Fræðsla um réttindi barna getur minnkað einelti Stefán Ingi Stefánsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar