Launin eru ekki boðleg Lis Ruth Klörudóttir skrifar 14. október 2013 07:00 Í kjölfar baráttufundar kennara sem haldinn var 25. september síðastliðinn fóru margar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Eftir þennan fund gekk ég verulega stolt út. Ég fór að hugsa um allt það sem gerir kennarastarfið spennandi, gefandi og skemmtilegt. Á hverjum degi mætir maður nýjum krefjandi verkefnum og það gerir starfið svo eftirsóknarvert. Allt snýst þetta um að leiðbeina og vinna með börnunum okkar sem erfa eiga landið. Það veitir mér ótrúlega mikla gleði þegar ég sé nemendur mína þroskast og dafna og veit jafnframt að kannski eigum við kennarar einhvern þátt í því að þeim farnast vel á lífsleiðinni. Unga fólkið okkar er það verðmætasta í okkar samfélagi og okkar framtíð. Okkur ber að hlúa vel að því. Ég ætla ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að vera kennari. Daglega tekst ég á við ný verkefni með frábæru samstarfsfólki og við reynum að finna lausnir saman. Oft er talað um að fólk sem vinnur við kennslustörf sé hugsjónafólk og það get ég svo sannarlega staðfest þar sem ég umgengst þetta fólk á hverjum degi. Varla eru það launin sem draga fólk að þessum störfum.Minna virði Hvers vegna er það svo allt annar handleggur þegar starfið felst í umsýslu peninga eða verðbréfa? Það er einkennilegt að í okkar samfélagi virðist það vera metið meira að verðleikum, að passa upp á peninga en börnin okkar. Kennaranám er í dag orðið fimm ára háskólanám. Hvers vegna er það minna virði en til dæmis viðskiptafræði? Þegar ég hóf mitt nám vissi ég alltaf að ég yrði ekki rík en ég vissi að ég væri að fara út í eitthvað sem ætti við mig og mér þætti skemmtilegt. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að launin yrðu svo lág að ég gæti ekki framfleytt mér og börnum mínum! Hvers vegna er mín menntun minna virði en menntun tengt viðskiptum og peningum? Umsóknum í almennt kennaranám hefur snarlega fækkað. Við vitum öll hvers vegna. Launin eru ekki boðleg nokkrum manni eftir fimm ára nám í háskóla. Viljum við missa allt okkar velmenntaða og góða fagfólk úr skólunum yfir til viðskipta- og fjármálafyrirtækja? Eiga börnin okkar ekki rétt á góðri menntun? Þessu þarf að breyta snarlega. Oft heyrir maður kennara tala um að þeir skammist sín fyrir að nefna þá upphæð sem þeir fá í launaumslaginu um hver mánaðamót. Með réttu ættu þeir sem borga okkur launin að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar baráttufundar kennara sem haldinn var 25. september síðastliðinn fóru margar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Eftir þennan fund gekk ég verulega stolt út. Ég fór að hugsa um allt það sem gerir kennarastarfið spennandi, gefandi og skemmtilegt. Á hverjum degi mætir maður nýjum krefjandi verkefnum og það gerir starfið svo eftirsóknarvert. Allt snýst þetta um að leiðbeina og vinna með börnunum okkar sem erfa eiga landið. Það veitir mér ótrúlega mikla gleði þegar ég sé nemendur mína þroskast og dafna og veit jafnframt að kannski eigum við kennarar einhvern þátt í því að þeim farnast vel á lífsleiðinni. Unga fólkið okkar er það verðmætasta í okkar samfélagi og okkar framtíð. Okkur ber að hlúa vel að því. Ég ætla ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að vera kennari. Daglega tekst ég á við ný verkefni með frábæru samstarfsfólki og við reynum að finna lausnir saman. Oft er talað um að fólk sem vinnur við kennslustörf sé hugsjónafólk og það get ég svo sannarlega staðfest þar sem ég umgengst þetta fólk á hverjum degi. Varla eru það launin sem draga fólk að þessum störfum.Minna virði Hvers vegna er það svo allt annar handleggur þegar starfið felst í umsýslu peninga eða verðbréfa? Það er einkennilegt að í okkar samfélagi virðist það vera metið meira að verðleikum, að passa upp á peninga en börnin okkar. Kennaranám er í dag orðið fimm ára háskólanám. Hvers vegna er það minna virði en til dæmis viðskiptafræði? Þegar ég hóf mitt nám vissi ég alltaf að ég yrði ekki rík en ég vissi að ég væri að fara út í eitthvað sem ætti við mig og mér þætti skemmtilegt. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að launin yrðu svo lág að ég gæti ekki framfleytt mér og börnum mínum! Hvers vegna er mín menntun minna virði en menntun tengt viðskiptum og peningum? Umsóknum í almennt kennaranám hefur snarlega fækkað. Við vitum öll hvers vegna. Launin eru ekki boðleg nokkrum manni eftir fimm ára nám í háskóla. Viljum við missa allt okkar velmenntaða og góða fagfólk úr skólunum yfir til viðskipta- og fjármálafyrirtækja? Eiga börnin okkar ekki rétt á góðri menntun? Þessu þarf að breyta snarlega. Oft heyrir maður kennara tala um að þeir skammist sín fyrir að nefna þá upphæð sem þeir fá í launaumslaginu um hver mánaðamót. Með réttu ættu þeir sem borga okkur launin að skammast sín.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar