Raki í húsnæði 20 prósenta Íslendinga Valur Grettisson skrifar 12. september 2013 07:00 Tengsl eru á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda. mynd/Sylgja Dögg sigurjónsdóttir Um 20 prósent Íslendinga segjast vera með vatnsleka í híbýlum sínum en sjö prósent með sýnilega myglu eða skemmd gólfefni vegna raka. Öndunarfæraeinkenni hjá þeim sem búa í rakaskemmdum híbýlum eru 30 til 50 prósentum algengari en hjá þeim sem ekki búa við raka. Þetta eru niðurstöður samnorrænnar rannsóknar vísindamanna sem gerð var árið 2000. „Þetta var 15.500 manna úrtak og rannsóknin var hluti af könnun í Norður-Evrópu,“ segir María Gunnbjörnsdóttir, yfirlæknir á ofnæmisdeild Landspítalans. Hún er einn þeirra sérfræðinga sem taka þátt í málþingi um raka og myglu í byggingum á Grand Hótel í Reykjavík á morgun. María mun fjalla um tíðni rakaskemmda og tengsl við öndunarfæraeinkenni. Tilgangur málþingsins er að efla vitund um málefnið, styrkja samvinnu fagaðila og hefja aðgerðir til þess að sporna við vandamálinu. Þeir sem standa að málþinginu eru Mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, fagfélög innan byggingageirans og IceIAQ, þ.e. Íslandsdeild alþjóðlegra samtaka um heilnæmt inniloft. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, formaður IceIAQ og sérfræðingur hjá Húsum & heilsu, segir Íslendinga vera að vakna til vitundar um vandann og þær afleiðingar sem hann getur haft í för með sér. „Það er ekki því að kenna að við viljum ekki bregðast við þessu, heldur hefur upplýsingaflæðið ekki verið nóg. Við höfum bolmagn til að vera framarlega á þessu sviði en þurfum bara að sinna málefninu. Við erum ekki að reyna að finna sökudólga, heldur þurfum við að efla samvinnu og faglega umræðu á þessu sviði.“ María segir niðurstöður könnunarinnar hér á landi sambærilegar við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið annars staðar. „Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að tengsl séu á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda.“ Hún bendir á að tengsl séu ekki það sama og orsakasamband. „Enn í dag höfum við ekki nóg í höndunum til að fullyrða að um orsakasamband sé að ræða þótt tengsl séu skýr milli raka og heilsuvanda.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Um 20 prósent Íslendinga segjast vera með vatnsleka í híbýlum sínum en sjö prósent með sýnilega myglu eða skemmd gólfefni vegna raka. Öndunarfæraeinkenni hjá þeim sem búa í rakaskemmdum híbýlum eru 30 til 50 prósentum algengari en hjá þeim sem ekki búa við raka. Þetta eru niðurstöður samnorrænnar rannsóknar vísindamanna sem gerð var árið 2000. „Þetta var 15.500 manna úrtak og rannsóknin var hluti af könnun í Norður-Evrópu,“ segir María Gunnbjörnsdóttir, yfirlæknir á ofnæmisdeild Landspítalans. Hún er einn þeirra sérfræðinga sem taka þátt í málþingi um raka og myglu í byggingum á Grand Hótel í Reykjavík á morgun. María mun fjalla um tíðni rakaskemmda og tengsl við öndunarfæraeinkenni. Tilgangur málþingsins er að efla vitund um málefnið, styrkja samvinnu fagaðila og hefja aðgerðir til þess að sporna við vandamálinu. Þeir sem standa að málþinginu eru Mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, fagfélög innan byggingageirans og IceIAQ, þ.e. Íslandsdeild alþjóðlegra samtaka um heilnæmt inniloft. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, formaður IceIAQ og sérfræðingur hjá Húsum & heilsu, segir Íslendinga vera að vakna til vitundar um vandann og þær afleiðingar sem hann getur haft í för með sér. „Það er ekki því að kenna að við viljum ekki bregðast við þessu, heldur hefur upplýsingaflæðið ekki verið nóg. Við höfum bolmagn til að vera framarlega á þessu sviði en þurfum bara að sinna málefninu. Við erum ekki að reyna að finna sökudólga, heldur þurfum við að efla samvinnu og faglega umræðu á þessu sviði.“ María segir niðurstöður könnunarinnar hér á landi sambærilegar við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið annars staðar. „Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að tengsl séu á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda.“ Hún bendir á að tengsl séu ekki það sama og orsakasamband. „Enn í dag höfum við ekki nóg í höndunum til að fullyrða að um orsakasamband sé að ræða þótt tengsl séu skýr milli raka og heilsuvanda.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira