Lífið

Hrekkjavökugraskerin vinsælli nú en áður

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, með hrekkjavökugraskerin.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, með hrekkjavökugraskerin. fréttablaðið/daníel
„Það er mikill vöxtur í graskerssölu hér á landi. Áður fyrr voru þau alltaf svo stór en nú eru þau fáanleg minni og neytendavænni,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Hann stendur í ströngu þessa dagana við að selja grasker til að fullkomna hrekkjavöku landsmanna.

Áhugi landsmanna á hrekkjavökunni hefur aukist mikið á seinni árum og hefur sala á graskerum aukist samhliða því, samkvæmt sölutölum Hagkaups. „Við seljum svona fimm til sex tonn af graskerum á ári en graskerssalan fer nú að nálgast hámarkið,“ bætir Gunnar Ingi við.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru talsvert margar verslanir hér á landi sem selja grasker. Flest eru þau á stærð við fótbolta og vega frá tveimur kílóum og upp í fimm kíló. Fólk sker þau út og setur oft kerti inn í þau.

Allt árið um kring eru í sölu matargrasker sem eru minni en klassísku hrekkjavökugraskerin. „Þessi hefðbundnu hrekkjavökugrasker koma hingað til lands svona tveimur til þremur vikum fyrir hrekkjavöku,“ segir Gunnar Ingi að lokum.

graskersveisla





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.