Leggjum EKKI sæstreng til Bretlands! Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. október 2013 07:00 Meðal einkenna nýlendna og hálfnýlendna er útflutningur á hrávöru, hátt hlutfall erlendra fjárfestinga og auðveldur aðgangur erlendra auðhringa að auðlindum viðkomandi lands. Þessi einkenni setja mark sitt nokkuð sterklega á íslenskt hagkerfi og markvert er hve stjórnmálaflokkar auðstéttarinnar eru sammála um að auka þessi nýlendueinkenni í hagkerfinu. Og í þeim sama anda setti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sína 2010 að Ísland gæti „virkjað sig út úr vandanum“. Þetta féll ekki í góðan jarðveg enda er vaxandi vitund hjá þjóðinni um að láta ekki ráðstafa auðlindunum út úr höndunum á sér í snatri fyrir ætlaðan skjótfenginn gróða. Enda er fjöldi auðmanna sem situr um að hirða slíkan gróða. Íslandsbanki hefur til dæmis undanfarin ár haft áform um að fjármagna tvöföldun raforkuframleiðslu til ársins 2024. Með því væri búið að ráðstafa allri virkjanlegri orku í landinu og bankaklíkan hirti gróðann. En atvinnuþróun á Íslandi yrði sett í spennitreyju. Besta leiðin til að þjóðin fái arðinn af þessari auðlind sem hún á sameiginlega er með hægri uppbyggingu í takt við þörf innanlands, án skuldasöfnunar og með lágu orkuverði til almennings.Rotin gulrót Á síðasta ári fóru svo að verða ágengar hugmyndir um að leggja sæstreng til Bretlands til að flytja út orku. Þessar hugmyndir fengu stuðning þáverandi ráðherra málaflokksins, Steingríms J. Þetta mál hefur verið knúið áfram af vaxandi þunga undanfarið og í Fréttablaðinu 4. september skrifar Jón Steinson grein því til stuðnings. Gulrótin er kunnugleg. Ádráttur um ávísun í pósti, 130.000 á mann á ári. En eins og rakið hefur verið hér að framan myndi hún aldrei skila sér. Hins vegar myndi hækkun á raforkuverði til almennings skila sér og líklega mun ríkulegar en Jón gerir ráð fyrir. REI-málið og fjöldi annarra dæma sýna að umsvif af þessu tagi eru upplögð til að einkavæða gróðann en velta skuldunum yfir á almenning. Aðrar forsendur Jóns eru jafn hæpnar. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá sérfræðingum að ýmsar tæknilegar lausnir eigi nokkuð í land og kostnaður verulega óljós. Þó hafa komið fram tölur á bilinu 350-500 milljarðar miðað við 1000 MW streng. Miðað við efri mörkin sem oftast eru nær lagi og að arðsemiskrafa og rekstrarkostnaður séu um 15% er árlegur kostnaður um 75 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að afhentar verði fimm teravattstundir á ári þegar tillit hefur verið tekið til vannýtingar og orkutaps í strengnum verður kostnaður á hverja MWh 125 dollarar en ekki fjörutíu eins og Jón slær fram. Þá verður lítið eftir til að borga fyrir orkuframleiðsluna ef kaupandi borgar 150 dollara á MWh.Áhrif sæstrengsins Hvort sem mínar forsendur eða Jóns eru réttari eru nokkur atriði sem slá má föstum um sæstrenginn: Raforkuverð til almenning mun hækka umtalsvert og enginn hagnaðartékki kemur á móti. Landsvirkjun mun ekki eiga strenginn en hann verður ekki lagður nema fyrir liggi bindandi samningur um lágmarksnýtingu. Þrýstingur verður því mikill á auknar virkjanir því 1000 MW samsvara einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun og áfram verður að vera umframorka í kerfinu. Svo er líklegt að fljótlega verði þrýst á að leggja annan streng við hliðina til hagræðingar og enn fleiri virkjanir í kjölfarið. Landsvirkjun yrði háð orkusölu um strenginn og þá væru yfirráð yfir auðlindunum komin í hendur – ja, í hendur hverra? Jafnvel þótt tap verði á fyrirbærinu mun hópur manna taka skuldsettan „gróða“ til sín en velta skuldunum yfir á almenning. Loks hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að rafsegulsvið kringum strenginn geti haft mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á lífríki sjávar. Þetta eitt ætti að nægja til að slá svona ævintýramennsku út af borðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Meðal einkenna nýlendna og hálfnýlendna er útflutningur á hrávöru, hátt hlutfall erlendra fjárfestinga og auðveldur aðgangur erlendra auðhringa að auðlindum viðkomandi lands. Þessi einkenni setja mark sitt nokkuð sterklega á íslenskt hagkerfi og markvert er hve stjórnmálaflokkar auðstéttarinnar eru sammála um að auka þessi nýlendueinkenni í hagkerfinu. Og í þeim sama anda setti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sína 2010 að Ísland gæti „virkjað sig út úr vandanum“. Þetta féll ekki í góðan jarðveg enda er vaxandi vitund hjá þjóðinni um að láta ekki ráðstafa auðlindunum út úr höndunum á sér í snatri fyrir ætlaðan skjótfenginn gróða. Enda er fjöldi auðmanna sem situr um að hirða slíkan gróða. Íslandsbanki hefur til dæmis undanfarin ár haft áform um að fjármagna tvöföldun raforkuframleiðslu til ársins 2024. Með því væri búið að ráðstafa allri virkjanlegri orku í landinu og bankaklíkan hirti gróðann. En atvinnuþróun á Íslandi yrði sett í spennitreyju. Besta leiðin til að þjóðin fái arðinn af þessari auðlind sem hún á sameiginlega er með hægri uppbyggingu í takt við þörf innanlands, án skuldasöfnunar og með lágu orkuverði til almennings.Rotin gulrót Á síðasta ári fóru svo að verða ágengar hugmyndir um að leggja sæstreng til Bretlands til að flytja út orku. Þessar hugmyndir fengu stuðning þáverandi ráðherra málaflokksins, Steingríms J. Þetta mál hefur verið knúið áfram af vaxandi þunga undanfarið og í Fréttablaðinu 4. september skrifar Jón Steinson grein því til stuðnings. Gulrótin er kunnugleg. Ádráttur um ávísun í pósti, 130.000 á mann á ári. En eins og rakið hefur verið hér að framan myndi hún aldrei skila sér. Hins vegar myndi hækkun á raforkuverði til almennings skila sér og líklega mun ríkulegar en Jón gerir ráð fyrir. REI-málið og fjöldi annarra dæma sýna að umsvif af þessu tagi eru upplögð til að einkavæða gróðann en velta skuldunum yfir á almenning. Aðrar forsendur Jóns eru jafn hæpnar. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá sérfræðingum að ýmsar tæknilegar lausnir eigi nokkuð í land og kostnaður verulega óljós. Þó hafa komið fram tölur á bilinu 350-500 milljarðar miðað við 1000 MW streng. Miðað við efri mörkin sem oftast eru nær lagi og að arðsemiskrafa og rekstrarkostnaður séu um 15% er árlegur kostnaður um 75 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að afhentar verði fimm teravattstundir á ári þegar tillit hefur verið tekið til vannýtingar og orkutaps í strengnum verður kostnaður á hverja MWh 125 dollarar en ekki fjörutíu eins og Jón slær fram. Þá verður lítið eftir til að borga fyrir orkuframleiðsluna ef kaupandi borgar 150 dollara á MWh.Áhrif sæstrengsins Hvort sem mínar forsendur eða Jóns eru réttari eru nokkur atriði sem slá má föstum um sæstrenginn: Raforkuverð til almenning mun hækka umtalsvert og enginn hagnaðartékki kemur á móti. Landsvirkjun mun ekki eiga strenginn en hann verður ekki lagður nema fyrir liggi bindandi samningur um lágmarksnýtingu. Þrýstingur verður því mikill á auknar virkjanir því 1000 MW samsvara einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun og áfram verður að vera umframorka í kerfinu. Svo er líklegt að fljótlega verði þrýst á að leggja annan streng við hliðina til hagræðingar og enn fleiri virkjanir í kjölfarið. Landsvirkjun yrði háð orkusölu um strenginn og þá væru yfirráð yfir auðlindunum komin í hendur – ja, í hendur hverra? Jafnvel þótt tap verði á fyrirbærinu mun hópur manna taka skuldsettan „gróða“ til sín en velta skuldunum yfir á almenning. Loks hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að rafsegulsvið kringum strenginn geti haft mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á lífríki sjávar. Þetta eitt ætti að nægja til að slá svona ævintýramennsku út af borðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar