Umferðarmenning á Íslandi – góð eða slæm? Kristján Ólafur Guðnason skrifar 14. september 2013 07:00 Þegar rætt er og ritað um umferðarmenningu hér á landi er það gjarnan á neikvæðan hátt. Dónaskapur og tillitsleysi í umferð þykir landlæg. Virðingarleysi gagnvart umferðarlögum og umferðarreglum einnig. Í þessum anda berast lögreglu margar ábendingar um hegðun í umferð sem ekki þykir til eftirbreytni, sé stórhættuleg og nánast allir stunda. Þessum ábendingum fylgir gjarnan neðanmáls að það sem kvartað er yfir sýni svo ekki verði um villst að umferðarmenning hér á landi sé verri en í öðrum löndum; að slík hegðun í umferð þekkist hvergi á byggðu bóli nema hér. Lögregla hefur í gegnum tíðina móttekið þessar tilkynningar og brugðist við eftir efnum og aðstæðum, án þess þó að hafa nægjanleg gögn í höndum til að staðreyna eða meta hvort rétt sé með farið. Með betri skráningu gagna og úrvinnslu hjá lögreglu og Samgöngustofu meðal annars, auk kannana sem framkvæmdar hafa verið, hefur lögregla öðlast betri forsendur en áður til að meta ástand í umferðarmálum hverju sinni. Ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir hafa þannig orðið upplýstari og markvissari en ella. Gögnin gefa auk þess möguleika á að leggja mat á umferðarmenningu hér á landi í samanburði við önnur lönd og hvort okkur fari fram eða aftur miðað við þróun hér innanlands. Þannig hefur fjöldi banaslysa verið borinn saman við önnur norræn ríki sem þykja standa hvað best að vígi í umferðarmálum í veröldinni. Orsakir slysa hér á landi hafa einnig verið skoðaðar og þróun þeirra síðustu ár.Jákvæðari sjálfsmynd Helstu niðurstöður eru þær að banaslys hér á hverja 100.000 íbúa, samkvæmt gögnum Samgöngustofu, eru sambærileg í fjölda að meðaltali og annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2012. Ef eingöngu er litið til talna fyrir árið 2012 eru fæst banaslys hér á landi eða 2,8 á hverja 100.000 íbúa. Flest eru þau í Finnlandi eða 4,7. Slysum í umferð hér á landi fækkar auk þess um 32% frá árinu 2008. Slysum sem rekja má til áhættuhegðunar í umferð fækkar þannig einnig, svo sem brot gegn stöðvunarskyldu og biðskyldu, akstur mót rauðu ljósi og ölvunar- og hraðakstur. Svo virðist því sem fullyrðingar um lélega umferðarmenningu hér á landi, miðað við fyrirliggjandi gögn, séu án mikillar innstæðu. Hana má þó vissulega bæta. Umferðarslysum það sem af er þessu ári hefur til að mynda fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2012 og alvarleg slys orðið nýverið. Það er óásættanlegt. Ein leið til að koma í veg fyrir slys gæti verið að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd okkar sem vegfarenda með breyttri umræðu. Þar eigum við innstæðu samanber jákvæða þróun í fjölda slysa og samanburð við aðrar norrænar þjóðir. Leyfum okkur í það minnsta að njóta sannmælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er og ritað um umferðarmenningu hér á landi er það gjarnan á neikvæðan hátt. Dónaskapur og tillitsleysi í umferð þykir landlæg. Virðingarleysi gagnvart umferðarlögum og umferðarreglum einnig. Í þessum anda berast lögreglu margar ábendingar um hegðun í umferð sem ekki þykir til eftirbreytni, sé stórhættuleg og nánast allir stunda. Þessum ábendingum fylgir gjarnan neðanmáls að það sem kvartað er yfir sýni svo ekki verði um villst að umferðarmenning hér á landi sé verri en í öðrum löndum; að slík hegðun í umferð þekkist hvergi á byggðu bóli nema hér. Lögregla hefur í gegnum tíðina móttekið þessar tilkynningar og brugðist við eftir efnum og aðstæðum, án þess þó að hafa nægjanleg gögn í höndum til að staðreyna eða meta hvort rétt sé með farið. Með betri skráningu gagna og úrvinnslu hjá lögreglu og Samgöngustofu meðal annars, auk kannana sem framkvæmdar hafa verið, hefur lögregla öðlast betri forsendur en áður til að meta ástand í umferðarmálum hverju sinni. Ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir hafa þannig orðið upplýstari og markvissari en ella. Gögnin gefa auk þess möguleika á að leggja mat á umferðarmenningu hér á landi í samanburði við önnur lönd og hvort okkur fari fram eða aftur miðað við þróun hér innanlands. Þannig hefur fjöldi banaslysa verið borinn saman við önnur norræn ríki sem þykja standa hvað best að vígi í umferðarmálum í veröldinni. Orsakir slysa hér á landi hafa einnig verið skoðaðar og þróun þeirra síðustu ár.Jákvæðari sjálfsmynd Helstu niðurstöður eru þær að banaslys hér á hverja 100.000 íbúa, samkvæmt gögnum Samgöngustofu, eru sambærileg í fjölda að meðaltali og annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 2003 til 2012. Ef eingöngu er litið til talna fyrir árið 2012 eru fæst banaslys hér á landi eða 2,8 á hverja 100.000 íbúa. Flest eru þau í Finnlandi eða 4,7. Slysum í umferð hér á landi fækkar auk þess um 32% frá árinu 2008. Slysum sem rekja má til áhættuhegðunar í umferð fækkar þannig einnig, svo sem brot gegn stöðvunarskyldu og biðskyldu, akstur mót rauðu ljósi og ölvunar- og hraðakstur. Svo virðist því sem fullyrðingar um lélega umferðarmenningu hér á landi, miðað við fyrirliggjandi gögn, séu án mikillar innstæðu. Hana má þó vissulega bæta. Umferðarslysum það sem af er þessu ári hefur til að mynda fjölgað lítillega á höfuðborgarsvæðinu miðað við árið 2012 og alvarleg slys orðið nýverið. Það er óásættanlegt. Ein leið til að koma í veg fyrir slys gæti verið að byggja upp jákvæðari sjálfsmynd okkar sem vegfarenda með breyttri umræðu. Þar eigum við innstæðu samanber jákvæða þróun í fjölda slysa og samanburð við aðrar norrænar þjóðir. Leyfum okkur í það minnsta að njóta sannmælis.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun