Lífið

Líkara uppistandi en tónleikum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Dægurlagafélagið er skipað nokkrum landsþekktum poppurum. Meðlimir sveitarinnar segja sögur af nokkrum af þekktustu lögum landsins á tónleikunum.
Dægurlagafélagið er skipað nokkrum landsþekktum poppurum. Meðlimir sveitarinnar segja sögur af nokkrum af þekktustu lögum landsins á tónleikunum. mynd/einkasafn
„Þetta er upphaflega hugmynd frá Ingó Veðurguði og Tomma í Tryggvaskála og var gert í tengslum við menningarviku Árborgar. Þetta gekk mjög vel og spurðist út,“ segir Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður, sem kemur fram á tónleikum með Dægurlagafélaginu í næstu viku. Sveitin skartar landsþekktum poppstjörnum á borð við Heimi Eyvindarson úr hljómsveitinni Á móti sól, Ingólf Þórarinsson Veðurguð og Einar Bárðarson.

„Á köflum er þetta líkara uppistandi heldur en tónleikum. Við erum góðir sem eining og menn skjóta miskunnarlaust hver á annan,“ segir Hreimur um tónleikana.

Þeir félagar fara yfir sögurnar á bak við lögin og textana, ásamt því að rökræða um hvort eitthvað af lögunum séu stolin. „Við stiklum á stóru, tölum um upphafið og veljum lög af handahófi. Við áttum stóra prósentu af spiluðum lögum í útvarpi hér á landi á árunum 1997 til 2003 og svo kom Ingó á eftir okkur lét til sín taka,“ útskýrir Hreimur.

Poppararnir koma fram á Café Rosenberg á miðvikudagskvöld í næstu viku. Þá eru fyrirhugaðir tónleikar upp á Skaga 8. nóvember, í Tryggvaskála á Selfossi 10. nóvember og Hótel Fljótshlíð 15. nóvember.

„Við erum ekkert að fara stofna hljómsveit saman, við höfum bara mjög gaman af þessu og við ætlum að hafa stemminguna á tónleikunum afslappaða og erum í mikilli nánd við áheyrendur,“ bætir Hreimur við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.