Leggjum EKKI sæstreng til Bretlands! Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. október 2013 07:00 Meðal einkenna nýlendna og hálfnýlendna er útflutningur á hrávöru, hátt hlutfall erlendra fjárfestinga og auðveldur aðgangur erlendra auðhringa að auðlindum viðkomandi lands. Þessi einkenni setja mark sitt nokkuð sterklega á íslenskt hagkerfi og markvert er hve stjórnmálaflokkar auðstéttarinnar eru sammála um að auka þessi nýlendueinkenni í hagkerfinu. Og í þeim sama anda setti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sína 2010 að Ísland gæti „virkjað sig út úr vandanum“. Þetta féll ekki í góðan jarðveg enda er vaxandi vitund hjá þjóðinni um að láta ekki ráðstafa auðlindunum út úr höndunum á sér í snatri fyrir ætlaðan skjótfenginn gróða. Enda er fjöldi auðmanna sem situr um að hirða slíkan gróða. Íslandsbanki hefur til dæmis undanfarin ár haft áform um að fjármagna tvöföldun raforkuframleiðslu til ársins 2024. Með því væri búið að ráðstafa allri virkjanlegri orku í landinu og bankaklíkan hirti gróðann. En atvinnuþróun á Íslandi yrði sett í spennitreyju. Besta leiðin til að þjóðin fái arðinn af þessari auðlind sem hún á sameiginlega er með hægri uppbyggingu í takt við þörf innanlands, án skuldasöfnunar og með lágu orkuverði til almennings.Rotin gulrót Á síðasta ári fóru svo að verða ágengar hugmyndir um að leggja sæstreng til Bretlands til að flytja út orku. Þessar hugmyndir fengu stuðning þáverandi ráðherra málaflokksins, Steingríms J. Þetta mál hefur verið knúið áfram af vaxandi þunga undanfarið og í Fréttablaðinu 4. september skrifar Jón Steinson grein því til stuðnings. Gulrótin er kunnugleg. Ádráttur um ávísun í pósti, 130.000 á mann á ári. En eins og rakið hefur verið hér að framan myndi hún aldrei skila sér. Hins vegar myndi hækkun á raforkuverði til almennings skila sér og líklega mun ríkulegar en Jón gerir ráð fyrir. REI-málið og fjöldi annarra dæma sýna að umsvif af þessu tagi eru upplögð til að einkavæða gróðann en velta skuldunum yfir á almenning. Aðrar forsendur Jóns eru jafn hæpnar. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá sérfræðingum að ýmsar tæknilegar lausnir eigi nokkuð í land og kostnaður verulega óljós. Þó hafa komið fram tölur á bilinu 350-500 milljarðar miðað við 1000 MW streng. Miðað við efri mörkin sem oftast eru nær lagi og að arðsemiskrafa og rekstrarkostnaður séu um 15% er árlegur kostnaður um 75 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að afhentar verði fimm teravattstundir á ári þegar tillit hefur verið tekið til vannýtingar og orkutaps í strengnum verður kostnaður á hverja MWh 125 dollarar en ekki fjörutíu eins og Jón slær fram. Þá verður lítið eftir til að borga fyrir orkuframleiðsluna ef kaupandi borgar 150 dollara á MWh.Áhrif sæstrengsins Hvort sem mínar forsendur eða Jóns eru réttari eru nokkur atriði sem slá má föstum um sæstrenginn: Raforkuverð til almenning mun hækka umtalsvert og enginn hagnaðartékki kemur á móti. Landsvirkjun mun ekki eiga strenginn en hann verður ekki lagður nema fyrir liggi bindandi samningur um lágmarksnýtingu. Þrýstingur verður því mikill á auknar virkjanir því 1000 MW samsvara einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun og áfram verður að vera umframorka í kerfinu. Svo er líklegt að fljótlega verði þrýst á að leggja annan streng við hliðina til hagræðingar og enn fleiri virkjanir í kjölfarið. Landsvirkjun yrði háð orkusölu um strenginn og þá væru yfirráð yfir auðlindunum komin í hendur – ja, í hendur hverra? Jafnvel þótt tap verði á fyrirbærinu mun hópur manna taka skuldsettan „gróða“ til sín en velta skuldunum yfir á almenning. Loks hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að rafsegulsvið kringum strenginn geti haft mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á lífríki sjávar. Þetta eitt ætti að nægja til að slá svona ævintýramennsku út af borðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Meðal einkenna nýlendna og hálfnýlendna er útflutningur á hrávöru, hátt hlutfall erlendra fjárfestinga og auðveldur aðgangur erlendra auðhringa að auðlindum viðkomandi lands. Þessi einkenni setja mark sitt nokkuð sterklega á íslenskt hagkerfi og markvert er hve stjórnmálaflokkar auðstéttarinnar eru sammála um að auka þessi nýlendueinkenni í hagkerfinu. Og í þeim sama anda setti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sína 2010 að Ísland gæti „virkjað sig út úr vandanum“. Þetta féll ekki í góðan jarðveg enda er vaxandi vitund hjá þjóðinni um að láta ekki ráðstafa auðlindunum út úr höndunum á sér í snatri fyrir ætlaðan skjótfenginn gróða. Enda er fjöldi auðmanna sem situr um að hirða slíkan gróða. Íslandsbanki hefur til dæmis undanfarin ár haft áform um að fjármagna tvöföldun raforkuframleiðslu til ársins 2024. Með því væri búið að ráðstafa allri virkjanlegri orku í landinu og bankaklíkan hirti gróðann. En atvinnuþróun á Íslandi yrði sett í spennitreyju. Besta leiðin til að þjóðin fái arðinn af þessari auðlind sem hún á sameiginlega er með hægri uppbyggingu í takt við þörf innanlands, án skuldasöfnunar og með lágu orkuverði til almennings.Rotin gulrót Á síðasta ári fóru svo að verða ágengar hugmyndir um að leggja sæstreng til Bretlands til að flytja út orku. Þessar hugmyndir fengu stuðning þáverandi ráðherra málaflokksins, Steingríms J. Þetta mál hefur verið knúið áfram af vaxandi þunga undanfarið og í Fréttablaðinu 4. september skrifar Jón Steinson grein því til stuðnings. Gulrótin er kunnugleg. Ádráttur um ávísun í pósti, 130.000 á mann á ári. En eins og rakið hefur verið hér að framan myndi hún aldrei skila sér. Hins vegar myndi hækkun á raforkuverði til almennings skila sér og líklega mun ríkulegar en Jón gerir ráð fyrir. REI-málið og fjöldi annarra dæma sýna að umsvif af þessu tagi eru upplögð til að einkavæða gróðann en velta skuldunum yfir á almenning. Aðrar forsendur Jóns eru jafn hæpnar. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá sérfræðingum að ýmsar tæknilegar lausnir eigi nokkuð í land og kostnaður verulega óljós. Þó hafa komið fram tölur á bilinu 350-500 milljarðar miðað við 1000 MW streng. Miðað við efri mörkin sem oftast eru nær lagi og að arðsemiskrafa og rekstrarkostnaður séu um 15% er árlegur kostnaður um 75 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að afhentar verði fimm teravattstundir á ári þegar tillit hefur verið tekið til vannýtingar og orkutaps í strengnum verður kostnaður á hverja MWh 125 dollarar en ekki fjörutíu eins og Jón slær fram. Þá verður lítið eftir til að borga fyrir orkuframleiðsluna ef kaupandi borgar 150 dollara á MWh.Áhrif sæstrengsins Hvort sem mínar forsendur eða Jóns eru réttari eru nokkur atriði sem slá má föstum um sæstrenginn: Raforkuverð til almenning mun hækka umtalsvert og enginn hagnaðartékki kemur á móti. Landsvirkjun mun ekki eiga strenginn en hann verður ekki lagður nema fyrir liggi bindandi samningur um lágmarksnýtingu. Þrýstingur verður því mikill á auknar virkjanir því 1000 MW samsvara einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun og áfram verður að vera umframorka í kerfinu. Svo er líklegt að fljótlega verði þrýst á að leggja annan streng við hliðina til hagræðingar og enn fleiri virkjanir í kjölfarið. Landsvirkjun yrði háð orkusölu um strenginn og þá væru yfirráð yfir auðlindunum komin í hendur – ja, í hendur hverra? Jafnvel þótt tap verði á fyrirbærinu mun hópur manna taka skuldsettan „gróða“ til sín en velta skuldunum yfir á almenning. Loks hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að rafsegulsvið kringum strenginn geti haft mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á lífríki sjávar. Þetta eitt ætti að nægja til að slá svona ævintýramennsku út af borðinu.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar