Hvers virði eru bankarnir? Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Núverandi fyrirkomulag þar sem einkabankar sjá að mestu um útgáfu „peninga“ er ein af ástæðum þess að ójafnvægi ríkir í hagkerfinu. Fyrirkomulag peningaútgáfunnar hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og sumar þeirra hafa aukið á vanda okkar. Hvernig er þessum málum háttað í dag? Peningar eru lagðir inn á banka. Í framhaldi veitir bankinn jafn hátt lán og þá „skuldar“ bankinn tvöfalt það sem inn var lagt og „peningum“ í umferð hefur fjölgað. Upphæðin sem lögð var inn hefur tvöfaldast. Bæði sparifjáreigandinn og lántakinn eiga reikning í bankanum sem sýna plús og fé til ráðstöfunar. Eignir bankans á móti eru peningarnir sem lagðir voru inn og svo viðurkenning frá lántakandanum um að borga seinna. Í krafti orðspors síns og með millibankalánum getur bankinn haldið áfram að lána einstaklingum. Fleiri fá inneign á reikningana sína gegn loforði um að borga síðar og „peningum“ í umferð fjölgar. Í dag takmarkar bindiskylda útlánagetu, þ.e. peningaútgáfu bankanna, með því að klípa alltaf svolítið af hverju innláni, lítinn hluta, sem ekki má lána út aftur – hluta sem er settur til hliðar og geymdur, þ.e. brotaforðinn. Brotaforðakerfið setur því ákveðnar hömlur en bankar vilja að sjálfsögðu hafa útlánin sem mest, enda fást af þeim vextir. Bankar gætu aukið magn útlána hömlulaust ef ekki væri einhver bindiskylda. Aðrar takmarkanir eru eiginfjárreglur og lausafjárskylda sem þó eru ekki meira hamlandi fyrir „peningaprentunina“. Bankar eru í raun alla daga að búa til peninga í formi útlána þótt flestir hugsi um þetta fyrirbæri sem pappírsseðla og mynt útgefna af ríkinu. Það form peninga er aðeins lítið brot af „peningum“ í umferð. Og þrátt fyrir bindiskyldu og brotaforða hafa skapast gífurleg vandamál á Vesturlöndum, sbr. Northern Rock í Bretlandi haustið 2007 þar sem of margir vildu fá peningana sína samtímis.Hvað er heildarforðakerfi? Þegar vel gengur vilja bankar lána sem mest og peningamagn vex með samsvarandi þenslu í hagkerfinu. Þegar illa gengur vilja bankar eðlilega innkalla lán, sem aftur dregur úr peningamagni í umferð. Augljóst er að þetta fyrirkomulag skapar vanda og áhugaverð lausn á því er heildarforðakerfi. Heildarforðakerfi grundvallast á því að „sjálfstæð óháð stofnun“ ákvarði og gefi út allt peningamagn í umferð, byggt á stærð og verðmætasköpun hagkerfisins. Augljóslega er viturlegt að skoða hvort heildarforðakerfi er ekki betra fyrirkomulag en „peningaprentun“ bankanna. Ekki má gleyma að aukið magn peninga, umfram raunverulega verðmætasköpun í samfélaginu, rýrir verðgildi þeirra og skapar verðbólgu. Þessi hugmynd er hvorki ný né óumdeild en hefur samt ekki verið sett í framkvæmd. Hagsmunir banka og ótti við breytingar eru sennilega besta svarið. Það að óháð nefnd eða ráð ákveði peningamagn í umferð kallar líka á umræðu. Hvernig er hægt að tryggja að peningamagn í umferð samsvari stærð hagkerfis og hagvexti? Að sjálfsögðu verður að tryggja sjálfstæði, hlutlægni og gegnsæi slíkra ákvarðana. Bankar myndu áfram sjá um „verðbréfasjóði“, umsýslu sparnaðar og fjármálaþjónustu. Með „verðbréfasjóði“ er átt við sjóði sem fjárfesta í margvíslegum skilríkjum, þ.e. pappírum sem vísa á undirliggjandi verðmæti. Slíkir pappírar geta verið mjög seljanlegir eða nánast ígildi peninga eða fjárfest er til lengri tíma í varanlegri eignum. Þótt heildarforðakerfi byggi á að sparnaður sé meira bundinn heldur en í brotaforðakerfi geta fjármunir samt verið mjög aðgengilegir. Almenningur í Bandaríkjunum leggur t.d. mikið af sparnaði í verðbréfasjóði (e. mutual funds) og getur með tengdum veltureikningum notað þá fjármuni fyrir daglegum útgjöldum. Vel mætti hugsa sér að slíkir reikningar nytu aukinnar verndar. Bankar hafa því stórt hlutverk þótt þeir fái ekki að búa til peninga. Til frekari fróðleiks er bent á vefinn betrapeningakerfi.is og umsögn Frosta Sigurjónssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í desember 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Núverandi fyrirkomulag þar sem einkabankar sjá að mestu um útgáfu „peninga“ er ein af ástæðum þess að ójafnvægi ríkir í hagkerfinu. Fyrirkomulag peningaútgáfunnar hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og sumar þeirra hafa aukið á vanda okkar. Hvernig er þessum málum háttað í dag? Peningar eru lagðir inn á banka. Í framhaldi veitir bankinn jafn hátt lán og þá „skuldar“ bankinn tvöfalt það sem inn var lagt og „peningum“ í umferð hefur fjölgað. Upphæðin sem lögð var inn hefur tvöfaldast. Bæði sparifjáreigandinn og lántakinn eiga reikning í bankanum sem sýna plús og fé til ráðstöfunar. Eignir bankans á móti eru peningarnir sem lagðir voru inn og svo viðurkenning frá lántakandanum um að borga seinna. Í krafti orðspors síns og með millibankalánum getur bankinn haldið áfram að lána einstaklingum. Fleiri fá inneign á reikningana sína gegn loforði um að borga síðar og „peningum“ í umferð fjölgar. Í dag takmarkar bindiskylda útlánagetu, þ.e. peningaútgáfu bankanna, með því að klípa alltaf svolítið af hverju innláni, lítinn hluta, sem ekki má lána út aftur – hluta sem er settur til hliðar og geymdur, þ.e. brotaforðinn. Brotaforðakerfið setur því ákveðnar hömlur en bankar vilja að sjálfsögðu hafa útlánin sem mest, enda fást af þeim vextir. Bankar gætu aukið magn útlána hömlulaust ef ekki væri einhver bindiskylda. Aðrar takmarkanir eru eiginfjárreglur og lausafjárskylda sem þó eru ekki meira hamlandi fyrir „peningaprentunina“. Bankar eru í raun alla daga að búa til peninga í formi útlána þótt flestir hugsi um þetta fyrirbæri sem pappírsseðla og mynt útgefna af ríkinu. Það form peninga er aðeins lítið brot af „peningum“ í umferð. Og þrátt fyrir bindiskyldu og brotaforða hafa skapast gífurleg vandamál á Vesturlöndum, sbr. Northern Rock í Bretlandi haustið 2007 þar sem of margir vildu fá peningana sína samtímis.Hvað er heildarforðakerfi? Þegar vel gengur vilja bankar lána sem mest og peningamagn vex með samsvarandi þenslu í hagkerfinu. Þegar illa gengur vilja bankar eðlilega innkalla lán, sem aftur dregur úr peningamagni í umferð. Augljóst er að þetta fyrirkomulag skapar vanda og áhugaverð lausn á því er heildarforðakerfi. Heildarforðakerfi grundvallast á því að „sjálfstæð óháð stofnun“ ákvarði og gefi út allt peningamagn í umferð, byggt á stærð og verðmætasköpun hagkerfisins. Augljóslega er viturlegt að skoða hvort heildarforðakerfi er ekki betra fyrirkomulag en „peningaprentun“ bankanna. Ekki má gleyma að aukið magn peninga, umfram raunverulega verðmætasköpun í samfélaginu, rýrir verðgildi þeirra og skapar verðbólgu. Þessi hugmynd er hvorki ný né óumdeild en hefur samt ekki verið sett í framkvæmd. Hagsmunir banka og ótti við breytingar eru sennilega besta svarið. Það að óháð nefnd eða ráð ákveði peningamagn í umferð kallar líka á umræðu. Hvernig er hægt að tryggja að peningamagn í umferð samsvari stærð hagkerfis og hagvexti? Að sjálfsögðu verður að tryggja sjálfstæði, hlutlægni og gegnsæi slíkra ákvarðana. Bankar myndu áfram sjá um „verðbréfasjóði“, umsýslu sparnaðar og fjármálaþjónustu. Með „verðbréfasjóði“ er átt við sjóði sem fjárfesta í margvíslegum skilríkjum, þ.e. pappírum sem vísa á undirliggjandi verðmæti. Slíkir pappírar geta verið mjög seljanlegir eða nánast ígildi peninga eða fjárfest er til lengri tíma í varanlegri eignum. Þótt heildarforðakerfi byggi á að sparnaður sé meira bundinn heldur en í brotaforðakerfi geta fjármunir samt verið mjög aðgengilegir. Almenningur í Bandaríkjunum leggur t.d. mikið af sparnaði í verðbréfasjóði (e. mutual funds) og getur með tengdum veltureikningum notað þá fjármuni fyrir daglegum útgjöldum. Vel mætti hugsa sér að slíkir reikningar nytu aukinnar verndar. Bankar hafa því stórt hlutverk þótt þeir fái ekki að búa til peninga. Til frekari fróðleiks er bent á vefinn betrapeningakerfi.is og umsögn Frosta Sigurjónssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í desember 2012.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun