Er bjartsýni við hæfi? Ólafur G. Skúlason skrifar 31. október 2013 06:00 Umræða síðustu daga varðandi heilbrigðiskerfið hefur vakið með mér aukna bjartsýni. Margir verða örugglega hissa á þessari upplifun minni en hana er einfalt að skýra. Síðastliðna daga hefur hver þingmaðurinn á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum eða haldið tölu á þingi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar. Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.Á heimsmælikvarða Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga varðandi heilbrigðiskerfið hefur vakið með mér aukna bjartsýni. Margir verða örugglega hissa á þessari upplifun minni en hana er einfalt að skýra. Síðastliðna daga hefur hver þingmaðurinn á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum eða haldið tölu á þingi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar. Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.Á heimsmælikvarða Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar