Innlent

Deilt um ræktun á silungi í Kópavogslæk

Valur Grettisson skrifar
Mengunarslys varð í læknum í maí síðastliðnum. Bæjarfulltrúi vill silung í lækinn.
Mengunarslys varð í læknum í maí síðastliðnum. Bæjarfulltrúi vill silung í lækinn.
Arnþór Sigurðsson, bæjarfulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi, lagði fram bókun á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn þar sem fram kemur að hann telji óeðlilegt að Kópavogsbær haldi úti fiskirækt.

Tilefnið er samþykkt bæjarráðs í vor þar sem Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi láta kanna möguleikann á því hvort mögulegt væri að sleppa eldisfiski í Kópavogslæk. Skýrsla liggur fyrir um málið en í henni er ekki mælt með því að silungur sé ræktaður í læknum.

Kópavogslækurinn hefur lengi haft slæma ímynd og var stundum kallaður skítalækurinn í gamla daga þegar skólp lak út í hann.

Ímyndin batnaði svo ekki þegar mengunarslys varð í læknum með þeim afleiðingum að lækurinn varð snjóhvítur. Það gerðist örfáum dögum eftir að ósk Ómars um könnun var samþykkt.

Ómar bókaði á fundi bæjarráðs síðasta miðvikudag að hann væri ekki sammála mati Arnþórs og óskaði eftir áliti Náttúrustofu Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×