Hverfur reiðufé af sjónarsviðinu? Ari Skúlason skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Miklar breytingar hafa orðið á viðskiptaumhverfi hérlendis og víðast hvar í heiminum á síðustu árum og á það ekki síst við fyrirkomulag á greiðslum. Vissulega eru enn margar leiðir mögulegar til greiðslu á vörum og þjónustu en við blasir að notkun reiðufjár hefur minnkað, tékkar eru nær horfnir og rafrænar lausnir hafa að miklu leyti tekið við. Ekki er hægt að segja að gagnsæi ríki um kostnað þjóðfélagsins við greiðslumiðlun og hin ýmsu form hennar. Því er ekki hægt að útiloka að verðlagning einstakra þátta sé ekki í samræmi við kostnað, t.d. við árgjöld eða færslugjöld. Það er því ekki gefið að sá greiðslumiðill sem vinsælastur er hverju sinni, sé sá hagkvæmasti fyrir fjármálakerfið eða þjóðfélagið í heild. Geri menn sér ekki grein fyrir kostnaði við notkun á tilteknum greiðslumiðli, getur það stuðlað að sóun eða tafið eðlilega framþróun.Kostnaður er stundum sýnilegur ... Tékkar eru gott dæmi um greiðslumiðil þar sem kostnaður var nokkuð augljós. Allir vissu að hlutfallslegur kostnaður neytenda við notkun þeirra var hár enda útrýmdu debetkortin tékkaviðskiptum nær algerlega. Annað dæmi eru hraðbankar; þar er kostnaður nokkuð augljós. Þeir eru dýrir í innkaupum og rekstur þeirra kostar mikið. Nú innheimta bankar færslugjald af úttektum annarra en eigin viðskiptavina. Reynslan mun svo skera úr um hvaða áhrif gjaldtakan hefur á notkun hraðbanka.... en stundum ekki Í kreditkortaviðskiptum tíðkast að sá sem selur vöru eða þjónustu greiðir umsjónaraðilum kortakerfisins (banka, greiðslumiðlunarfyrirtæki (Reiknistofu bankanna) og kreditkortafyrirtæki) þóknun í hvert sinn sem kreditkort er notað. Korthafinn greiðir hins vegar sjaldnast færslugjald þannig að frá hans sjónarhóli er notkun á þessum greiðslumiðli ókeypis þegar frá er talið árgjaldið. Svipaða sögu má segja um reiðufé. Viðskiptavinur sem notar reiðufé verður heldur ekki var við þann kostnað sem fylgir því að gefa út seðla og mynt, kostnað við meðhöndlun fjárins í bönkum og hjá þeim sem selja vöru og þjónustu. Bankar taka sjaldnast þóknun fyrir notkun reiðufjár, yfirleitt er hægt að leggja inn og taka út peninga án nokkurs kostnaðar. Sama gildir um verslanir, þar er hægt að nota reiðufé án þess að það kosti viðskiptavininn nokkuð. Frá sjónarhóli neytandans fylgir m.ö.o. enginn kostnaður notkun reiðufjár enda kemur hann hvergi fram. Reyndin er auðvitað önnur. Bæði bankar og verslanir bera mikinn kostnað vegna geymslu og umsýslu reiðufjár, en jafn ljóst að það er mjög erfitt að rukka neytandann beint vegna þessa. Staðreyndin er sú að kostnaður við notkun reiðufjár er innifalin í verðlagningu á þeirri vöru og þjónustu sem greitt er fyrir og því fylgir að notendur ódýrari greiðslumiðla, t.d. korta eða rafrænna millifærslna, greiða niður kostnað við notkun reiðufjárins.Kostnaður við reiðufé er mikill ... Við notkun reiðufjár fer fram uppgjör um leið og peningar skipta um hendur. Það á hvorki við um tékka né rafræna greiðslumiðla. Í þeim tilvikum þarf milliliði eins og banka, hæft starfsfólk, tölvukerfi og margreyndar vinnsluaðferðir til að ljúka uppgjöri. Að þessu leyti er reiðufé einfaldara í notkun en aðrir greiðslumiðlar en það gerir það ekki ókeypis. Nálgast þarf reiðufé í banka eða hraðbanka. Verslanir þurfa að varðveita reiðuféð með traustum hætti. Síðan þarf að fara með þann hluta þess sem ekki er notaður sem skiptimynt í bankaafgreiðslu eða næturhólf. Vegna þess að reiðufé ber enga vexti flytja bankar eins mikið og þeir geta til Seðlabankans í lok viðskiptadags. Þegar þeir þurfa svo aftur á því að halda til að þjónusta viðskiptavini þurfa þeir að sækja það aftur í Seðlabankann. Flutningar af þessu tagi kalla á umfangsmiklar öryggisráðstafanir og það sama á við um um flutning reiðufjár milli útibúa. Þetta sýnir glögglega að það er langt frá því að reiðufé sé ókeypis greiðslumiðill, þótt engin árgjöld, færslugjöld eða annar kostnaður fylgi notkun þess. Þá er enn algerlega ótalinn kostnaður við prentun seðla og myntsláttu sem er auðvitað verulegur.Hver verður framtíðin? Þróun á þessu sviði hefur verið mjög hröð og tæknin ræður miklu þar um. Ef gengið er út frá þeirri viðurkenndu hugmynd að innheimta beri raunkostnað fyrir þjónustu, þá mætti hugsa sér að hægt væri að ýta undir hagkvæmari greiðslumiðlun með því að taka gjald fyrir umsýslu reiðufjár sem tæki mið af raunverulegum kostnaði eða leggja á notkun þess og vörslu sérstakt áhættugjald. Tilgangurinn með slíkri gjaldtöku væri m.a. að gera notkun reiðufjár tiltölulega óhagstæðari en annarra greiðslumiðla. Eflaust má segja að notkun reiðufjár sé einn af hornsteinum okkar fjármálakerfis og þannig hefur það verið um aldir. Gjaldtaka vegna þeirrar notkunar er flókin og hún myndi tæplega ganga hávaðalaust fyrir sig. Miklu líklegra er því að reiðufé hverfi hægt og hljóðlega af sjónarsviðinu á næstu árum, þó ólíklegt sé að notkun þess líði alveg undir lok. Framtíð reiðufjár verður rædd á ráðstefnu Landsbankans í Hörpu þriðjudagsmorguninn 19. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á viðskiptaumhverfi hérlendis og víðast hvar í heiminum á síðustu árum og á það ekki síst við fyrirkomulag á greiðslum. Vissulega eru enn margar leiðir mögulegar til greiðslu á vörum og þjónustu en við blasir að notkun reiðufjár hefur minnkað, tékkar eru nær horfnir og rafrænar lausnir hafa að miklu leyti tekið við. Ekki er hægt að segja að gagnsæi ríki um kostnað þjóðfélagsins við greiðslumiðlun og hin ýmsu form hennar. Því er ekki hægt að útiloka að verðlagning einstakra þátta sé ekki í samræmi við kostnað, t.d. við árgjöld eða færslugjöld. Það er því ekki gefið að sá greiðslumiðill sem vinsælastur er hverju sinni, sé sá hagkvæmasti fyrir fjármálakerfið eða þjóðfélagið í heild. Geri menn sér ekki grein fyrir kostnaði við notkun á tilteknum greiðslumiðli, getur það stuðlað að sóun eða tafið eðlilega framþróun.Kostnaður er stundum sýnilegur ... Tékkar eru gott dæmi um greiðslumiðil þar sem kostnaður var nokkuð augljós. Allir vissu að hlutfallslegur kostnaður neytenda við notkun þeirra var hár enda útrýmdu debetkortin tékkaviðskiptum nær algerlega. Annað dæmi eru hraðbankar; þar er kostnaður nokkuð augljós. Þeir eru dýrir í innkaupum og rekstur þeirra kostar mikið. Nú innheimta bankar færslugjald af úttektum annarra en eigin viðskiptavina. Reynslan mun svo skera úr um hvaða áhrif gjaldtakan hefur á notkun hraðbanka.... en stundum ekki Í kreditkortaviðskiptum tíðkast að sá sem selur vöru eða þjónustu greiðir umsjónaraðilum kortakerfisins (banka, greiðslumiðlunarfyrirtæki (Reiknistofu bankanna) og kreditkortafyrirtæki) þóknun í hvert sinn sem kreditkort er notað. Korthafinn greiðir hins vegar sjaldnast færslugjald þannig að frá hans sjónarhóli er notkun á þessum greiðslumiðli ókeypis þegar frá er talið árgjaldið. Svipaða sögu má segja um reiðufé. Viðskiptavinur sem notar reiðufé verður heldur ekki var við þann kostnað sem fylgir því að gefa út seðla og mynt, kostnað við meðhöndlun fjárins í bönkum og hjá þeim sem selja vöru og þjónustu. Bankar taka sjaldnast þóknun fyrir notkun reiðufjár, yfirleitt er hægt að leggja inn og taka út peninga án nokkurs kostnaðar. Sama gildir um verslanir, þar er hægt að nota reiðufé án þess að það kosti viðskiptavininn nokkuð. Frá sjónarhóli neytandans fylgir m.ö.o. enginn kostnaður notkun reiðufjár enda kemur hann hvergi fram. Reyndin er auðvitað önnur. Bæði bankar og verslanir bera mikinn kostnað vegna geymslu og umsýslu reiðufjár, en jafn ljóst að það er mjög erfitt að rukka neytandann beint vegna þessa. Staðreyndin er sú að kostnaður við notkun reiðufjár er innifalin í verðlagningu á þeirri vöru og þjónustu sem greitt er fyrir og því fylgir að notendur ódýrari greiðslumiðla, t.d. korta eða rafrænna millifærslna, greiða niður kostnað við notkun reiðufjárins.Kostnaður við reiðufé er mikill ... Við notkun reiðufjár fer fram uppgjör um leið og peningar skipta um hendur. Það á hvorki við um tékka né rafræna greiðslumiðla. Í þeim tilvikum þarf milliliði eins og banka, hæft starfsfólk, tölvukerfi og margreyndar vinnsluaðferðir til að ljúka uppgjöri. Að þessu leyti er reiðufé einfaldara í notkun en aðrir greiðslumiðlar en það gerir það ekki ókeypis. Nálgast þarf reiðufé í banka eða hraðbanka. Verslanir þurfa að varðveita reiðuféð með traustum hætti. Síðan þarf að fara með þann hluta þess sem ekki er notaður sem skiptimynt í bankaafgreiðslu eða næturhólf. Vegna þess að reiðufé ber enga vexti flytja bankar eins mikið og þeir geta til Seðlabankans í lok viðskiptadags. Þegar þeir þurfa svo aftur á því að halda til að þjónusta viðskiptavini þurfa þeir að sækja það aftur í Seðlabankann. Flutningar af þessu tagi kalla á umfangsmiklar öryggisráðstafanir og það sama á við um um flutning reiðufjár milli útibúa. Þetta sýnir glögglega að það er langt frá því að reiðufé sé ókeypis greiðslumiðill, þótt engin árgjöld, færslugjöld eða annar kostnaður fylgi notkun þess. Þá er enn algerlega ótalinn kostnaður við prentun seðla og myntsláttu sem er auðvitað verulegur.Hver verður framtíðin? Þróun á þessu sviði hefur verið mjög hröð og tæknin ræður miklu þar um. Ef gengið er út frá þeirri viðurkenndu hugmynd að innheimta beri raunkostnað fyrir þjónustu, þá mætti hugsa sér að hægt væri að ýta undir hagkvæmari greiðslumiðlun með því að taka gjald fyrir umsýslu reiðufjár sem tæki mið af raunverulegum kostnaði eða leggja á notkun þess og vörslu sérstakt áhættugjald. Tilgangurinn með slíkri gjaldtöku væri m.a. að gera notkun reiðufjár tiltölulega óhagstæðari en annarra greiðslumiðla. Eflaust má segja að notkun reiðufjár sé einn af hornsteinum okkar fjármálakerfis og þannig hefur það verið um aldir. Gjaldtaka vegna þeirrar notkunar er flókin og hún myndi tæplega ganga hávaðalaust fyrir sig. Miklu líklegra er því að reiðufé hverfi hægt og hljóðlega af sjónarsviðinu á næstu árum, þó ólíklegt sé að notkun þess líði alveg undir lok. Framtíð reiðufjár verður rædd á ráðstefnu Landsbankans í Hörpu þriðjudagsmorguninn 19. nóvember.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun