Makríll: 45 milljarða kr. vinningur Kristinn H.Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Þegar verst stóð á eftir bankahrunið fengu Íslendingar einstæðan happafeng. Ný verðmæt fiskitegund, makríllinn, tók að veiðast í miklu magni. Frá 2010 hafa veiðst 550-600 þúsund tonn og útflutningsverðmætið er um 70 milljarðar króna. Þetta bætist við góða afkomu sjávarútvegsins síðan 2008 af hefðbundnum veiðum vegna lágs gengis krónunnar. Ekki hefur þurft að leggja út í neina fjárfestingu til þess að ná í þessa 70 milljarða króna. Skip, veiðarfæri og annar búnaður er þegar til staðar og greiddur af öðrum veiðum og vinnslu. Einu útgjöldin vegna makrílsins eru breytilegur kostnaður, einkum laun og olía. Fái útgerð tekjur sem greiða breytilega kostnaðinn, er hver króna umfram það ávinningur og það borgar sig að stunda veiðarnar. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og opinberum gögnum Hagstofunnar má ætla að breytilegi kostnaðurinn sé um 37% af útflutningsverðmæti makríls. Hagnaðurinn frá 2010 hefur því orðið samtals um 45 milljarðar króna. Greiðslur fyrir veiðiréttinn urðu hins vegar aðeins um 2,4 milljarðar króna. Skipting ágóðans milli ríkis og útgerðarinnar var 95%:5%, útgerðinni í vil. Makríllinn er ekki í kvóta, enginn kostnaður hefur fallið til. Makríllinn er alger viðbót utan við kerfið. Verðið sem útgerðin hefði séð sér hag í að greiða fyrir veiðiréttinn á markaði hefði verið allt að öllum tekjum umfram breytilegan kostnað. Veiðiréttinn er hægt að verðleggja á markaði eins og útgerðarmenn gera fyrir kvótabundnar tegundir. Gefum okkur að niðurstaðan hefði orðið að greiða 80% af hagnaðinum fyrir veiðiréttinn. Þegar makríllinn verður kominn inn í kvótakerfið mun þetta verða a.m.k. verðið fyrir veiðiréttinn. Þá hefði ríkið fengið 34 milljarða króna í stað 2,4 milljarða kr. og hagnaður af makrílveiðunum og -vinnslunni samt orðið um 8.5 milljarðar króna. Síðasta ríkisstjórn hefði hæglega getað sótt þessar tekjur, en ákvað að skilja þær eftir í vösum eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ávinningurinn af makrílnum hefði getað hlíft heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum við niðurskurði síðustu ár. Tækifærið var ekki nýtt. Það er sár niðurstaða fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þegar verst stóð á eftir bankahrunið fengu Íslendingar einstæðan happafeng. Ný verðmæt fiskitegund, makríllinn, tók að veiðast í miklu magni. Frá 2010 hafa veiðst 550-600 þúsund tonn og útflutningsverðmætið er um 70 milljarðar króna. Þetta bætist við góða afkomu sjávarútvegsins síðan 2008 af hefðbundnum veiðum vegna lágs gengis krónunnar. Ekki hefur þurft að leggja út í neina fjárfestingu til þess að ná í þessa 70 milljarða króna. Skip, veiðarfæri og annar búnaður er þegar til staðar og greiddur af öðrum veiðum og vinnslu. Einu útgjöldin vegna makrílsins eru breytilegur kostnaður, einkum laun og olía. Fái útgerð tekjur sem greiða breytilega kostnaðinn, er hver króna umfram það ávinningur og það borgar sig að stunda veiðarnar. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og opinberum gögnum Hagstofunnar má ætla að breytilegi kostnaðurinn sé um 37% af útflutningsverðmæti makríls. Hagnaðurinn frá 2010 hefur því orðið samtals um 45 milljarðar króna. Greiðslur fyrir veiðiréttinn urðu hins vegar aðeins um 2,4 milljarðar króna. Skipting ágóðans milli ríkis og útgerðarinnar var 95%:5%, útgerðinni í vil. Makríllinn er ekki í kvóta, enginn kostnaður hefur fallið til. Makríllinn er alger viðbót utan við kerfið. Verðið sem útgerðin hefði séð sér hag í að greiða fyrir veiðiréttinn á markaði hefði verið allt að öllum tekjum umfram breytilegan kostnað. Veiðiréttinn er hægt að verðleggja á markaði eins og útgerðarmenn gera fyrir kvótabundnar tegundir. Gefum okkur að niðurstaðan hefði orðið að greiða 80% af hagnaðinum fyrir veiðiréttinn. Þegar makríllinn verður kominn inn í kvótakerfið mun þetta verða a.m.k. verðið fyrir veiðiréttinn. Þá hefði ríkið fengið 34 milljarða króna í stað 2,4 milljarða kr. og hagnaður af makrílveiðunum og -vinnslunni samt orðið um 8.5 milljarðar króna. Síðasta ríkisstjórn hefði hæglega getað sótt þessar tekjur, en ákvað að skilja þær eftir í vösum eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ávinningurinn af makrílnum hefði getað hlíft heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum við niðurskurði síðustu ár. Tækifærið var ekki nýtt. Það er sár niðurstaða fyrir almenning.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun