Í nærveru sálar Karen Elísabet Halldórsdóttir skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Sumt setur mann einfaldlega hljóðan. Við gerum okkur flest grein fyrir því að viss misskipting er veruleiki í okkar ágæta samfélagi. Sumir hafa það mjög gott og aðrir gætu haft það betra. Fjárhagsstaða heimila víða er í miklu uppnámi og enn fjölgar þeim sem þurfa að sækja sér aðstoð hjá Umboðsmanni skuldara. Ég fór í sund núna um daginn sem er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að í klefanum voru nokkrar smástelpur, ca. átta ára að koma úr sturtu. Ein þeirra æpti upp fyrir sig og sagði við vinkonuna; „OMG ertu með Iphone 5, vá æðislegt“. Mér er litið við þar sem að ég hef átt margar misvitrar samræður við 12 ára dóttur mína um tilgangsleysi svona dýrra tækja í höndum barna. Stúlkan heldur áfram; „ég á svona Iphone 4, sem er bara glatað!“. Þá dettur upp úr þriðju stúlkunni; „dísus, ég er bara með eitthvað LG drasl, langar geggjað í svona flottan síma!“. Þegar að þessu er komið er ég farin að stara á stúlkurnar, og sé að restin af stúlkuhópnum verður svolítið niðurlútur, og ein segir; „mamma mín á LG“ og þá enn önnur segir; „ég á ekki neinn síma“. Neyðarleg þögn tekur við í vinkonuhópnum og ég fer fussandi í sundið yfir þessum litlu sætu krílum sem vita ekki betur. Þetta samtal ungra barna hefur setið í mér eftir að ég varð vitni að því. Eins og ég tók fram í upphafi þá vitum við að kjör okkar eru misjöfn og jafnvel verðmætagildi okkar enn ólíkara. Ég t.d. get alveg keypt dýran síma handa dóttur minni, en ég bara kýs að gera það ekki. Hins vegar fer það fyrir brjóstið á mér og ég velti fyrir mér hvert við erum að stefna þegar við kennum ekki börnum okkar um að aðgát skuli hafa í nærveru sálar. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við það að geta veitt börnunum sínum dýra hluti sem þau lukkuleg spranga um með. Það er hins vegar ábyrgðarhluti og algerlega nauðsynlegt að kenna þeim að skilja það og virða að það búa ekki allir við sömu kjör. Við lifum í afskaplega undarlegum heimi. Þar sem að gæðum er sannarlega misskipt á milli landa sem og innan þeirra. Efnishyggjan hefur meira og minna stjórnað vestrænum heimi á meðan fátækt og sultur einkennir önnur svæði. Símar og fatnaður er orðið að vissum stöðutáknum hjá krökkum, sem gerir misjafnar aðstæður fjölskyldna enn viðkvæmari og erfiðari. Við verðum að sýna samfélagslega ábyrgð á þeim aðstæðum sem við búum í en þar gildir einnig líka að kenna börnum okkar að virða umhverfið okkar sem er fallvalt og margbreytilegt. Þessar litlu krúttsprengjur í sundinu vissu ekki betur, en samtal þeirra segir mér á að við byrjum aldrei nógu snemma að undirbúa börnin okkar að sýna samkennd og tillitsemi fyrir aðstæðum annarra sérstaklega á tímum efnahagslegra þrenginga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sumt setur mann einfaldlega hljóðan. Við gerum okkur flest grein fyrir því að viss misskipting er veruleiki í okkar ágæta samfélagi. Sumir hafa það mjög gott og aðrir gætu haft það betra. Fjárhagsstaða heimila víða er í miklu uppnámi og enn fjölgar þeim sem þurfa að sækja sér aðstoð hjá Umboðsmanni skuldara. Ég fór í sund núna um daginn sem er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að í klefanum voru nokkrar smástelpur, ca. átta ára að koma úr sturtu. Ein þeirra æpti upp fyrir sig og sagði við vinkonuna; „OMG ertu með Iphone 5, vá æðislegt“. Mér er litið við þar sem að ég hef átt margar misvitrar samræður við 12 ára dóttur mína um tilgangsleysi svona dýrra tækja í höndum barna. Stúlkan heldur áfram; „ég á svona Iphone 4, sem er bara glatað!“. Þá dettur upp úr þriðju stúlkunni; „dísus, ég er bara með eitthvað LG drasl, langar geggjað í svona flottan síma!“. Þegar að þessu er komið er ég farin að stara á stúlkurnar, og sé að restin af stúlkuhópnum verður svolítið niðurlútur, og ein segir; „mamma mín á LG“ og þá enn önnur segir; „ég á ekki neinn síma“. Neyðarleg þögn tekur við í vinkonuhópnum og ég fer fussandi í sundið yfir þessum litlu sætu krílum sem vita ekki betur. Þetta samtal ungra barna hefur setið í mér eftir að ég varð vitni að því. Eins og ég tók fram í upphafi þá vitum við að kjör okkar eru misjöfn og jafnvel verðmætagildi okkar enn ólíkara. Ég t.d. get alveg keypt dýran síma handa dóttur minni, en ég bara kýs að gera það ekki. Hins vegar fer það fyrir brjóstið á mér og ég velti fyrir mér hvert við erum að stefna þegar við kennum ekki börnum okkar um að aðgát skuli hafa í nærveru sálar. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við það að geta veitt börnunum sínum dýra hluti sem þau lukkuleg spranga um með. Það er hins vegar ábyrgðarhluti og algerlega nauðsynlegt að kenna þeim að skilja það og virða að það búa ekki allir við sömu kjör. Við lifum í afskaplega undarlegum heimi. Þar sem að gæðum er sannarlega misskipt á milli landa sem og innan þeirra. Efnishyggjan hefur meira og minna stjórnað vestrænum heimi á meðan fátækt og sultur einkennir önnur svæði. Símar og fatnaður er orðið að vissum stöðutáknum hjá krökkum, sem gerir misjafnar aðstæður fjölskyldna enn viðkvæmari og erfiðari. Við verðum að sýna samfélagslega ábyrgð á þeim aðstæðum sem við búum í en þar gildir einnig líka að kenna börnum okkar að virða umhverfið okkar sem er fallvalt og margbreytilegt. Þessar litlu krúttsprengjur í sundinu vissu ekki betur, en samtal þeirra segir mér á að við byrjum aldrei nógu snemma að undirbúa börnin okkar að sýna samkennd og tillitsemi fyrir aðstæðum annarra sérstaklega á tímum efnahagslegra þrenginga.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun