Fjör gegn fátækt Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Hvað eiga pönnukökubakstur og skólahreysti, altaristöflugerð, dans, bílaþvottur og sjoppurekstur sameiginlegt? Allt þetta var nýverið í boði á karnivali á Landsmóti ÆSKÞ í Reykjanesbæ. Karnivalið var skemmtilegt og mikið af fjöri á landsmótinu, en undirtónninn var alvarlegur. Á landsmóti var barist gegn fátækt á Íslandi. Slík barátta fer fram með ýmsum hætti. Ein aðferð er að safna peningum í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar sem styrkir efnalítið ungt fólk til náms. Önnur er að auka meðvitund okkar allra um að fátækt sé yfirleitt til á Íslandi og vekja löngun þeirra sem nóg eiga til þess að deila með sér. Þriðja aðferðin er að tala saman og deila reynslu af því hvað felst í því að vera fátæk. Einangrun getur verið hlutskipti þeirra sem ekki eiga peninga til að geta tekið þátt í félagslífi og geta ekki leyft sér það sem vinirnir geta. Einangrun getur aukið vonleysi og dregið úr lönguninni til þess að breyta eigin aðstæðum. Á landsmótinu keypti ég mér engla og bílaþvott. Ég horfði á dansatriði og fylgdist með ungu fólki ræða um fátækt. Ég fékk andlitsmálningu, keypti kandífloss og borðaði pönnukökur með krökkum sem höfðu ferðast langa leið til þess að taka þátt í mótinu. Þau voru saman komin til að berjast gegn fátækt í orði og verki. Unga fólkið í kirkjunni fyllir mig von um fallegri og jafnari heim. Þau vilja láta til sín taka í baráttunni gegn fátækt. Það er verk að vinna og þau hafa slegið tóninn fyrir okkur öll. Landsmótið hafði yfirskriftina „Energí og trú“ því trúin gefur kraft. Þegar energí og trú fara saman er allt hægt. Við getum til dæmis útrýmt fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga pönnukökubakstur og skólahreysti, altaristöflugerð, dans, bílaþvottur og sjoppurekstur sameiginlegt? Allt þetta var nýverið í boði á karnivali á Landsmóti ÆSKÞ í Reykjanesbæ. Karnivalið var skemmtilegt og mikið af fjöri á landsmótinu, en undirtónninn var alvarlegur. Á landsmóti var barist gegn fátækt á Íslandi. Slík barátta fer fram með ýmsum hætti. Ein aðferð er að safna peningum í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar sem styrkir efnalítið ungt fólk til náms. Önnur er að auka meðvitund okkar allra um að fátækt sé yfirleitt til á Íslandi og vekja löngun þeirra sem nóg eiga til þess að deila með sér. Þriðja aðferðin er að tala saman og deila reynslu af því hvað felst í því að vera fátæk. Einangrun getur verið hlutskipti þeirra sem ekki eiga peninga til að geta tekið þátt í félagslífi og geta ekki leyft sér það sem vinirnir geta. Einangrun getur aukið vonleysi og dregið úr lönguninni til þess að breyta eigin aðstæðum. Á landsmótinu keypti ég mér engla og bílaþvott. Ég horfði á dansatriði og fylgdist með ungu fólki ræða um fátækt. Ég fékk andlitsmálningu, keypti kandífloss og borðaði pönnukökur með krökkum sem höfðu ferðast langa leið til þess að taka þátt í mótinu. Þau voru saman komin til að berjast gegn fátækt í orði og verki. Unga fólkið í kirkjunni fyllir mig von um fallegri og jafnari heim. Þau vilja láta til sín taka í baráttunni gegn fátækt. Það er verk að vinna og þau hafa slegið tóninn fyrir okkur öll. Landsmótið hafði yfirskriftina „Energí og trú“ því trúin gefur kraft. Þegar energí og trú fara saman er allt hægt. Við getum til dæmis útrýmt fátækt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar