Er bjartsýni við hæfi? Ólafur G. Skúlason skrifar 31. október 2013 06:00 Umræða síðustu daga varðandi heilbrigðiskerfið hefur vakið með mér aukna bjartsýni. Margir verða örugglega hissa á þessari upplifun minni en hana er einfalt að skýra. Síðastliðna daga hefur hver þingmaðurinn á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum eða haldið tölu á þingi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar. Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.Á heimsmælikvarða Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga varðandi heilbrigðiskerfið hefur vakið með mér aukna bjartsýni. Margir verða örugglega hissa á þessari upplifun minni en hana er einfalt að skýra. Síðastliðna daga hefur hver þingmaðurinn á fætur öðrum komið fram í fjölmiðlum eða haldið tölu á þingi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar. Allir eru þeir sammála um að nauðsynlegt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraða málunum þannig að aukið fjármagn verði varið til þess, einkum til Landspítala. Ég get því ekki búist við öðru en að þingmenn taki saman höndum, þvert á flokkslínur, og finni lausn á viðvarandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins. Eitt er víst að þjóðin er þeim sammála í þessum efnum. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum eru frásagnir heilbrigðisstarfsmanna sem nú stíga fram og lýsa því ástandi sem ríkir innan veggja Landspítalans. Ástandi sem hefur varað í ansi langan tíma. Heyrst hafa raddir sem segja að ástandið geti ekki verið eins slæmt og sagt er, en því get ég lofað, að enginn þeirra sem fram hafa komið í fjölmiðlum fer með ýkjur. Það viðheldur þó bjartsýni minni að loks hafi heilbrigðisstarfsfólk stigið fram og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem nú ríkja í heilbrigðiskerfinu. Það að orða vandamálin er fyrsta skrefið í að finna á þeim lausn.Á heimsmælikvarða Við sem búum hér á landi erum heppin. Heppnin felst í því að við eigum heilbrigðisstarfsmenn á heimsmælikvarða hvað varðar menntun, þekkingu og færni. Það er fyrir tilstuðlan þessa fólks að heilbrigðiskerfið okkar hefur haldist gangandi hingað til. Það er því mikilvægt að hlustað sé á það þegar það stígur fram og segir hingað og ekki lengra. Það hafi ekki lengur tök á að veita þá þjónustu sem það annars myndi vilja veita hefði það til þess tíma og úrræði. Það hlýtur að vera forgangsatriði að búa þannig um hnútana að það geti sinnt starfi sínu eftir bestu getu. Landflótti lækna og hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er staðreynd enda laun og starfsaðstæður erlendis mun ákjósanlegri en hérlendis. Vitað er að Ísland mun aldrei verða samkeppnishæft við erlend ríki varðandi launakjör þar sem hin háu laun erlendis eru tilkomin vegna veikrar stöðu krónunnar gegn erlendum gjaldmiðlum. Það er hins vegar hægt að haga málum þannig hér að heilbrigðisstarfsfólk fái laun sem samræmast menntun þeirra og ábyrgð. Það er einnig hægt að bæta vinnuumhverfi þess og tækjabúnað svo það geti sinnt sínu starfi á fullnægjandi hátt.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun