Nýtt kennaranám, tækifæri og áskoranir Jóhanna Einarsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 00:00 Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun