Vilja meiri kaupmátt og minni skattbyrði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. október 2013 07:00 Björn Snæbjörnsson Alger samstaða virðist vera innan verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma og er rætt um sex til tólf mánaða samning. Menn leggja líka mikla áherslu á stöðugleika sem forsendu aukins kaupmáttar. Talsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa lýst þeirri skoðun sinni að lítið svigrúm sé til launahækkana, svigrúmið sé hálft til tvö prósent. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, telur að svigrúmið sé meira. Hann telur til að mynda að útflutningsgreinarnar, fiskvinnslan og ferðaþjónustan hafi bolmagn til meiri hækkana. Björn segir að ein krafa sé skýr og það sé að hækka lægstu laun. Gagnvart ríkisvaldinu geri Starfsgreinasambandið þá kröfu að persónuafsláttur verði hækkaður. „Við höfum ekki sett fram neina tölu í því sambandi en það munar um hvern þúsundkallinn. Þetta getur verið blanda af launahækkunum og skattabreytingum til að auka kaupmáttinn,“ segir Björn og bætir við að krafan um aukinn kaupmátt sé númer eitt, tvö og þrjú. Þá segir hann að hið opinbera verði að koma á betra húsnæðis- og leigukerfi á félaglegu grunni. „Hálfs til tveggja prósenta launahækkun kemur ekki til greina nema eitthvað fleira komi til,“ segir Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR. Hún segir að samkvæmt kjarakönnun sem var gerð meðal félagsmanna í VR hafi komið fram krafan um stöðugleika sem forsendu kjarasamninga. Önnur atriði sem eru félagsmönnum í VR ofarlega í huga eru minni skattheimta og aðgerðir til að draga úr skuldavanda heimilanna. Þetta ásamt afnámi verðtryggingar á lánum og virðisaukaskatts á matvælum töldu félagsmenn í VR mikilvægar áherslur í gerð kjarasamninga. Ólafía segir að ríkisvaldið, sveitarfélögin, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins verði að koma að samningaborðinu eigi að takast að semja um aukinn kaupmátt. „Við höfum séð launahækkanir fuðra upp á verðbólgubálinu og vitum að samstaða er eina færa leiðin út úr vítahring verðbólgu. johanna@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Alger samstaða virðist vera innan verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins um að kjarasamningar verði gerðir til skamms tíma og er rætt um sex til tólf mánaða samning. Menn leggja líka mikla áherslu á stöðugleika sem forsendu aukins kaupmáttar. Talsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa lýst þeirri skoðun sinni að lítið svigrúm sé til launahækkana, svigrúmið sé hálft til tvö prósent. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, telur að svigrúmið sé meira. Hann telur til að mynda að útflutningsgreinarnar, fiskvinnslan og ferðaþjónustan hafi bolmagn til meiri hækkana. Björn segir að ein krafa sé skýr og það sé að hækka lægstu laun. Gagnvart ríkisvaldinu geri Starfsgreinasambandið þá kröfu að persónuafsláttur verði hækkaður. „Við höfum ekki sett fram neina tölu í því sambandi en það munar um hvern þúsundkallinn. Þetta getur verið blanda af launahækkunum og skattabreytingum til að auka kaupmáttinn,“ segir Björn og bætir við að krafan um aukinn kaupmátt sé númer eitt, tvö og þrjú. Þá segir hann að hið opinbera verði að koma á betra húsnæðis- og leigukerfi á félaglegu grunni. „Hálfs til tveggja prósenta launahækkun kemur ekki til greina nema eitthvað fleira komi til,“ segir Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR. Hún segir að samkvæmt kjarakönnun sem var gerð meðal félagsmanna í VR hafi komið fram krafan um stöðugleika sem forsendu kjarasamninga. Önnur atriði sem eru félagsmönnum í VR ofarlega í huga eru minni skattheimta og aðgerðir til að draga úr skuldavanda heimilanna. Þetta ásamt afnámi verðtryggingar á lánum og virðisaukaskatts á matvælum töldu félagsmenn í VR mikilvægar áherslur í gerð kjarasamninga. Ólafía segir að ríkisvaldið, sveitarfélögin, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins verði að koma að samningaborðinu eigi að takast að semja um aukinn kaupmátt. „Við höfum séð launahækkanir fuðra upp á verðbólgubálinu og vitum að samstaða er eina færa leiðin út úr vítahring verðbólgu. johanna@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira