(Ó)hamingja er smitandi Alexander Briem skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Undanfarið hafa margir Íslendingar vælt um það að hvað aðrir Íslendingar væli mikið. Í þessum skrifuðu orðum hef ég búið í Bretlandi í tæpt ár og fólk hér vælir líka gífurlega mikið. Annaðhvort hefur verið allt of kalt eða allt of heitt. Reginmunurinn er kannski sá að það eru ekki jafn skýr merki um undirliggjandi reiði í væli þeirra Breta sem orðið hafa á vegi mínum. Ekki svo að segja að Íslendingar verði bálreiðir út í veðrið en Íslendingum mislíkar vissulega misrétti, og það réttilega. Fólk er einfaldlega ósammála um hvað telst til misréttis, vegna þess að fólk er misjafnt. Sumir eru gagnkynhneigðir og aðrir samkynhneigðir. Helmingur mannkyns er t.d. með öðruvísi kynfæri en ég. Ég er gagnkynhneigður karlmaður og í mínum huga fyrirfinnst ekki meira misrétti en það augljósasta; annars vegar skilar kvenkynið tveimur þriðju af launuðum vinnustundum mannkyns, fær tíund af heildarlaunum mannkyns og á innan við eitt prósent eigna. Hins vegar sú staðreynd að í núverandi heimalandi mínu sagðist aðeins einn af hverjum hundrað vera samkynhneigður, þrátt fyrir að um árabil hafi verið talið að a.m.k. einn af hverjum tíu væri samkynhneigður. Þetta var í fyrstu könnun um kynhneigð sem gerð var á vegum hins opinbera hér. Könnunin er aðeins þriggja ára gömul. Flestir þeirra sem sögðust vera samkynhneigðir bjuggu í Lundúnum en fæstir á Norður-Írlandi. Hvernig ætli útkoman yrði ef sama könnun yrði gerð af hinu opinbera í Rússlandi? Síðan má að sjálfsögðu rífast um alla þessa tölfræði, en til hvers? Hvað fæst út úr því? Frá örófi alda hefur tíðkast að iðka þrætubókarlist til að dreifa athygli almennings frá aðalatriðum. Frá sjálfsögðum mannréttindum. Frá því sem væri hægt að breyta, legði fólk þá orku sem fer í rifrildi í einfaldar gjörðir. Ef það er kalt úti, getum við rætt málin á yfirveguðum nótum á meðan farið er í úlpur. Ef það er heitt úti, fækkum við fötum. „Bombing for peace is like fucking for virginity.“Til valdhafa Fólk getur verið ósammála því sem Jón Gnarr stendur fyrir en allir geta verið sammála um að hann er undantekningin sem sannar regluna. Reglan er sú að valdhafar eru íhaldssamir, sem þýðir bókstaflega að þeir halda í fortíðina og því lengra sem farið er aftur í tímann verður staða kvenna og samkynhneigðra verri og verri. Jón Gnarr er maður í valdastöðu sem notar frumlegar aðferðir til að vekja athygli á sjálfsögðum mannréttindum, athygli sem nær langt út fyrir landsteinana. Því hefur verið hughreystandi að fylgjast með en í raun þykir mér það líka gífurlega sorglegt. Ég fer að hugsa um hvað allir aðrir borgarstjórar, forsetar og ríkisstjórnir heims gætu afrekað en kjósa í stað þess að vera fjötraðir í viðjum vanans og iðka sína þrætubókarlist. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort fólk vilji ekki breytingar til hins betra fyrir alla heildina. Vill fólk bara vekja athygli á sjálfu sér til að koma sér áfram á ímyndaða toppinn? Vill fólk kannski bara búa í sjálffélagi í stað samfélags? Ekki lítur út fyrir það þegar við göngum saman, hvort sem það er í Druslugöngu eða Gleðigöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa margir Íslendingar vælt um það að hvað aðrir Íslendingar væli mikið. Í þessum skrifuðu orðum hef ég búið í Bretlandi í tæpt ár og fólk hér vælir líka gífurlega mikið. Annaðhvort hefur verið allt of kalt eða allt of heitt. Reginmunurinn er kannski sá að það eru ekki jafn skýr merki um undirliggjandi reiði í væli þeirra Breta sem orðið hafa á vegi mínum. Ekki svo að segja að Íslendingar verði bálreiðir út í veðrið en Íslendingum mislíkar vissulega misrétti, og það réttilega. Fólk er einfaldlega ósammála um hvað telst til misréttis, vegna þess að fólk er misjafnt. Sumir eru gagnkynhneigðir og aðrir samkynhneigðir. Helmingur mannkyns er t.d. með öðruvísi kynfæri en ég. Ég er gagnkynhneigður karlmaður og í mínum huga fyrirfinnst ekki meira misrétti en það augljósasta; annars vegar skilar kvenkynið tveimur þriðju af launuðum vinnustundum mannkyns, fær tíund af heildarlaunum mannkyns og á innan við eitt prósent eigna. Hins vegar sú staðreynd að í núverandi heimalandi mínu sagðist aðeins einn af hverjum hundrað vera samkynhneigður, þrátt fyrir að um árabil hafi verið talið að a.m.k. einn af hverjum tíu væri samkynhneigður. Þetta var í fyrstu könnun um kynhneigð sem gerð var á vegum hins opinbera hér. Könnunin er aðeins þriggja ára gömul. Flestir þeirra sem sögðust vera samkynhneigðir bjuggu í Lundúnum en fæstir á Norður-Írlandi. Hvernig ætli útkoman yrði ef sama könnun yrði gerð af hinu opinbera í Rússlandi? Síðan má að sjálfsögðu rífast um alla þessa tölfræði, en til hvers? Hvað fæst út úr því? Frá örófi alda hefur tíðkast að iðka þrætubókarlist til að dreifa athygli almennings frá aðalatriðum. Frá sjálfsögðum mannréttindum. Frá því sem væri hægt að breyta, legði fólk þá orku sem fer í rifrildi í einfaldar gjörðir. Ef það er kalt úti, getum við rætt málin á yfirveguðum nótum á meðan farið er í úlpur. Ef það er heitt úti, fækkum við fötum. „Bombing for peace is like fucking for virginity.“Til valdhafa Fólk getur verið ósammála því sem Jón Gnarr stendur fyrir en allir geta verið sammála um að hann er undantekningin sem sannar regluna. Reglan er sú að valdhafar eru íhaldssamir, sem þýðir bókstaflega að þeir halda í fortíðina og því lengra sem farið er aftur í tímann verður staða kvenna og samkynhneigðra verri og verri. Jón Gnarr er maður í valdastöðu sem notar frumlegar aðferðir til að vekja athygli á sjálfsögðum mannréttindum, athygli sem nær langt út fyrir landsteinana. Því hefur verið hughreystandi að fylgjast með en í raun þykir mér það líka gífurlega sorglegt. Ég fer að hugsa um hvað allir aðrir borgarstjórar, forsetar og ríkisstjórnir heims gætu afrekað en kjósa í stað þess að vera fjötraðir í viðjum vanans og iðka sína þrætubókarlist. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort fólk vilji ekki breytingar til hins betra fyrir alla heildina. Vill fólk bara vekja athygli á sjálfu sér til að koma sér áfram á ímyndaða toppinn? Vill fólk kannski bara búa í sjálffélagi í stað samfélags? Ekki lítur út fyrir það þegar við göngum saman, hvort sem það er í Druslugöngu eða Gleðigöngu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar