
Ný nálgun í búsetumálum fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur
Embættis- og stjórnmálamenn í Reykjavík hafa upplýst að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið til að fjölga neyðarrúmum en að það taki eðlilega langan tíma. Á visir.is þann 25. október 2005 er nákvæmlega sama setningin höfð eftir starfsmanni Reykjavíkurborgar, að verið sé að leita að stærra og hentugra húsnæði fyrir Gistiskýlið. Liðin eru átta ár og sama umræða er enn í gangi þótt þjónusta við utangarðsfólk hafi verið verulega aukin á þessum tíma.
Skilyrði sem hindra
Þeir sem misst hafa stjórn á vímuefnaneyslu sinni eða glíma við alvarlega geðsjúkdóma hafa margir misst fjölskyldu sína, atvinnu og húsnæði í kjölfarið og þurfa langvarandi aðstoð og fjölbreytt úrræði til að fóta sig í samfélaginu á ný. Í niðurstöðum skýrslu sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar lét gera um þarfir og vilja utangarðsfólks í Reykjavík árið 2012 kemur fram að þarfir fólksins eru mismunandi og að flestir glíma við fjölþættan vanda. Fram kemur að 16 einstaklingar af 18 sem rætt var við töldu að brýnast væri að fá langtímahúsnæði í stað neyðarathvarfs. Þessi niðurstaða er sambærileg við niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis á þörfum heimilislausra.
Flest búsetuúrræði sem standa heimilislausu fólki til boða í Reykjavík eru háð þeim skilyrðum að einstaklingurinn sé edrú. Þessi skilyrði hindra fólkið í að taka á vanda sínum. Það er statt í vítahring sem erfitt er að rjúfa við núverandi aðstæður þar sem fólkið nær ekki að verða edrú meðan það býr á götunni. Einstaklingar eru fastir í stöðu sinni og ná ekki skrefi lengra í lífi sínu.
Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér og sinni velferð, það verður ekki gert fyrir hvern og einn. Hins vegar er hægt að skapa aðstæður til að auka velferð sem flestra og gera þeim kleift að vera þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er að veita þeim einstaklingum umönnun og viðunandi lífsskilyrði sem vilja ekki eða geta ekki hætt neyslu þrátt fyrir endurteknar meðferðir. Þessir einstaklingar eiga rétt á að fá grunnþörfum sínum fullnægt með fæði, klæði og húsnæði eins og aðrir þegnar samfélagsins. Réttindum fylgja skyldur og skyldurnar þurfa að vera í samræmi við getu og hæfileika hvers og eins. Mikilvægt er að vinna í samvinnu við einstaklingana sjálfa og gefa þeim tækifæri til þess að koma með hugmyndir að framtíðaráætlunum sínum og fylgja þeim eftir.
Útrýma þarf ölmusuhugsun
Í þessari vinnu verður að tryggja að mannréttindahugsun verði höfð að leiðarljósi og ölmusuhugsun verði útrýmt. Það þarf að ríkja gagnkvæm virðing og skilningur allra á því að einstaklingur tapi ekki réttindum sínum né verði hann sviptur möguleikanum á að sinna skyldum sínum þótt hann sé í virkri vímuefnaneyslu. Brýnt er að einstaklingur sé ekki einungis þiggjandi heldur líka þátttakandi í samfélaginu sem getur bætt félagslega stöðu hans og sjálfsmynd.
Það er áskorun fyrir þá sem að málaflokknum koma að stuðla að breyttum vinnuaðferðum til að mæta þörfum fólksins. Mikilvægt er að greina vandann og byggja upp langtímaúrræði í stað skammtímaneyðaraðstoðar sem viðheldur ástandinu. Það þarf að skapa aðstæður sem gera fólkinu kleift að hafa áhrif á stöðu sína í stað þess að búa við íþyngjandi skilyrði sem hindra fólkið í að ná skrefi lengra í lífi sínu. Við réttar aðstæður í samfélaginu geta flestir einstaklingar bætt stöðu sína og hámarkað hagnað samfélagsins sem eru bestu lífsgæði öllum til handa.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar