Lífið

"Ég faðmaði strákana í landsliðinu"

Rúrik Gíslason knattspyrnumaður.
Rúrik Gíslason knattspyrnumaður.
Nafn? Rúrik Gíslason

Aldur? 25 ára

Starf? Knattspyrnumaður

Hvern faðmaðir þú síðast? Strákana í landsliðinu eftir leikinn á móti Noregi.

En kysstir? Ég kyssti mömmu og pabba bless í gær. Þau voru í heimsókn hjá mér yfir helgina fram á þriðjudag.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Sennilega mamma. Hún kemur sífellt á óvart með hinum ýmsu uppákomum. Geysir á Skólavörðustíg kom einnig skemmtilega á óvart í síðustu viku. Ég kíkti þar inn og fór svo sannarlega ekki tómhentur út.

Hvaða galla í eigin fari hefur þú umborið allt of lengi?

Þetta er erfið spurning. Ég reyni að umbera ekki gallana mína heldur laga þá um leið og ég tek eftir þeim.

Ertu hörundsár?

Nei, ég er með þykkan skráp. Það kemur sér oft vel.

Dansarðu þegar enginn sér til? Nei, lítið. Ég syng þeim mun meira.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Ég verð að passa á þessa og láta aðra dæma um það.

Hringirðu stundum í vælubílinn? Aldrei.

Tekurðu strætó?

Nei, hef ekki tekið strætó í mörg ár en ég hef notað lestar.

Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag?

Ekki miklum. Facebook-áhugi minn fer dvínandi. Ég hringi frekar í vini mína og fjölskyldu.

Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Ég heilsa þeim sem ég þekki. Mér finnst það vera almenn kurteisi. Ég man ekki eftir að hafa farið hjá mér.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig?

Ég er að lesa Biblíuna í rólegheitunum þessa dagana. Ég hugsa að það geti komið nokkrum vinum mínum á óvart.

Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina?

Vaska upp. Ég set frekar í uppþvottavélina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.