Að vera eða vera ekki kynfræðingur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir og Sigríður Dögg Arnardóttir skrifa 16. nóvember 2013 06:00 Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar