Chanel-varalitur í neyðaraðstoð Lydía Geirsdóttir skrifar 3. október 2013 06:00 Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-varalit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýrgripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöðina í bílnum.Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að einhverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð.Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambærilegar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar markmið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-varalit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýrgripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöðina í bílnum.Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að einhverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð.Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambærilegar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar markmið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar