Grunnskólar í öngstræti Páll Sveinsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Það hlaut að koma að þessu. Kennarastéttin hefur fengið nóg. Þessa dagana heyrast loksins óánægjuraddir með kjör okkar kennara enda ekki skrýtið, launin eru langt undir viðmiðunarstéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. Nú er blákaldur veruleikinn að koma í ljós – á Íslandi eru mennta- og umönnunarstéttir ekki metnar að verðleikum. Sama hvort um ræðir stéttir leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólakennara jafnt sem stéttir þeirra sem starfa við heilbrigðismál. Þetta er afleiðing þróunar sem íslenskt samfélag hefur síðustu áratugi látið eiga sér stað, þar sem forgangsröð samfélagsins á fjármálageirann hefur yfirtekið almenna skynsemi um hvernig samfélagi hinn almenni Íslendingur vill búa í. Nú er svo komið að afglöp fjármálafyrirtækja og ráðamanna þjóðarinnar, sem leiddu til hruns heils fjármálakerfis þjóðar, hafa bitnað einna mest á mennta- og heilbrigðismálum þjóðarinnar.Röng forgangsröðun þjóðfélags Þessi ranga forgangsröðun stjórnvalda er ekki ný af nálinni. Eftir að lög voru sett á verkfall grunnskólakennara árið 2004 voru ansi margir illa bitnir og fannst þeir sviknir. Á þeim góðæristíma sem þá ríkti sáu sveitarfélögin sér ekki fært að hækka laun kennara til samræmis við vinnu, menntun og ábyrgð þá sem í kennarastarfinu er falið. Niðurstaðan var því þessi: Kennarar töldu sitt vinnuframlag í mínútum og sekúndum upp frá því og sögðust ekki vinna hótinu meira en það sem vinnuramminn kvað á um. Ég hætti til að mynda að taka með mér vinnu heim og fara yfir próf og verkefni á kvöldin og um helgar. Einnig hætti ég að fara í skólaferðalög þar sem krafist var gistingar enda fá kennarar ekki greitt fyrir slíkar ferðir nema að hluta til. Í þeirri pattstöðu sem var uppi í verkfallinu 2004 var reglulega vísað á ríkissjóð, sveitarfélögin töldu sig hlunnfarin eftir að þau tóku við rekstri grunnskóla nokkrum árum áður. Þau báru sig illa og sögðust þurfa meiri meðgjöf en fengu ekki enda stóð þáverandi menntamálaráðherra vörð um ríkissjóð, frekar en að standa með kennarastéttinni. Þetta voru daprir tímar, ekki bara fyrir kennara heldur þjóðina alla enda fór þarna kjörið tækifæri forgörðum til þess að gera kennarastarfið eftirsóknarverðara og samkeppnishæft við önnur störf í landinu. Nú eru að verða liðin tíu ár frá þessu tilgangslausa verkfalli, sem gerði ekki annað en að skapa andúð samfélagsins á kennurum og aðgerðum þeirra. Í raun má segja að með lagasetningunni hafi þáverandi ríkisstjórn náð að eyðileggja þetta mikilvæga vopn sem verkfallið var skapað til að vera – aldrei mun ég fara í verkfall aftur þegar möguleikinn á lagasetningu eins og þeirri sem sett var á verkfallið 2004 er fyrir hendi. Frekar mun ég segja upp.Hver er staða skólamála? Eftir að hafa gert fortíðina upp í þessum fáu orðum tel ég það ekki einungis skyldu mína að horfa fram á veginn heldur lífsnauðsynlegt ef hér á að takast að búa til velferðarþjóðfélag sem svo marga Íslendinga dreymir um að vera þáttakandi í – án þess að flytja til Norðurlandanna. Skólastarf hér á landi er með ágætum, að mínu mati virkar það þannig í dag að það dugar. Það er bara ekki nóg. Við eigum að mínu mati að vera í fremstu röð meðal þjóða, sama hvar mælitækjum er niður drepið. Til þess að hér geti orðið til frekari verðmætasköpun úr einhverju öðru en fiskveiðum og álframleiðslu þurfum við Íslendingar að setja aukinn kraft í nýsköpun og byrja á því strax í grunnskóla – helst forskóla eða leikskóla eins og við kjósum að kalla þá. Nú þegar eru skólar og einstaka kennarar byrjaðir á slíkri vinnu en því miður eru ytri aðstæður kennara til slíkra vinnubragða ekki hvetjandi. Laun nýútskrifaðs kennara eru því miður lægri eða sambærileg launum sem ómenntað starfsfólk fær fyrir að vinna í matvöruverslunum. Ég óska þess að kjör allra hér á landi batni en samanburðurinn er engu að síður skelfilegur fyrir okkur kennarana þar sem menntun okkar og ábyrgð á raunverulegum verðmætum er lítils metin.Dýrt húsnæði og ónotaðar tölvur Hér að framan minntist ég á að við höfðum misst af tækifærinu til að gera kennarastarfið samkeppnishæft árið 2004. Sveitarfélögin og ríkið gerðu sig hins vegar sek um enn verri afglöp – að missa af tækifærinu til að lyfta skólastarfi á Íslandi upp á hærri stall. Við höfum kvartað yfir því til ára að ekki takist að ná þjóðunum sem við berum okkur saman við í alþjóðlegum námskönnunum. Hér sé dýrt að kosta nemendur til náms, hvert skólabarn kosti þjóðina ríflega 1500 þúsund árlega. Brottfall úr framhaldsskóla er hátt, drengjum líður illa í skóla og við erum orðin á eftir þjóðum í tölvu- og upplýsingatæknivæðingu skólastarfs. Getur verið að þessi sérkennilega staða sé upp komin vegna þess að við höfum forgangsraðað rangt? Stjórnmálamenn hér á landi hafa séð til þess að hér er sennilega hægt að finna dýrasta og best útbúna skólahúsnæði jarðarinnar. Viðhald og rekstrarkostnaður slíkra mannvirkja er mikill og reiknast inn í þessar rúmlega 1500 þúsund krónur á nemenda, sem hlýtur að skekkja alþjóðlegan samanburð. Einnig sáu stjórnmálamenn til þess að tölvuvæða skólakerfið þannig að tekið var eftir út fyrir landsteina en gleymdu að það þarf að fá einhvern sem kann á tölvuna til að að nota hana, svo gagn hljótist af. Fyrir mér lítur út fyrir að þeir sem ráða fjárveitingum til skólamála séu enn haldnir þeirri grillu að skóli sé hús. Þeir sem vilja vita betur vita að svo er ekki, skóli er það sem fer fram innan veggja hússins eða undir trénu í Afríkulandi, ef því ber að skipta. Hér vantar að hlúa að innra starfi skólanna enn betur, þrátt fyrir að hér hafi verið unnið gríðargott starf til áratuga.Kennarasamband á villigötum? Að mínu mati er ekki einungis við sveitarfélög og ríki að sakast í þeirri stöðu sem upp er komin. Kennarasambandið fyrir hönd okkar kennara hefur að mínu mati einblínt um of á vinnuframlag, það er að segja talið mínútur og sekúndur í stað þess að hugsa um heildarmyndina. Ég tel okkur kennara ekki fá skilning fyrir óskum um betri kjör fyrr en við bindum okkur vinnustaðnum enn frekar. Þrátt fyrir að vinnuvika kennara sé rúmar 43 stundir erum við reglulega minnt á og vitum manna best að við höfum auka jólafrí, páskafrí og jafnvel lengra sumarfrí, það er ef við erum ekki að sinna endurmenntunarskyldu okkar yfir sumartímann. Eftir að hafa starfað sem grunnskólakennari í tólf ár hef ég sannfærst um að við þurfum ekki einungis hugarfarsbreytingu í samfélaginu heldur þurfum við að kollvarpa skólakerfinu eins og við setjum það upp í dag. Í raun má segja að með því að kalla skólalífið kerfi séum við strax búin að festa okkur í vinnubrögð sem leiða til stöðnunar. Sérfræðingar um menntamál hafa síðastliðin ár bent á að skólar eða skólakerfi eru sett upp eins og samfélög settu verksmiðjur upp í kjölfar iðnbyltingar 18. aldarinnar, slíkt sé ekki heillavænlegt nema til framleiðslu. Ekki skynsamleg leið þegar kemur að menntun barna. Við þurfum að hugsa heildrænt, eins og vinsælt er að gera þessa dagana og hugsa skóla sem hluta af lífinu, ekki einangrað fyrirbæri samfélagsins. Við þurfum að láta skólana hvetja atvinnulífið – ekki öfugt. Frumkvæðið og sköpunarkrafturinn á að koma frá nemendum og kennurum skólanna og smitast út í samfélagið. Við þurfum að hlúa að skólunum sem fjöreggi þjóðar, fremur en að líta á þá sem kvöð eða skyldu sem samfélög neyðast til að sinna. Þetta gerum við með því að mennta kennara betur, greiða þeim hærri laun og gera skólum kleift að koma sér upp sérstöðu og skólamenningu. Hér á landi þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting, ekki bara meðal stjórnmálamanna heldur verður almenningur að átta sig á mikilvægi þess að þjóðarátak verði gert í að forgangsraða menntun komandi kynslóða í fyrsta sæti. Einnig þarf að eiga sér stað ákveðin hugarfarsbreyting hjá kennurum og þeim sem koma að skólastarfi. Meira um það í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það hlaut að koma að þessu. Kennarastéttin hefur fengið nóg. Þessa dagana heyrast loksins óánægjuraddir með kjör okkar kennara enda ekki skrýtið, launin eru langt undir viðmiðunarstéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. Nú er blákaldur veruleikinn að koma í ljós – á Íslandi eru mennta- og umönnunarstéttir ekki metnar að verðleikum. Sama hvort um ræðir stéttir leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólakennara jafnt sem stéttir þeirra sem starfa við heilbrigðismál. Þetta er afleiðing þróunar sem íslenskt samfélag hefur síðustu áratugi látið eiga sér stað, þar sem forgangsröð samfélagsins á fjármálageirann hefur yfirtekið almenna skynsemi um hvernig samfélagi hinn almenni Íslendingur vill búa í. Nú er svo komið að afglöp fjármálafyrirtækja og ráðamanna þjóðarinnar, sem leiddu til hruns heils fjármálakerfis þjóðar, hafa bitnað einna mest á mennta- og heilbrigðismálum þjóðarinnar.Röng forgangsröðun þjóðfélags Þessi ranga forgangsröðun stjórnvalda er ekki ný af nálinni. Eftir að lög voru sett á verkfall grunnskólakennara árið 2004 voru ansi margir illa bitnir og fannst þeir sviknir. Á þeim góðæristíma sem þá ríkti sáu sveitarfélögin sér ekki fært að hækka laun kennara til samræmis við vinnu, menntun og ábyrgð þá sem í kennarastarfinu er falið. Niðurstaðan var því þessi: Kennarar töldu sitt vinnuframlag í mínútum og sekúndum upp frá því og sögðust ekki vinna hótinu meira en það sem vinnuramminn kvað á um. Ég hætti til að mynda að taka með mér vinnu heim og fara yfir próf og verkefni á kvöldin og um helgar. Einnig hætti ég að fara í skólaferðalög þar sem krafist var gistingar enda fá kennarar ekki greitt fyrir slíkar ferðir nema að hluta til. Í þeirri pattstöðu sem var uppi í verkfallinu 2004 var reglulega vísað á ríkissjóð, sveitarfélögin töldu sig hlunnfarin eftir að þau tóku við rekstri grunnskóla nokkrum árum áður. Þau báru sig illa og sögðust þurfa meiri meðgjöf en fengu ekki enda stóð þáverandi menntamálaráðherra vörð um ríkissjóð, frekar en að standa með kennarastéttinni. Þetta voru daprir tímar, ekki bara fyrir kennara heldur þjóðina alla enda fór þarna kjörið tækifæri forgörðum til þess að gera kennarastarfið eftirsóknarverðara og samkeppnishæft við önnur störf í landinu. Nú eru að verða liðin tíu ár frá þessu tilgangslausa verkfalli, sem gerði ekki annað en að skapa andúð samfélagsins á kennurum og aðgerðum þeirra. Í raun má segja að með lagasetningunni hafi þáverandi ríkisstjórn náð að eyðileggja þetta mikilvæga vopn sem verkfallið var skapað til að vera – aldrei mun ég fara í verkfall aftur þegar möguleikinn á lagasetningu eins og þeirri sem sett var á verkfallið 2004 er fyrir hendi. Frekar mun ég segja upp.Hver er staða skólamála? Eftir að hafa gert fortíðina upp í þessum fáu orðum tel ég það ekki einungis skyldu mína að horfa fram á veginn heldur lífsnauðsynlegt ef hér á að takast að búa til velferðarþjóðfélag sem svo marga Íslendinga dreymir um að vera þáttakandi í – án þess að flytja til Norðurlandanna. Skólastarf hér á landi er með ágætum, að mínu mati virkar það þannig í dag að það dugar. Það er bara ekki nóg. Við eigum að mínu mati að vera í fremstu röð meðal þjóða, sama hvar mælitækjum er niður drepið. Til þess að hér geti orðið til frekari verðmætasköpun úr einhverju öðru en fiskveiðum og álframleiðslu þurfum við Íslendingar að setja aukinn kraft í nýsköpun og byrja á því strax í grunnskóla – helst forskóla eða leikskóla eins og við kjósum að kalla þá. Nú þegar eru skólar og einstaka kennarar byrjaðir á slíkri vinnu en því miður eru ytri aðstæður kennara til slíkra vinnubragða ekki hvetjandi. Laun nýútskrifaðs kennara eru því miður lægri eða sambærileg launum sem ómenntað starfsfólk fær fyrir að vinna í matvöruverslunum. Ég óska þess að kjör allra hér á landi batni en samanburðurinn er engu að síður skelfilegur fyrir okkur kennarana þar sem menntun okkar og ábyrgð á raunverulegum verðmætum er lítils metin.Dýrt húsnæði og ónotaðar tölvur Hér að framan minntist ég á að við höfðum misst af tækifærinu til að gera kennarastarfið samkeppnishæft árið 2004. Sveitarfélögin og ríkið gerðu sig hins vegar sek um enn verri afglöp – að missa af tækifærinu til að lyfta skólastarfi á Íslandi upp á hærri stall. Við höfum kvartað yfir því til ára að ekki takist að ná þjóðunum sem við berum okkur saman við í alþjóðlegum námskönnunum. Hér sé dýrt að kosta nemendur til náms, hvert skólabarn kosti þjóðina ríflega 1500 þúsund árlega. Brottfall úr framhaldsskóla er hátt, drengjum líður illa í skóla og við erum orðin á eftir þjóðum í tölvu- og upplýsingatæknivæðingu skólastarfs. Getur verið að þessi sérkennilega staða sé upp komin vegna þess að við höfum forgangsraðað rangt? Stjórnmálamenn hér á landi hafa séð til þess að hér er sennilega hægt að finna dýrasta og best útbúna skólahúsnæði jarðarinnar. Viðhald og rekstrarkostnaður slíkra mannvirkja er mikill og reiknast inn í þessar rúmlega 1500 þúsund krónur á nemenda, sem hlýtur að skekkja alþjóðlegan samanburð. Einnig sáu stjórnmálamenn til þess að tölvuvæða skólakerfið þannig að tekið var eftir út fyrir landsteina en gleymdu að það þarf að fá einhvern sem kann á tölvuna til að að nota hana, svo gagn hljótist af. Fyrir mér lítur út fyrir að þeir sem ráða fjárveitingum til skólamála séu enn haldnir þeirri grillu að skóli sé hús. Þeir sem vilja vita betur vita að svo er ekki, skóli er það sem fer fram innan veggja hússins eða undir trénu í Afríkulandi, ef því ber að skipta. Hér vantar að hlúa að innra starfi skólanna enn betur, þrátt fyrir að hér hafi verið unnið gríðargott starf til áratuga.Kennarasamband á villigötum? Að mínu mati er ekki einungis við sveitarfélög og ríki að sakast í þeirri stöðu sem upp er komin. Kennarasambandið fyrir hönd okkar kennara hefur að mínu mati einblínt um of á vinnuframlag, það er að segja talið mínútur og sekúndur í stað þess að hugsa um heildarmyndina. Ég tel okkur kennara ekki fá skilning fyrir óskum um betri kjör fyrr en við bindum okkur vinnustaðnum enn frekar. Þrátt fyrir að vinnuvika kennara sé rúmar 43 stundir erum við reglulega minnt á og vitum manna best að við höfum auka jólafrí, páskafrí og jafnvel lengra sumarfrí, það er ef við erum ekki að sinna endurmenntunarskyldu okkar yfir sumartímann. Eftir að hafa starfað sem grunnskólakennari í tólf ár hef ég sannfærst um að við þurfum ekki einungis hugarfarsbreytingu í samfélaginu heldur þurfum við að kollvarpa skólakerfinu eins og við setjum það upp í dag. Í raun má segja að með því að kalla skólalífið kerfi séum við strax búin að festa okkur í vinnubrögð sem leiða til stöðnunar. Sérfræðingar um menntamál hafa síðastliðin ár bent á að skólar eða skólakerfi eru sett upp eins og samfélög settu verksmiðjur upp í kjölfar iðnbyltingar 18. aldarinnar, slíkt sé ekki heillavænlegt nema til framleiðslu. Ekki skynsamleg leið þegar kemur að menntun barna. Við þurfum að hugsa heildrænt, eins og vinsælt er að gera þessa dagana og hugsa skóla sem hluta af lífinu, ekki einangrað fyrirbæri samfélagsins. Við þurfum að láta skólana hvetja atvinnulífið – ekki öfugt. Frumkvæðið og sköpunarkrafturinn á að koma frá nemendum og kennurum skólanna og smitast út í samfélagið. Við þurfum að hlúa að skólunum sem fjöreggi þjóðar, fremur en að líta á þá sem kvöð eða skyldu sem samfélög neyðast til að sinna. Þetta gerum við með því að mennta kennara betur, greiða þeim hærri laun og gera skólum kleift að koma sér upp sérstöðu og skólamenningu. Hér á landi þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting, ekki bara meðal stjórnmálamanna heldur verður almenningur að átta sig á mikilvægi þess að þjóðarátak verði gert í að forgangsraða menntun komandi kynslóða í fyrsta sæti. Einnig þarf að eiga sér stað ákveðin hugarfarsbreyting hjá kennurum og þeim sem koma að skólastarfi. Meira um það í næstu grein.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun