Fræðsla um réttindi barna getur minnkað einelti Stefán Ingi Stefánsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu gaf UNICEF á Íslandi út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í skýrslunni er fjallað um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis gagnvart börnum á Íslandi, þ.e. heimilisofbeldi, vanrækslu, kynferðislegt ofbeldi og einelti. Í hverjum kafla er farið yfir umfang og eðli ofbeldisins auk þess sem tengsl þess við ýmsa áhættuþætti eru skoðuð, t.d. vanlíðan og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru einnig lagðar fram tillögur um ofbeldisforvarnir og viðbrögð við ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn frá Skólapúlsinum meðal annars að a.m.k. 7% barna í 10. bekk verða fyrir miklu einelti og 21% fyrir nokkru einelti. Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk verður því fyrir einelti á hverju ári. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að börn sem verða fyrir einelti eða öðru ofbeldi eru líklegri til að hafa minna sjálfsálit, finnast þau hafa minni stjórn á lífinu og hafa tilhneigingu til að sýna einkenni almennrar vanlíðanar og kvíða. Börn sem hafa verið beitt ofbeldi eru einnig líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.Vel heppnuð réttindafræðsla Tillögurnar sem lagðar eru fram í skýrslunni miða að miklu leyti að því að auka fræðslu um ofbeldi. Það er mat UNICEF á Íslandi að ekki nægi að veita börnum slíka fræðslu – nauðsynlegt sé að allir sem umgangist börn fái fræðslu um ofbeldi og afleiðingar þess. Ein af tillögum UNICEF miðar að því að mannréttindafræðsla og kynja- og jafnréttisfræðsla verði veitt á öllum skólastigum. Enn fremur að skólum verði veitt aðhald og aðstoð við að framfylgja eineltisáætlunum sínum og innleiða grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru m.a. heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Yfirvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu þegar kemur að menntun barna en nauðsynlegt er að skólar og kennarar fái stuðning og fræðslu um innleiðingu á þessum þáttum. Í þessu ljósi er vert að benda á jákvæða reynslu af metnaðarfullu réttindafræðsluverkefni UNICEF í Bretlandi. Frá árinu 2005 hefur landsnefnd UNICEF í Bretlandi innleitt réttindaskólalíkan (Rights Respecting Schools Award) í rúmlega 2.500 grunnskólum með góðum árangri. Skólalíkanið miðar að því að innleiða réttindi barna með markvissum hætti inn í skólastarf og gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að verkfæri í kennslu frekar en kennsluefni í afmörkuðum kennslufögum. Árangurinn af innleiðingu þessa líkans hefur verið merkilegur fyrir margar sakir, ekki síst fyrir mælanleg áhrif á tíðni eineltis og annars ofbeldis. Niðurstöður úr skólum sem tekið hafa þátt sýna að tíðni eineltis og annars ofbeldis í skólunum minnkaði í kjölfar innleiðingar verkefnisins, nemendur létu frekar vita ef brotið var gegn rétti þeirra eða samnemenda þeirra og skólastjórnendur mátu sig betur í stakk búna til að vernda nemendur og bregðast við einelti eða öðru ofbeldi innan skólans.Markviss þáttur í forvörnum Niðurstöður verkefna á borð við réttindaskólalíkanið undirstrika nauðsyn þess að mannréttindafræðsla verði mikilvægur þáttur í markvissum forvörnum gegn einelti og öðru ofbeldi. Í ljósi reynslunnar frá Bretlandi hefur UNICEF á Íslandi nú hafið undirbúning að íslensku réttindaskólalíkani. Það er von okkar að geta boðið nokkrum íslenskum grunnskólum upp á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á nýju skólaári. Með því að fræða börn og fullorðna um mannréttindi, ekki síst réttindi barna, sköpum við umhverfi þar sem börn verða fulltrúar eigin réttinda, sem og réttinda annarra. Þannig styrkjum við og eflum börn og ungmenni og búum þau undir að verða virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar