Chanel-varalitur í neyðaraðstoð Lydía Geirsdóttir skrifar 3. október 2013 06:00 Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-varalit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýrgripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöðina í bílnum.Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að einhverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð.Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambærilegar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar markmið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæsilegum eldrauðum Chanel-varalit. Þennan morgun var ég búin að bera á mig dýrgripinn og sat ánægð með mig í bílnum á leið á fund. Þetta var blautur og kaldur dagur og ég var þakklát fyrir miðstöðina í bílnum.Leið eins og hræsnara Fyrr en varði var ég föst í daglegri umferðarteppu og þegar mér varð litið út um gluggann sá ég gamlan mann með þroskahamlaðan son sinn í göturæsinu, leitandi að einhverju verðmæti í ruslinu. Fátækt og eymd þeirra var eins örg og hún gerist, skítugar fatatutlurnar gerðu ekki mikið til að fela þeirra horuðu líkama. Feðgarnir komu auga á mig og ákváðu að færa sig nær glugganum. Í tuttugu mínútur stóðu þeir friðsamlega við gluggann og virtu mig fyrir sér, í hellirigningu og kulda án þess að segja orð. Þarna sat ég, þurr og hlý með minn glansandi varalit og með hverri mínútu sem leið óx mín skömm. Mig langaði til að segja þeim að ég væri í landinu til að hjálpa, til þess að milda eymd landa þeirra, en í ljósi glansandi vara minna og þæginda leið mér líkt og hræsnara. Stundin risti djúpt í sál mína því veruleiki okkar stóðst engan samanburð.Markmiðið Hið stórkostlega ár 2007 var Ísland ríkasta og farsælasta þjóð í heimi, framlag okkar til aðstoðar náungans í heiminum var 0,25% af vergri þjóðarframleiðslu, ólíkt því eina prósenti sem sambærilegar þjóðir leggja af mörkum. Hér skall á hrun eins og allir vita og það mun líklegast taka okkur tíma að ná prósentunni, sem enn stendur sem okkar markmið. Hins vegar heyrast stundum raddir um að við höfum engan veginn efni á því að veita öðrum aðstoð vegna bágrar fjárhagsstöðu okkar. Slík orð minna mig á þennan morgun í Kabúl, því þrátt fyrir erfiðleika stenst okkar raunveruleiki engan samanburð við þá eymd sem hrjáir allt of marga samferðamenn í heiminum. Velferð og sedda bragðast svo miklu betur þegar við öll njótum sömu forréttinda.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun