Hvað þarf marga kennara til að skipta um peru? Hrafnkell Tumi Kolbeinsson skrifar 17. október 2013 06:00 Margir trúa því að framhaldsskólarnir gangi vel. Staðreyndin er hins vegar sú að við drögumst hratt aftur úr þeim þjóðum sem við miðum okkur við. Kannski er kominn tími til að tala um þá þjónustu sem við höfum efni á að veita miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru til verksins. Í málefnum framhaldsskólanna hefur mennta- og menningarmálaráðherra einkum talað fyrir kerfisbreytingum. Hann ber saman Ísland við óskilgreind „önnur lönd“ í OECD og talar um styttingu náms sem allsherjarlausn. Nemendur útskrifist fyrr og peningar sparist. Þessa umræðu er sjálfsagt að taka þótt það hafi oft verið gert en þá má ekki eingöngu bera saman það sem hentar og sleppa hinu. Uppbygging framhaldsskólanna er margbreytileg innan OECD-landanna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að hagræða í framhaldsskólunum áttunda árið í röð en á undanförnum árum hafa 12 milljarðar verið teknir út úr þeim varlega áætlað. Nú á að hagræða fyrir um einn og hálfan milljarð. Formaður Skólameistarafélags Íslands sagði í kvöldfréttum RÚV 2. september að þetta væri einfaldlega ekki hægt. Í yfirlýsingu frá KÍ sama dag er talað um aðför að framhaldsskólunum. Þessi sparnaður hefur aðallega fengist með því að hrúga fleiri nemendum í hópa. Nú á að halda áfram á þeirri braut. Áhugavert er að skoða þetta mál sérstaklega því oft er klifað á því að kjarasamningar kennara séu helsti dragbítur á framþróun í skólastarfi og því þurfi að losa um þá og „leyfa þeim að anda“ eins og einn stjórnmálamaður sagði við mig um daginn.Samningar ekki dragbítur Þegar betur er að gáð snúast þessar hugmyndir aðallega um að taka út vinnutímaskilgreiningar og seilast í þann tíma sem ætlaður er í undirbúning og yfirferð. Framhaldsskólakennarar hafa brennt sig á þessu. Þegar kjarasamningur var gerður 2001 voru álagsgreiðslur vegna hópastærða teknar út en fyrir þann tíma höfðu kennarar fengið álagsgreiðslur fyrir stóra hópa. Þannig fékk kennari 10% álag ef nemendafjöldinn varð meiri en 25 og 10% í viðbót bættust við ef nemendur voru fleiri en 28 en þó voru mörkin dregin við 31 nemanda. Eftir sem áður áttu viðmiðin að vera þau sömu og áréttaði mennta-og menningarmálaráðuneytið það í auglýsingu nr. 4/2001 en þó var tekið fram að leyfilegt væri að setja 25% fleiri nemendur í hópa umfram viðmiðin í undantekningartilvikum. Engu að síður varð reyndin sú að eftir að þessum álagsgreiðslum var hætt þá snarfjölgaði í hópum og undantekningin varð að meginreglu. Algengt er að settir séu vel yfir 30 nemendur í hópa. Kennari með alla sína hópa svona stóra hefði því árið 2000 fengið 20% hærri laun en hann fær í dag vegna hópaálags. Hér haldast hagsmunir kennara og nemenda í hendur. Allt tal um einstaklingsmiðað nám og þjónustu verður eins og hvert annað orðagjálfur þegar nemendur eru í svona risahópum. Kjarasamningar kennara eru ekki dragbítur á skólaþróun. Það er alveg sama hvað kerfið er gott ef ekki eru settir nauðsynlegir fjármunir í það. Laun framhaldsskólakennara eru nú 16% undir viðmiðunarstéttum í BHM. Reiðin stigmagnast hjá stéttinni og samningar eru lausir 31. janúar. Mikilvægt er að ráðamenn og aðrir geri sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir í framhaldsskólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Margir trúa því að framhaldsskólarnir gangi vel. Staðreyndin er hins vegar sú að við drögumst hratt aftur úr þeim þjóðum sem við miðum okkur við. Kannski er kominn tími til að tala um þá þjónustu sem við höfum efni á að veita miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru til verksins. Í málefnum framhaldsskólanna hefur mennta- og menningarmálaráðherra einkum talað fyrir kerfisbreytingum. Hann ber saman Ísland við óskilgreind „önnur lönd“ í OECD og talar um styttingu náms sem allsherjarlausn. Nemendur útskrifist fyrr og peningar sparist. Þessa umræðu er sjálfsagt að taka þótt það hafi oft verið gert en þá má ekki eingöngu bera saman það sem hentar og sleppa hinu. Uppbygging framhaldsskólanna er margbreytileg innan OECD-landanna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að hagræða í framhaldsskólunum áttunda árið í röð en á undanförnum árum hafa 12 milljarðar verið teknir út úr þeim varlega áætlað. Nú á að hagræða fyrir um einn og hálfan milljarð. Formaður Skólameistarafélags Íslands sagði í kvöldfréttum RÚV 2. september að þetta væri einfaldlega ekki hægt. Í yfirlýsingu frá KÍ sama dag er talað um aðför að framhaldsskólunum. Þessi sparnaður hefur aðallega fengist með því að hrúga fleiri nemendum í hópa. Nú á að halda áfram á þeirri braut. Áhugavert er að skoða þetta mál sérstaklega því oft er klifað á því að kjarasamningar kennara séu helsti dragbítur á framþróun í skólastarfi og því þurfi að losa um þá og „leyfa þeim að anda“ eins og einn stjórnmálamaður sagði við mig um daginn.Samningar ekki dragbítur Þegar betur er að gáð snúast þessar hugmyndir aðallega um að taka út vinnutímaskilgreiningar og seilast í þann tíma sem ætlaður er í undirbúning og yfirferð. Framhaldsskólakennarar hafa brennt sig á þessu. Þegar kjarasamningur var gerður 2001 voru álagsgreiðslur vegna hópastærða teknar út en fyrir þann tíma höfðu kennarar fengið álagsgreiðslur fyrir stóra hópa. Þannig fékk kennari 10% álag ef nemendafjöldinn varð meiri en 25 og 10% í viðbót bættust við ef nemendur voru fleiri en 28 en þó voru mörkin dregin við 31 nemanda. Eftir sem áður áttu viðmiðin að vera þau sömu og áréttaði mennta-og menningarmálaráðuneytið það í auglýsingu nr. 4/2001 en þó var tekið fram að leyfilegt væri að setja 25% fleiri nemendur í hópa umfram viðmiðin í undantekningartilvikum. Engu að síður varð reyndin sú að eftir að þessum álagsgreiðslum var hætt þá snarfjölgaði í hópum og undantekningin varð að meginreglu. Algengt er að settir séu vel yfir 30 nemendur í hópa. Kennari með alla sína hópa svona stóra hefði því árið 2000 fengið 20% hærri laun en hann fær í dag vegna hópaálags. Hér haldast hagsmunir kennara og nemenda í hendur. Allt tal um einstaklingsmiðað nám og þjónustu verður eins og hvert annað orðagjálfur þegar nemendur eru í svona risahópum. Kjarasamningar kennara eru ekki dragbítur á skólaþróun. Það er alveg sama hvað kerfið er gott ef ekki eru settir nauðsynlegir fjármunir í það. Laun framhaldsskólakennara eru nú 16% undir viðmiðunarstéttum í BHM. Reiðin stigmagnast hjá stéttinni og samningar eru lausir 31. janúar. Mikilvægt er að ráðamenn og aðrir geri sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir í framhaldsskólunum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun