ADHD og einelti Björk Þórarinsdóttir skrifar 4. september 2013 00:01 Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun