Lífið

UMTBS með hlustunarpartí

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ultra-Mega Technobandið Stefán stendur fyrir hlustunarpartíi á Harlem í kvöld.
Ultra-Mega Technobandið Stefán stendur fyrir hlustunarpartíi á Harlem í kvöld. mynd/hörður sveinsson
Hljómsveitin Ultra-Mega Technobandið Stefán stendur fyrir sérstöku forhlustunarpartíi á skemmtistaðnum Harlem í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar sem heitir !, verður spiluð klukkan 21.00 í hátalarakerfi hússins og er frítt inn í partíið.

„Á ! notumst við nær eingöngu við lifandi hljóðfæraupptökur en fyrsta platan okkar var nær eingöngu gerð úr forritavinnslu úr lúppum, töktum og elektrónískum, stafrænum verkfærum,“ segir Vignir Rafn Hilmarsson, meðlimur sveitarinnar.

Þá eru gestir hvattir til þess að koma með ananas eða í gulum klæðum sem minna á ananas en frítt Thule-léttöl verður í boði á meðan birgðir endast.

! er önnur plata sveitarinnar sem fylgir eftir plötunni Circus sem kom út fyrir fimm árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.