Hvað þarf marga kennara til að skipta um peru? Hrafnkell Tumi Kolbeinsson skrifar 17. október 2013 06:00 Margir trúa því að framhaldsskólarnir gangi vel. Staðreyndin er hins vegar sú að við drögumst hratt aftur úr þeim þjóðum sem við miðum okkur við. Kannski er kominn tími til að tala um þá þjónustu sem við höfum efni á að veita miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru til verksins. Í málefnum framhaldsskólanna hefur mennta- og menningarmálaráðherra einkum talað fyrir kerfisbreytingum. Hann ber saman Ísland við óskilgreind „önnur lönd“ í OECD og talar um styttingu náms sem allsherjarlausn. Nemendur útskrifist fyrr og peningar sparist. Þessa umræðu er sjálfsagt að taka þótt það hafi oft verið gert en þá má ekki eingöngu bera saman það sem hentar og sleppa hinu. Uppbygging framhaldsskólanna er margbreytileg innan OECD-landanna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að hagræða í framhaldsskólunum áttunda árið í röð en á undanförnum árum hafa 12 milljarðar verið teknir út úr þeim varlega áætlað. Nú á að hagræða fyrir um einn og hálfan milljarð. Formaður Skólameistarafélags Íslands sagði í kvöldfréttum RÚV 2. september að þetta væri einfaldlega ekki hægt. Í yfirlýsingu frá KÍ sama dag er talað um aðför að framhaldsskólunum. Þessi sparnaður hefur aðallega fengist með því að hrúga fleiri nemendum í hópa. Nú á að halda áfram á þeirri braut. Áhugavert er að skoða þetta mál sérstaklega því oft er klifað á því að kjarasamningar kennara séu helsti dragbítur á framþróun í skólastarfi og því þurfi að losa um þá og „leyfa þeim að anda“ eins og einn stjórnmálamaður sagði við mig um daginn.Samningar ekki dragbítur Þegar betur er að gáð snúast þessar hugmyndir aðallega um að taka út vinnutímaskilgreiningar og seilast í þann tíma sem ætlaður er í undirbúning og yfirferð. Framhaldsskólakennarar hafa brennt sig á þessu. Þegar kjarasamningur var gerður 2001 voru álagsgreiðslur vegna hópastærða teknar út en fyrir þann tíma höfðu kennarar fengið álagsgreiðslur fyrir stóra hópa. Þannig fékk kennari 10% álag ef nemendafjöldinn varð meiri en 25 og 10% í viðbót bættust við ef nemendur voru fleiri en 28 en þó voru mörkin dregin við 31 nemanda. Eftir sem áður áttu viðmiðin að vera þau sömu og áréttaði mennta-og menningarmálaráðuneytið það í auglýsingu nr. 4/2001 en þó var tekið fram að leyfilegt væri að setja 25% fleiri nemendur í hópa umfram viðmiðin í undantekningartilvikum. Engu að síður varð reyndin sú að eftir að þessum álagsgreiðslum var hætt þá snarfjölgaði í hópum og undantekningin varð að meginreglu. Algengt er að settir séu vel yfir 30 nemendur í hópa. Kennari með alla sína hópa svona stóra hefði því árið 2000 fengið 20% hærri laun en hann fær í dag vegna hópaálags. Hér haldast hagsmunir kennara og nemenda í hendur. Allt tal um einstaklingsmiðað nám og þjónustu verður eins og hvert annað orðagjálfur þegar nemendur eru í svona risahópum. Kjarasamningar kennara eru ekki dragbítur á skólaþróun. Það er alveg sama hvað kerfið er gott ef ekki eru settir nauðsynlegir fjármunir í það. Laun framhaldsskólakennara eru nú 16% undir viðmiðunarstéttum í BHM. Reiðin stigmagnast hjá stéttinni og samningar eru lausir 31. janúar. Mikilvægt er að ráðamenn og aðrir geri sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir í framhaldsskólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Margir trúa því að framhaldsskólarnir gangi vel. Staðreyndin er hins vegar sú að við drögumst hratt aftur úr þeim þjóðum sem við miðum okkur við. Kannski er kominn tími til að tala um þá þjónustu sem við höfum efni á að veita miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru til verksins. Í málefnum framhaldsskólanna hefur mennta- og menningarmálaráðherra einkum talað fyrir kerfisbreytingum. Hann ber saman Ísland við óskilgreind „önnur lönd“ í OECD og talar um styttingu náms sem allsherjarlausn. Nemendur útskrifist fyrr og peningar sparist. Þessa umræðu er sjálfsagt að taka þótt það hafi oft verið gert en þá má ekki eingöngu bera saman það sem hentar og sleppa hinu. Uppbygging framhaldsskólanna er margbreytileg innan OECD-landanna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að hagræða í framhaldsskólunum áttunda árið í röð en á undanförnum árum hafa 12 milljarðar verið teknir út úr þeim varlega áætlað. Nú á að hagræða fyrir um einn og hálfan milljarð. Formaður Skólameistarafélags Íslands sagði í kvöldfréttum RÚV 2. september að þetta væri einfaldlega ekki hægt. Í yfirlýsingu frá KÍ sama dag er talað um aðför að framhaldsskólunum. Þessi sparnaður hefur aðallega fengist með því að hrúga fleiri nemendum í hópa. Nú á að halda áfram á þeirri braut. Áhugavert er að skoða þetta mál sérstaklega því oft er klifað á því að kjarasamningar kennara séu helsti dragbítur á framþróun í skólastarfi og því þurfi að losa um þá og „leyfa þeim að anda“ eins og einn stjórnmálamaður sagði við mig um daginn.Samningar ekki dragbítur Þegar betur er að gáð snúast þessar hugmyndir aðallega um að taka út vinnutímaskilgreiningar og seilast í þann tíma sem ætlaður er í undirbúning og yfirferð. Framhaldsskólakennarar hafa brennt sig á þessu. Þegar kjarasamningur var gerður 2001 voru álagsgreiðslur vegna hópastærða teknar út en fyrir þann tíma höfðu kennarar fengið álagsgreiðslur fyrir stóra hópa. Þannig fékk kennari 10% álag ef nemendafjöldinn varð meiri en 25 og 10% í viðbót bættust við ef nemendur voru fleiri en 28 en þó voru mörkin dregin við 31 nemanda. Eftir sem áður áttu viðmiðin að vera þau sömu og áréttaði mennta-og menningarmálaráðuneytið það í auglýsingu nr. 4/2001 en þó var tekið fram að leyfilegt væri að setja 25% fleiri nemendur í hópa umfram viðmiðin í undantekningartilvikum. Engu að síður varð reyndin sú að eftir að þessum álagsgreiðslum var hætt þá snarfjölgaði í hópum og undantekningin varð að meginreglu. Algengt er að settir séu vel yfir 30 nemendur í hópa. Kennari með alla sína hópa svona stóra hefði því árið 2000 fengið 20% hærri laun en hann fær í dag vegna hópaálags. Hér haldast hagsmunir kennara og nemenda í hendur. Allt tal um einstaklingsmiðað nám og þjónustu verður eins og hvert annað orðagjálfur þegar nemendur eru í svona risahópum. Kjarasamningar kennara eru ekki dragbítur á skólaþróun. Það er alveg sama hvað kerfið er gott ef ekki eru settir nauðsynlegir fjármunir í það. Laun framhaldsskólakennara eru nú 16% undir viðmiðunarstéttum í BHM. Reiðin stigmagnast hjá stéttinni og samningar eru lausir 31. janúar. Mikilvægt er að ráðamenn og aðrir geri sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir í framhaldsskólunum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar