Kom lítið á óvart að fáir hefðu trú á okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2013 06:30 Framarar hafa spilað frábærlega í Olís-deildinni en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. Guðlaugur Arnarsson hefur mikla trú á ungum og efnilegum Safamýrapiltum. Fréttablaðið/daníel Framarar hafa farið vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð gegn Akureyri. Íslandsmeistararnir misstu gríðarlega stóran hluta liðsins fyrir tímabilið og er liðið mikið til byggt upp af ungum og efnilegum heimastrákum. „Þessi árangur kemur mér í raun ekki mikið á óvart, við höfum mikla trú á því sem við erum að gera,“ segir Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Guðlaugur tók við liðinu fyrir tímabilið af Einari Jónssyni. Hann var með kvennalið KA/Þórs í N1-deild á síðustu leiktíð. Fyrir mótið var Fram spáð næstneðsta sæti deildarinnar af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna.Enginn hafði trú á okkur „Það kom manni lítið á óvart að fáir hefðu trú á þessu liði. Við misstum átta leikmenn fyrir þetta tímabil,“ segir Guðlaugur, en Fram varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili eftir einvígi gegn Haukum. Liðin mættust á ný á miðvikudagskvöldið og þá hafði Fram betur, 18-17, í óvæntum heimasigri. „Það er mikil uppbygging í gangi í Safamýri sem er að byrja alveg frá grunni. Eftir að hafa kynnst strákunum undanfarna mánuði þá veit ég hvað í þeim býr og get alveg farið óhræddur inn í hvern einasta leik til þess að vinna.“ Fyrir tímabilið kom Sveinn Þorgeirsson til Framara frá Haukum og auk hans komu tveir markverðir. Daninn Stephen Nielsen kom til liðsins en hann hefur farið á kostum milli stanganna. Nielsen hefur meðal annars leikið fyrir Drott Halmstad, FCK og Flensburg og er því mikill fengur fyrir þá bláklæddu. „Við spiluðum saman hjá FCK og þá var hann þriðji markmaður liðsins,“ sagði Guðlaugur um Nielsen, en þjálfarinn lék með danska liðinu tímabilið 2008-09.Elti íslenska kærustu „Hann fór ungur út á sínum tíma til Flensburg sem efnilegur markmaður og fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur síðan verið að spila virkilega vel í Svíþjóð og því mikill fengur fyrir okkur. Ástæðan fyrir því að hann er kominn til okkar er sú að hann á íslenska kærustu. Hún er að klára sitt nám hér á landi og þau ákváðu að flytja til landsins.“ Framarar hafa litið vel út á tímabilinu en liðið er nokkuð vel skipað þar sem ungir og graðir leikmenn fá að njóta sín. Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Framarar hafa farið vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð gegn Akureyri. Íslandsmeistararnir misstu gríðarlega stóran hluta liðsins fyrir tímabilið og er liðið mikið til byggt upp af ungum og efnilegum heimastrákum. „Þessi árangur kemur mér í raun ekki mikið á óvart, við höfum mikla trú á því sem við erum að gera,“ segir Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Guðlaugur tók við liðinu fyrir tímabilið af Einari Jónssyni. Hann var með kvennalið KA/Þórs í N1-deild á síðustu leiktíð. Fyrir mótið var Fram spáð næstneðsta sæti deildarinnar af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna.Enginn hafði trú á okkur „Það kom manni lítið á óvart að fáir hefðu trú á þessu liði. Við misstum átta leikmenn fyrir þetta tímabil,“ segir Guðlaugur, en Fram varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili eftir einvígi gegn Haukum. Liðin mættust á ný á miðvikudagskvöldið og þá hafði Fram betur, 18-17, í óvæntum heimasigri. „Það er mikil uppbygging í gangi í Safamýri sem er að byrja alveg frá grunni. Eftir að hafa kynnst strákunum undanfarna mánuði þá veit ég hvað í þeim býr og get alveg farið óhræddur inn í hvern einasta leik til þess að vinna.“ Fyrir tímabilið kom Sveinn Þorgeirsson til Framara frá Haukum og auk hans komu tveir markverðir. Daninn Stephen Nielsen kom til liðsins en hann hefur farið á kostum milli stanganna. Nielsen hefur meðal annars leikið fyrir Drott Halmstad, FCK og Flensburg og er því mikill fengur fyrir þá bláklæddu. „Við spiluðum saman hjá FCK og þá var hann þriðji markmaður liðsins,“ sagði Guðlaugur um Nielsen, en þjálfarinn lék með danska liðinu tímabilið 2008-09.Elti íslenska kærustu „Hann fór ungur út á sínum tíma til Flensburg sem efnilegur markmaður og fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur síðan verið að spila virkilega vel í Svíþjóð og því mikill fengur fyrir okkur. Ástæðan fyrir því að hann er kominn til okkar er sú að hann á íslenska kærustu. Hún er að klára sitt nám hér á landi og þau ákváðu að flytja til landsins.“ Framarar hafa litið vel út á tímabilinu en liðið er nokkuð vel skipað þar sem ungir og graðir leikmenn fá að njóta sín.
Olís-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira