Innlent

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Valur Grettisson skrifar
Héraðsdómur Austurlands Fréttablaðið/Pjetur
Héraðsdómur Austurlands Fréttablaðið/Pjetur
Tvítugur karlmaður var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku.

Sjálfur var maðurinn nítján ára gamall þegar brotið var framið, en lögum samkvæmt er fortakslaust bann lagt við samræði við einstaklinga yngri en fimmtán ára.

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að í ljósi þess að aldur þeirra og þroskastig er svipað þótti ástæða til þess að skilorðsbinda dóminn. Manninum var gert að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×