Kerskálar framtíðar Sveinn Valfells skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suðurlandi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Landsvirkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnaraðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóðabankinn lánaði til byggingar Búrfellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvupósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldarvefurinn var fundinn upp á rannsóknarstöð Evrópu í kjarneðlisfræði, CERN, 1990.Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskiptahugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostnaðinn við Búrfellsvirkjun almenningi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upplýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hitastig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýsingum og birta þær. Kerskálar framtíðar eru í netheimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxturinn, líka í gagnaverum sem þjónusta upplýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, myndlist og tónlist, líka vistvænni ferðamennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, enginn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að markmiðum Landsvirkjunar. Upphaflega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenningi fyrir raforku. Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í landinu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni?Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Landsvirkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostnaður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildartekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tæknileg, lagaleg og fjárhagsleg. Og pólitísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innanlands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnustaður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suðurlandi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Landsvirkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnaraðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóðabankinn lánaði til byggingar Búrfellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvupósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldarvefurinn var fundinn upp á rannsóknarstöð Evrópu í kjarneðlisfræði, CERN, 1990.Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskiptahugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostnaðinn við Búrfellsvirkjun almenningi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upplýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hitastig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýsingum og birta þær. Kerskálar framtíðar eru í netheimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxturinn, líka í gagnaverum sem þjónusta upplýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, myndlist og tónlist, líka vistvænni ferðamennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, enginn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að markmiðum Landsvirkjunar. Upphaflega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenningi fyrir raforku. Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í landinu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni?Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Landsvirkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostnaður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildartekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tæknileg, lagaleg og fjárhagsleg. Og pólitísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innanlands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnustaður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun