Börn svelta í stríðshrjáðu landi Erna Reynisdóttir skrifar 25. september 2013 06:00 Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir í meira en tvö og hálft ár þar sem börn hafa orðið vitni að ólýsanlegum atburðum. Þau hafa séð nána fjölskyldumeðlimi og vini líflátna og sjálf verið pyntuð og myrt. Fjölskyldur sem hafa flúið land búa við bágbornar aðstæður í flóttamannabúðum í Líbanon, Jórdaníu og Írak. Ofan á hríðversnandi stríðsástand bætist nú við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fjórar milljónir Sýrlendinga, þar af tvær milljónir barna, búi við hungur og ljóst er að börn deyja daglega úr næringarskorti eða skorti á heilbrigðisþjónustu.Ákall á hjálp Í helstu borgum Sýrlands er ástandið skelfilegt. Ofbeldi á götum úti og átök á milli stríðandi fylkinga valda því að heilu fjölskyldurnar eru lokaðar inni og búa við bráðan matarskort. Matarbirgðir í landinu eru á þrotum, ræktunarsvæði eyðilögð og aðgangur að drykkjarvatni af skornum skammti. Í nýútkominni skýrslu alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children, Hungursneyð í stríðshrjáðu landi, lýsa sýrlenskar mæður, feður, afar, ömmur og börnin sjálf því ástandi sem þau búa við. Skýrslan er ákall á hjálp. Hjálp frá alþjóðasamfélaginu, hjálp frá mér og þér. Skýrsluna er að finna í heild sinni á vef Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, barnaheill.is.Neyðaraðstoð Save the Children starfa bæði í flóttamannabúðum og innan landamæra Sýrlands við að veita neyðaraðstoð og hafa samtökin sent út neyðarkall til almennings um stuðning til handa sýrlenskum börnum. Stríðið í Sýrlandi er ein versta hörmung sem dynur yfir börn í heiminum í dag. Neyðin er gífurleg og fjöldi barna mun deyja á næstu vikum og mánuðum ef ekkert er að gert. Látum okkur hag sýrlenskra barna skipta og leggjum okkar af mörkum til að bjarga börnum í neyð. Ég vil hvetja alla þá sem eru aflögufærir að hringja í söfnunarsímana 904 1900 (kr. 1.900) eða 904 2900 (kr. 2.900) og styðja þannig við hjálparstarf í Sýrlandi. Einnig er hægt að styrkja með frjálsum framlögum á reikning samtakanna 336-26-58, kt. 521089-1059. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir í meira en tvö og hálft ár þar sem börn hafa orðið vitni að ólýsanlegum atburðum. Þau hafa séð nána fjölskyldumeðlimi og vini líflátna og sjálf verið pyntuð og myrt. Fjölskyldur sem hafa flúið land búa við bágbornar aðstæður í flóttamannabúðum í Líbanon, Jórdaníu og Írak. Ofan á hríðversnandi stríðsástand bætist nú við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um fjórar milljónir Sýrlendinga, þar af tvær milljónir barna, búi við hungur og ljóst er að börn deyja daglega úr næringarskorti eða skorti á heilbrigðisþjónustu.Ákall á hjálp Í helstu borgum Sýrlands er ástandið skelfilegt. Ofbeldi á götum úti og átök á milli stríðandi fylkinga valda því að heilu fjölskyldurnar eru lokaðar inni og búa við bráðan matarskort. Matarbirgðir í landinu eru á þrotum, ræktunarsvæði eyðilögð og aðgangur að drykkjarvatni af skornum skammti. Í nýútkominni skýrslu alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children, Hungursneyð í stríðshrjáðu landi, lýsa sýrlenskar mæður, feður, afar, ömmur og börnin sjálf því ástandi sem þau búa við. Skýrslan er ákall á hjálp. Hjálp frá alþjóðasamfélaginu, hjálp frá mér og þér. Skýrsluna er að finna í heild sinni á vef Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, barnaheill.is.Neyðaraðstoð Save the Children starfa bæði í flóttamannabúðum og innan landamæra Sýrlands við að veita neyðaraðstoð og hafa samtökin sent út neyðarkall til almennings um stuðning til handa sýrlenskum börnum. Stríðið í Sýrlandi er ein versta hörmung sem dynur yfir börn í heiminum í dag. Neyðin er gífurleg og fjöldi barna mun deyja á næstu vikum og mánuðum ef ekkert er að gert. Látum okkur hag sýrlenskra barna skipta og leggjum okkar af mörkum til að bjarga börnum í neyð. Ég vil hvetja alla þá sem eru aflögufærir að hringja í söfnunarsímana 904 1900 (kr. 1.900) eða 904 2900 (kr. 2.900) og styðja þannig við hjálparstarf í Sýrlandi. Einnig er hægt að styrkja með frjálsum framlögum á reikning samtakanna 336-26-58, kt. 521089-1059.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar