Hlunnfarnar um tugi milljóna Heiða Björg Hilmarsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 17. september 2013 06:00 Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun