Hlunnfarnar um tugi milljóna Heiða Björg Hilmarsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 17. september 2013 06:00 Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar