Hávaði – málröskun – ADHD* Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 10. október 2013 06:00 Þegar kemur að ADHD verður að taka inn í umræðuna dvöl barna í hávaða. Margar rannsóknir hafa sýnt skaðsemi hávaða fyrir vitsmunaþroska, einbeitingu, heyrn, málþroska, minni, námsgetu, lestrarnám, félagatengsl, rödd, svefn og almenna líðan barna. Árið 2012 dvöldu um 83 prósent barna á aldrinum eins til fimm ára á leikskólum, langflest þeirra daglangt. Á þessum aldri taka börn út málþroska og því mikilvægt að þau geti heyrt og fylgst með því sem sagt er. Í leikskólum hefur hávaði verið mældur það hár að hann er löngu kominn yfir þau viðmiðunarmörk sem við, þessi fullorðnu, setjum sem algert skilyrði fyrir því að geta einbeitt okkur eða átt í samræðum. Mannsröddinni eru takmörk sett. Þar sem raddmál er samsetning talhljóða sem drukkna og bjagast í hávaða segir það sig sjálft að börnin eiga það á hættu að heyra ekki rétt það sem er sagt. Þar með er hætta á að hlustunarlöngunin þverri. Og hvað á þá að gera? Hvað myndum við sjálf gera ef við gætum ekki hlustað á talað mál okkur til skilnings? Ætli flestir myndu ekki láta sig hverfa af vettvangi. Það geta börn ekki. Þau verða að dveljast í þessum hávaða og eiga að hlusta og einbeita sér. Þar með er hætt við að athygli, einbeiting, áhugi og úthald þverri. Sem sagt einkenni ADHD.Vandamálin halda áfram En eru þetta ADHD-börn? Ekki samkvæmt skilgreiningu um taugafræðilega röskun. Slíkt gildir ekki um málröskunarbörn sem hafa ekki náð að þroska með sér mál. Þar er orsök athyglis- og einbeitingarskorts að finna í lélegri málgetu. Getur það verið að börn sem hafa ekki náð að þroska með sér hlustun og mál séu greind með ADHD og jafnvel sett á lyf? Rannsóknir hafa sýnt að lyf gagnast ekki þessum hópi barna. Ef börn hafa ekki náð að taka út málþroska á fyrstu æviárum halda vandamálin áfram upp í grunnskóla þar sem þau lenda í erfiðleikum með að fylgjast með kennslu. Þar hefur hávaði einnig mælst of mikill fyrir einbeitingarvinnu og hlustun, reyndar svo mikill að í sumum skólum fá nemendur afhentar heyrnarhlífar. Börnum með málraskanir er þar sérstaklega hætt og þeim fer fjölgandi frekar en hitt. Það er háalvarlegt. Menntakerfi okkar er metnaðarfullt en það er ekki nóg ef ekki er hægt að fylgja áætlunum eftir vegna skorts á peningum. Oft eru of mörg börn með ólíkar þarfir sett saman í eina kennslustofu. Það getur skapað mikinn hávaða, mikið áreiti og að kennari nái ekki að sinna sínu starfi sem skyldi og hann vildi. Hér verður að snúa þróun við. Það þarf að skapa viðunandi hlustunarskilyrði með því að draga úr hávaðanum í kennsluumhverfi barna. Ýmsar leiðir eru til þess, fyrst og fremst þarf þó vitundarvakningu um að hávaði sé ekki í boði. Slíkt er meðal annars gert með því að fækka börnum í hópi. Þá er von til þess að börn með málröskun, sökum slakrar hlustunargetu, nái að rétta úr kútnum, trúlegra þó með hjálp talmeinafræðinga en ekki lyfja. Munum að börn kvarta ekki en þau sýna vanlíðan sína með hegðun sinni. (*ADHD er skammstöfun á enska hugtakinu attention deficit hyperactivity disorder; ísl. athyglisbrestur með ofvirkni) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að ADHD verður að taka inn í umræðuna dvöl barna í hávaða. Margar rannsóknir hafa sýnt skaðsemi hávaða fyrir vitsmunaþroska, einbeitingu, heyrn, málþroska, minni, námsgetu, lestrarnám, félagatengsl, rödd, svefn og almenna líðan barna. Árið 2012 dvöldu um 83 prósent barna á aldrinum eins til fimm ára á leikskólum, langflest þeirra daglangt. Á þessum aldri taka börn út málþroska og því mikilvægt að þau geti heyrt og fylgst með því sem sagt er. Í leikskólum hefur hávaði verið mældur það hár að hann er löngu kominn yfir þau viðmiðunarmörk sem við, þessi fullorðnu, setjum sem algert skilyrði fyrir því að geta einbeitt okkur eða átt í samræðum. Mannsröddinni eru takmörk sett. Þar sem raddmál er samsetning talhljóða sem drukkna og bjagast í hávaða segir það sig sjálft að börnin eiga það á hættu að heyra ekki rétt það sem er sagt. Þar með er hætta á að hlustunarlöngunin þverri. Og hvað á þá að gera? Hvað myndum við sjálf gera ef við gætum ekki hlustað á talað mál okkur til skilnings? Ætli flestir myndu ekki láta sig hverfa af vettvangi. Það geta börn ekki. Þau verða að dveljast í þessum hávaða og eiga að hlusta og einbeita sér. Þar með er hætt við að athygli, einbeiting, áhugi og úthald þverri. Sem sagt einkenni ADHD.Vandamálin halda áfram En eru þetta ADHD-börn? Ekki samkvæmt skilgreiningu um taugafræðilega röskun. Slíkt gildir ekki um málröskunarbörn sem hafa ekki náð að þroska með sér mál. Þar er orsök athyglis- og einbeitingarskorts að finna í lélegri málgetu. Getur það verið að börn sem hafa ekki náð að þroska með sér hlustun og mál séu greind með ADHD og jafnvel sett á lyf? Rannsóknir hafa sýnt að lyf gagnast ekki þessum hópi barna. Ef börn hafa ekki náð að taka út málþroska á fyrstu æviárum halda vandamálin áfram upp í grunnskóla þar sem þau lenda í erfiðleikum með að fylgjast með kennslu. Þar hefur hávaði einnig mælst of mikill fyrir einbeitingarvinnu og hlustun, reyndar svo mikill að í sumum skólum fá nemendur afhentar heyrnarhlífar. Börnum með málraskanir er þar sérstaklega hætt og þeim fer fjölgandi frekar en hitt. Það er háalvarlegt. Menntakerfi okkar er metnaðarfullt en það er ekki nóg ef ekki er hægt að fylgja áætlunum eftir vegna skorts á peningum. Oft eru of mörg börn með ólíkar þarfir sett saman í eina kennslustofu. Það getur skapað mikinn hávaða, mikið áreiti og að kennari nái ekki að sinna sínu starfi sem skyldi og hann vildi. Hér verður að snúa þróun við. Það þarf að skapa viðunandi hlustunarskilyrði með því að draga úr hávaðanum í kennsluumhverfi barna. Ýmsar leiðir eru til þess, fyrst og fremst þarf þó vitundarvakningu um að hávaði sé ekki í boði. Slíkt er meðal annars gert með því að fækka börnum í hópi. Þá er von til þess að börn með málröskun, sökum slakrar hlustunargetu, nái að rétta úr kútnum, trúlegra þó með hjálp talmeinafræðinga en ekki lyfja. Munum að börn kvarta ekki en þau sýna vanlíðan sína með hegðun sinni. (*ADHD er skammstöfun á enska hugtakinu attention deficit hyperactivity disorder; ísl. athyglisbrestur með ofvirkni)
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar