Auðmýkt vísindanna Dominique Plédel Jónsson skrifar 17. október 2013 06:00 Nýlega stóð „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur“ fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“. Fyrirlesarar voru þrír hámenntaðir vísindamenn á sviði erfðatækni; plöntusjúkdómafræði, sameindalíffræði, sameindaerfðafræði, lífefnafræði og frumulíffræði, með áratuga reynslu í notkun erfðatækni, ritun ritrýndra vísindagreina og hafa þeir unnið hjá lykilstofnunum sem hafa með þetta málefni að gera. Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna, það er voru það áhugasamir að þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða námi til að fræðast. Enginn íslenskur vísindamaður mætti til að taka þátt í umræðunni við þessa jafningja sína. Ég leyfi mér að spyrja spurninga þegar íslensku vísindamennirnir tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið fullyrt til dæmis að engin rannsókn („ég þori að fullyrða, engin rannsókn“ – Jón Hallsteinn Hallsson, Morgunútvarpi Rásar 2, þ. 4.10) hafi sýnt fram á það að erfðabreytt matvæli séu hættuleg fyrir heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn G.E. Séralinis sem var birt í september 2012 og sýndi fram á eitrunaráhrif frá erfðabreyttum maís og skordýraeitrinu Roundup (þar sem notuð var sama aðferðafræði og líftæknifyrirtækin nota, þar með talið Monsanto, nema að Séralini lét rannsóknina standa í tvö ár í stað 90 daga og mældi fleiri þætti), þá afgreiða vísindamenn hana hér heima í viðtali hjá RÚV með því að segja: „Séralini er þekktur fyrir að vera óheiðarlegur og óvandaður“. Erlendir vísindamenn hafa verið kærðir fyrir minni ummæli og dæmdir. Svo er rannsóknin afdráttarlaust dæmd „ómarktæk“ því svo margir í heiminum gagnrýndu hana.Milljónir evra í rannsókn En það gleymist í þessu að ESB og franska ríkisstjórnin hafa nú lagt milljónir evra í að láta vinna rannsókn á þessum sama grunni, sem er staðfesting á því að margar spurningar vöknuðu við þessa rannsókn sem þarf að svara og nú einnig varðandi æxlismyndun en ekki eingöngu eiturefnarannsókn eins og Séralini gerði. Sömuleiðis eru vísindamenn að svara gagnrýni á erfðabreytt matvæli með því að verja erfðabreytingar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í dag framleitt með erfðatækni en ekki lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það með matvæli að gera? Það er vísvitandi verið að blanda tvennu gjörólíku saman. Þeir sem vilja að varúð sé í fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi erfðabreyttrar ræktunar og matvæla hafa ekki skipt sér af því sem er unnið í rannsóknastofum í lækningaskyni. Það er á mörkum heiðarleika að hamra á þessum rökum. Á sínum tíma var ég í blaðagrein og viðtali við einn vísindamanna talin óhæf um að tjá mig um erfðabreyttar lífverur því ég væri ekki vísindamaður. Nú vil ég skora á vísindamenn sem hafa ekki sparað alhæfingarnar um þetta mál að gefa sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru vísindi alhæfingar án möguleika á að menn hafi rangt fyrir sér? Var ekki alhæft að reykingar væru með öllu skaðlausar sem nú hefur verið sannað og almenn vitneskja er um að séu skaðlegar? Er ekki grunnur vísindanna að spyrja gagnrýninna spurninga? Að byrja á því að hafa efasemdir? Að ekki sé allt svart eða hvítt? Fara vísindin ekki fram með því að ræða um málefni og verkefni? Þegar ekki einn einasti þeirra vísindamanna sem tala fyrir erfðabreyttri ræktun og matvælum telur sér fært að mæta á málþing um málefni sem er þeim mikið tilfinningamál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir fram það sem á að vera í fyrirlestrum sem erlendir kollegar þeirra halda – þá eru þeir búnir að afsala sér þeim rétti að koma fram í fjölmiðlum og alhæfa að erfðabreyttar lífverur „séu með öllu skaðlausar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega stóð „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur“ fyrir ráðstefnu sem bar heitið „Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær“. Fyrirlesarar voru þrír hámenntaðir vísindamenn á sviði erfðatækni; plöntusjúkdómafræði, sameindalíffræði, sameindaerfðafræði, lífefnafræði og frumulíffræði, með áratuga reynslu í notkun erfðatækni, ritun ritrýndra vísindagreina og hafa þeir unnið hjá lykilstofnunum sem hafa með þetta málefni að gera. Á annað hundrað manns mættu á ráðstefnuna, það er voru það áhugasamir að þeir tóku hálfan dag frá vinnu eða námi til að fræðast. Enginn íslenskur vísindamaður mætti til að taka þátt í umræðunni við þessa jafningja sína. Ég leyfi mér að spyrja spurninga þegar íslensku vísindamennirnir tjá sig í fjölmiðlum. Þar hefur verið fullyrt til dæmis að engin rannsókn („ég þori að fullyrða, engin rannsókn“ – Jón Hallsteinn Hallsson, Morgunútvarpi Rásar 2, þ. 4.10) hafi sýnt fram á það að erfðabreytt matvæli séu hættuleg fyrir heilsuna. Þegar vísað er í rannsókn G.E. Séralinis sem var birt í september 2012 og sýndi fram á eitrunaráhrif frá erfðabreyttum maís og skordýraeitrinu Roundup (þar sem notuð var sama aðferðafræði og líftæknifyrirtækin nota, þar með talið Monsanto, nema að Séralini lét rannsóknina standa í tvö ár í stað 90 daga og mældi fleiri þætti), þá afgreiða vísindamenn hana hér heima í viðtali hjá RÚV með því að segja: „Séralini er þekktur fyrir að vera óheiðarlegur og óvandaður“. Erlendir vísindamenn hafa verið kærðir fyrir minni ummæli og dæmdir. Svo er rannsóknin afdráttarlaust dæmd „ómarktæk“ því svo margir í heiminum gagnrýndu hana.Milljónir evra í rannsókn En það gleymist í þessu að ESB og franska ríkisstjórnin hafa nú lagt milljónir evra í að láta vinna rannsókn á þessum sama grunni, sem er staðfesting á því að margar spurningar vöknuðu við þessa rannsókn sem þarf að svara og nú einnig varðandi æxlismyndun en ekki eingöngu eiturefnarannsókn eins og Séralini gerði. Sömuleiðis eru vísindamenn að svara gagnrýni á erfðabreytt matvæli með því að verja erfðabreytingar í læknis- og lyfjafræði. Insúlín er í dag framleitt með erfðatækni en ekki lengur „úr blóði sláturdýra“. Hver hefur gagnrýnt það? Hvað hefur það með matvæli að gera? Það er vísvitandi verið að blanda tvennu gjörólíku saman. Þeir sem vilja að varúð sé í fyrirrúmi á meðan vísindamenn eru ekki sammála um skaðsemi erfðabreyttrar ræktunar og matvæla hafa ekki skipt sér af því sem er unnið í rannsóknastofum í lækningaskyni. Það er á mörkum heiðarleika að hamra á þessum rökum. Á sínum tíma var ég í blaðagrein og viðtali við einn vísindamanna talin óhæf um að tjá mig um erfðabreyttar lífverur því ég væri ekki vísindamaður. Nú vil ég skora á vísindamenn sem hafa ekki sparað alhæfingarnar um þetta mál að gefa sér tíma til að hugleiða aðeins. Eru vísindi alhæfingar án möguleika á að menn hafi rangt fyrir sér? Var ekki alhæft að reykingar væru með öllu skaðlausar sem nú hefur verið sannað og almenn vitneskja er um að séu skaðlegar? Er ekki grunnur vísindanna að spyrja gagnrýninna spurninga? Að byrja á því að hafa efasemdir? Að ekki sé allt svart eða hvítt? Fara vísindin ekki fram með því að ræða um málefni og verkefni? Þegar ekki einn einasti þeirra vísindamanna sem tala fyrir erfðabreyttri ræktun og matvælum telur sér fært að mæta á málþing um málefni sem er þeim mikið tilfinningamál – og leyfa sér að gagnrýna fyrir fram það sem á að vera í fyrirlestrum sem erlendir kollegar þeirra halda – þá eru þeir búnir að afsala sér þeim rétti að koma fram í fjölmiðlum og alhæfa að erfðabreyttar lífverur „séu með öllu skaðlausar“.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar