Viðskipti innlent

Spá hægum bata næstu árin

Haraldur Guðmundsson skrifar
Viðskiptaráð segir heilbrigði atvinnulífsins hafa batnað síðustu ár..
Viðskiptaráð segir heilbrigði atvinnulífsins hafa batnað síðustu ár.. Fréttablaðið/Vilhelm.
„Þegar skýrslan er skoðuð má sjá hægan bata á þessum helstu sviðum atvinnulífsins,“ segir Viðar Ingason, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.

Ráðið birti í dag skýrslu þar sem svokölluð heilbrigðisvísitala atvinnulífsins er tekin saman. Vísitölunni er skipt í sex undirvísitölur sem saman eiga að veita einfalt yfirlit yfir getu íslensks atvinnulífs til aukinnar verðmætasköpunar.

„Ef við skoðum þessar sex vísistölur þá hafa þær undanfarin ár þróast með mismunandi hætti og þegar heildarvísitalan er tekin saman er vöxturinn ekkert gríðarlega mikill,“ segir Viðar.

Hann segir að heilbrigðisvísitalan hafi síðustu fjögur ár sýnt ákveðinn viðsnúning en að spá Viðskiptaráðs fyrir næstu tvö ár geri áfram ráð fyrir hægum bata.

„Á heildina litið gefur þessi vísitala til kynna að heilbrigði atvinnulífsins sé nú um sjö prósentustigum lakara en það var árið 2003.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×