Fræðsla um réttindi barna getur minnkað einelti Stefán Ingi Stefánsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun