Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu.
Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið.
Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein.
EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál.
Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES.
EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu.
Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum.
Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings.
Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls.

Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi
Skoðun

Stattu keik í brúnni, vertu auðmjúk og taktu ábyrgð
Árdís Rut H. Einarsdóttir skrifar

Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu
Hjördís Albersdóttir skrifar

Landsbyggðin fái opinber störf
Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar

Betri lánskjör - betri lífskjör
Haukur Viðar Alfreðsson,Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Hver verðskuldar þitt hrós?
Ingrid Kuhlman skrifar

Ekki þetta frelsi
Starri Reynisson skrifar

Konur á landsbyggðunum
Ásrún Ýr Gestsdóttir,Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Rétti tíminn fyrir aukna velferð er núna
Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Ofsahræðsla við hamfarir
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum
Pauline Langbehn skrifar

Einstök börn – einstakt líf
Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Sjálfsvíg eru raunveruleiki
Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar

Við þurfum Rannsóknarskýrslu heimilanna
Ólafur Ísleifsson skrifar

VR til forystu
Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Kvíði sem heltekur börn
Anna Steinsen skrifar