Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Topplið FH heimsækir ÍR-inga í Austurberg klukkan 20.00 og er eitt af þremur félögum sem geta setið í toppsætinu eftir kvöldið.
Hin tvö liðin eru mótherjar þeirra í ÍR og síðan Haukar sem skella sér norður og mæta Akureyri klukkan 19.00 í kvöld.
FH er með eins stigs forskot en jöfn í öðru til fimmta sæti eru Haukar, Fram, ÍBV og ÍR.
ÍBV og Fram mætast í lokaleik umferðarinnar í Eyjum á laugardaginn og þar gæti toppsætið einnig verið í boði falli úrslitin með þeim í kvöld.
Valsmenn enduðu þriggja leikja taphrinu sína í síðasta leik og heimsækja botnlið HK klukkan 19.30 í kvöld.
Þrjú lið eiga möguleika á toppsætinu eftir leiki kvöldsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn