Kerskálar framtíðar Sveinn Valfells skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suðurlandi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Landsvirkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnaraðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóðabankinn lánaði til byggingar Búrfellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvupósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldarvefurinn var fundinn upp á rannsóknarstöð Evrópu í kjarneðlisfræði, CERN, 1990.Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskiptahugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostnaðinn við Búrfellsvirkjun almenningi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upplýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hitastig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýsingum og birta þær. Kerskálar framtíðar eru í netheimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxturinn, líka í gagnaverum sem þjónusta upplýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, myndlist og tónlist, líka vistvænni ferðamennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, enginn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að markmiðum Landsvirkjunar. Upphaflega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenningi fyrir raforku. Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í landinu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni?Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Landsvirkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostnaður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildartekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tæknileg, lagaleg og fjárhagsleg. Og pólitísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innanlands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnustaður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Stóriðjunefnd var skipuð 1961, hún átti að kanna möguleika á að reisa virkjanir sem gætu séð nýjum útflutningsiðnaði og vaxandi þéttbýli á Suðurlandi fyrir raforku. Orkukaupandi fannst 1965, Alusuisse, og Landsvirkjun var stofnuð til að virkja við Búrfell. Álver var reist í Straumsvík og tekið í notkun 1969. Hagkvæmni réð staðarvali, ekki byggðapólitík, þar var hentugt byggingarland og hafnaraðstaða nálægt stórum vinnu- og raforkumarkaði. Alþjóðabankinn lánaði til byggingar Búrfellsvirkjunar og veitti, að sögn, umtalsvert aðhald að verkefninu. Tveimur árum eftir að álverið var tekið í notkun framleiddi Intel fyrsta örgjörvann. Fyrsti tölvupósturinn var sendur sama ár. Fyrsta Apple-tölvan kom á markað 1976, fyrsti PC-inn 1981, veraldarvefurinn var fundinn upp á rannsóknarstöð Evrópu í kjarneðlisfræði, CERN, 1990.Álbræðsla barn síns tíma Álbræðsla var barn síns tíma, hún er fimmtíu ára gömul viðskiptahugmynd sem hentaði fábreyttu, fátæku og lítt menntuðu eylandi í lok iðnbyltingar. Álver létti kostnaðinn við Búrfellsvirkjun almenningi til góðs, verk- og tækniþekking byggðist upp í landinu, „Við hittum á réttu stundina“ sagði formaður stóriðjunefndar, Jóhannes Nordal. Stundin kom og fór, nú er álbræðsla á fallanda fæti deyjandi, mengandi, fjárfrek og arðlítil starfsemi. Upplýsingaöldin hefur tekið við. Kerskálar framtíðar eru ekki í Straumsvík. Hagvöxturinn liggur ekki í að bræða jarðefni og málma við hátt hitastig heldur í að skrifa notendavæn og skilvirk forrit sem miðla upplýsingum og birta þær. Kerskálar framtíðar eru í netheimum og heita Github, Google Play og iTunes. Úr því umhverfi spretta fyrirtæki eins og Clara og Quiz Up, starfsmenn þeirra bræða sínar hugmyndir í huganum í skrifstofum við Laugaveg. Þar er vöxturinn, líka í gagnaverum sem þjónusta upplýsingatækni, til dæmis Advania og Datacell. Og hugverkum alls konar, kvikmyndum, bókum, myndlist og tónlist, líka vistvænni ferðamennsku og matvælum. Ekkert þessara fyrirtækja eitt og sér, enginn einstakur hönnuður, höfundur, bóndi, trillukarl eða leiðsögukona notar jafn mikla orku og heilt álver en margt smátt gerir eitt stórt. Sem leiðir hugann að markmiðum Landsvirkjunar. Upphaflega voru þau að styðja við nýja útflutningsgrein og sjá almenningi fyrir raforku. Löngu er tímabært að endurskoða markmiðin í ljósi nýrra aðstæðna. Upphaflegur markaður fyrir stóriðju er úreltur, almenningur líður engan orkuskort, framleiðslugeta í landinu er langt umfram eftirspurn. Eigandi Landsvirkjunnar er fólkið í landinu, þar á meðal þú. Hvað vilt þú að Landsvirkjun geri í framtíðinni?Valið tvíþætt Valið er í stórum dráttum tvíþætt. Að leggja sæstreng sem tengir Ísland við erlenda markaði þar sem orkuverð er hærra. Líkt og í Noregi gæti tenging við erlendan markað hækkað orkuverð innanlands. Hærra orkuverð myndi hækka tekjur Landsvirkjunar, ef afgangur yrði umfram aukinn kostnað mætti greiða út arð til eigenda. Kostnaður er áætlaður á bilinu 288 til 550 milljarðar, heildartekjur 40 milljarðar á ári, eða svo segir í skýrslum ráðgjafa. Áhættan af framkvæmdinni er mikil, tæknileg, lagaleg og fjárhagsleg. Og pólitísk, strengurinn er til Bretlands, ef áhöld yrðu um afhendingu á orku gætu bresk stjórnvöld hugsanlega sett á Íslendinga hryðjuverkalög þótt kröfur um afhendingu ættu enga lagastoð. Annað eins hefur gerst. Hitt er að halda orkunni innanlands og taka arðinn út í ódýrri orku til neytenda og fyrirtækja. Lítil og meðalstór fyrirtæki nytu góðs af, þau eru stærsti vinnustaður landsins, þar verða til flest störf. Lágt raforkuverð bætir samkeppnisstöðu íslensks útflutnings sem er að mörgu öðru leyti ansi skökk. Arðurinn er lágt orkuverð, áhættan er öðruvísi og einfaldari, snýst fyrst og fremst um að halda í núverandi viðskiptavini eða fá nýja í þeirra stað. Hvort vilt þú lesandi góður? Þú ert eigandinn.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun