en samvinna eins og hér um ræðir kæmi öllum vel. Í beinu framhaldi gætu framhaldsskólar og atvinnulíf skipulagt saman viðeigandi námsbrautir. Samvinna eins og þessi yrði farsæl og mun betri leið til að minnka brottfall, vísa nemendum á greiðfæra braut og stytta um leið núverandi námstíma þeirra sem er of langur. Illa ígrunduð, órannsökuð og vanunnin stytting mun skemma meira en bæta. Tölum frekar saman og vinnum saman – það er öllum í hag!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun