Ný nálgun í búsetumálum fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur Katrín G. Alfreðsdóttir skrifar 21. september 2013 06:00 Umræða hefur verið í fjölmiðlum um aðstöðuleysi heimilislausra í Reykjavík. Gistiskýlið við Þingholtsstræti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausa karla, er löngu sprungið og ekki hægt að sinna þörfum allra sem þangað sækja. Margir karlanna hafa gist í Gistiskýlinu í þó nokkurn tíma. Í Konukoti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, hefur verið bætt við neyðarrúmum en þar eru einnig konur sem hafa gist þar nokkuð lengi. Embættis- og stjórnmálamenn í Reykjavík hafa upplýst að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið til að fjölga neyðarrúmum en að það taki eðlilega langan tíma. Á visir.is þann 25. október 2005 er nákvæmlega sama setningin höfð eftir starfsmanni Reykjavíkurborgar, að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið. Liðin eru átta ár og sama umræða er enn í gangi þótt þjónusta við utangarðsfólk hafi verið verulega aukin á þessum tíma.Skilyrði sem hindra Þeir sem misst hafa stjórn á vímuefnaneyslu sinni eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma hafa margir misst fjölskyldu sína, atvinnu og húsnæði í kjölfarið og þurfa langvarandi aðstoð og fjölbreytt úrræði til að fóta sig í samfélaginu á ný. Í niðurstöðum skýrslu sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar lét gera um þarfir og vilja utangarðsfólks í Reykjavík árið 2012 kemur fram að þarfir fólksins eru mismunandi og að flestir glíma við fjölþættan vanda. Fram kemur að 16 einstaklingar af 18 sem rætt var við töldu að brýnast væri að fá langtímahúsnæði í stað neyðarathvarfs. Þessi niðurstaða er sambærileg við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á þörfum heimilislausra. Flest búsetuúrræði sem standa heimilislausu fólki til boða í Reykjavík eru háð þeim skilyrðum að einstaklingurinn sé edrú. Þessi skilyrði hindra fólkið í að taka á vanda sínum. Það er statt í vítahring sem erfitt er að rjúfa við núverandi aðstæður þar sem fólkið nær ekki að verða edrú meðan það býr á götunni. Einstaklingar eru fastir í stöðu sinni og ná ekki skrefi lengra í lífi sínu. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni velferð, það verður ekki gert fyrir hvern og einn. Hins vegar er hægt að skapa aðstæður til að auka velferð sem flestra og gera þeim kleift að vera þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er að veita þeim einstaklingum umönnun og viðunandi lífsskilyrði sem vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu þrátt fyrir endurteknar meðferðir. Þessir einstaklingar eiga rétt á að fá grunnþörfum sínum fullnægt með fæði, klæði og húsnæði eins og aðrir þegnar samfélagsins. Réttindum fylgja skyldur og skyldurnar þurfa að vera í samræmi við getu og hæfileika hvers og eins. Mikilvægt er að vinna í samvinnu við einstaklingana sjálfa og gefa þeim tækifæri til þess að koma með hugmyndir að framtíðaráætlunum sínum og fylgja þeim eftir.Útrýma þarf ölmusuhugsun Í þessari vinnu verður að tryggja að mannréttindahugsun verði höfð að leiðarljósi og ölmusuhugsun verði útrýmt. Það þarf að ríkja gagnkvæm virðing og skilningur allra á því að einstaklingur tapi ekki réttindum sínum né verði hann sviptur möguleikanum á að sinna skyldum sínum þótt hann sé í virkri vímuefnaneyslu. Brýnt er að einstaklingur sé ekki einungis þiggjandi heldur líka þátttakandi í samfélaginu sem getur bætt félagslega stöðu hans og sjálfsmynd. Það er áskorun fyrir þá sem að málaflokknum koma að stuðla að breyttum vinnuaðferðum til að mæta þörfum fólksins. Mikilvægt er að greina vandann og byggja upp langtímaúrræði í stað skammtímaneyðaraðstoðar sem viðheldur ástandinu. Það þarf að skapa aðstæður sem gera fólkinu kleift að hafa áhrif á stöðu sína í stað þess að búa við íþyngjandi skilyrði sem hindra fólkið í að ná skrefi lengra í lífi sínu. Við réttar aðstæður í samfélaginu geta flestir einstaklingar bætt stöðu sína og hámarkað hagnað samfélagsins sem eru bestu lífsgæði öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða hefur verið í fjölmiðlum um aðstöðuleysi heimilislausra í Reykjavík. Gistiskýlið við Þingholtsstræti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausa karla, er löngu sprungið og ekki hægt að sinna þörfum allra sem þangað sækja. Margir karlanna hafa gist í Gistiskýlinu í þó nokkurn tíma. Í Konukoti, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, hefur verið bætt við neyðarrúmum en þar eru einnig konur sem hafa gist þar nokkuð lengi. Embættis- og stjórnmálamenn í Reykjavík hafa upplýst að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið til að fjölga neyðarrúmum en að það taki eðlilega langan tíma. Á visir.is þann 25. október 2005 er nákvæmlega sama setningin höfð eftir starfsmanni Reykjavíkurborgar, að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið. Liðin eru átta ár og sama umræða er enn í gangi þótt þjónusta við utangarðsfólk hafi verið verulega aukin á þessum tíma.Skilyrði sem hindra Þeir sem misst hafa stjórn á vímuefnaneyslu sinni eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma hafa margir misst fjölskyldu sína, atvinnu og húsnæði í kjölfarið og þurfa langvarandi aðstoð og fjölbreytt úrræði til að fóta sig í samfélaginu á ný. Í niðurstöðum skýrslu sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar lét gera um þarfir og vilja utangarðsfólks í Reykjavík árið 2012 kemur fram að þarfir fólksins eru mismunandi og að flestir glíma við fjölþættan vanda. Fram kemur að 16 einstaklingar af 18 sem rætt var við töldu að brýnast væri að fá langtímahúsnæði í stað neyðarathvarfs. Þessi niðurstaða er sambærileg við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á þörfum heimilislausra. Flest búsetuúrræði sem standa heimilislausu fólki til boða í Reykjavík eru háð þeim skilyrðum að einstaklingurinn sé edrú. Þessi skilyrði hindra fólkið í að taka á vanda sínum. Það er statt í vítahring sem erfitt er að rjúfa við núverandi aðstæður þar sem fólkið nær ekki að verða edrú meðan það býr á götunni. Einstaklingar eru fastir í stöðu sinni og ná ekki skrefi lengra í lífi sínu. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni velferð, það verður ekki gert fyrir hvern og einn. Hins vegar er hægt að skapa aðstæður til að auka velferð sem flestra og gera þeim kleift að vera þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er að veita þeim einstaklingum umönnun og viðunandi lífsskilyrði sem vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu þrátt fyrir endurteknar meðferðir. Þessir einstaklingar eiga rétt á að fá grunnþörfum sínum fullnægt með fæði, klæði og húsnæði eins og aðrir þegnar samfélagsins. Réttindum fylgja skyldur og skyldurnar þurfa að vera í samræmi við getu og hæfileika hvers og eins. Mikilvægt er að vinna í samvinnu við einstaklingana sjálfa og gefa þeim tækifæri til þess að koma með hugmyndir að framtíðaráætlunum sínum og fylgja þeim eftir.Útrýma þarf ölmusuhugsun Í þessari vinnu verður að tryggja að mannréttindahugsun verði höfð að leiðarljósi og ölmusuhugsun verði útrýmt. Það þarf að ríkja gagnkvæm virðing og skilningur allra á því að einstaklingur tapi ekki réttindum sínum né verði hann sviptur möguleikanum á að sinna skyldum sínum þótt hann sé í virkri vímuefnaneyslu. Brýnt er að einstaklingur sé ekki einungis þiggjandi heldur líka þátttakandi í samfélaginu sem getur bætt félagslega stöðu hans og sjálfsmynd. Það er áskorun fyrir þá sem að málaflokknum koma að stuðla að breyttum vinnuaðferðum til að mæta þörfum fólksins. Mikilvægt er að greina vandann og byggja upp langtímaúrræði í stað skammtímaneyðaraðstoðar sem viðheldur ástandinu. Það þarf að skapa aðstæður sem gera fólkinu kleift að hafa áhrif á stöðu sína í stað þess að búa við íþyngjandi skilyrði sem hindra fólkið í að ná skrefi lengra í lífi sínu. Við réttar aðstæður í samfélaginu geta flestir einstaklingar bætt stöðu sína og hámarkað hagnað samfélagsins sem eru bestu lífsgæði öllum til handa.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun