Hvers virði eru bankarnir? Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Núverandi fyrirkomulag þar sem einkabankar sjá að mestu um útgáfu „peninga“ er ein af ástæðum þess að ójafnvægi ríkir í hagkerfinu. Fyrirkomulag peningaútgáfunnar hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og sumar þeirra hafa aukið á vanda okkar. Hvernig er þessum málum háttað í dag? Peningar eru lagðir inn á banka. Í framhaldi veitir bankinn jafn hátt lán og þá „skuldar“ bankinn tvöfalt það sem inn var lagt og „peningum“ í umferð hefur fjölgað. Upphæðin sem lögð var inn hefur tvöfaldast. Bæði sparifjáreigandinn og lántakinn eiga reikning í bankanum sem sýna plús og fé til ráðstöfunar. Eignir bankans á móti eru peningarnir sem lagðir voru inn og svo viðurkenning frá lántakandanum um að borga seinna. Í krafti orðspors síns og með millibankalánum getur bankinn haldið áfram að lána einstaklingum. Fleiri fá inneign á reikningana sína gegn loforði um að borga síðar og „peningum“ í umferð fjölgar. Í dag takmarkar bindiskylda útlánagetu, þ.e. peningaútgáfu bankanna, með því að klípa alltaf svolítið af hverju innláni, lítinn hluta, sem ekki má lána út aftur – hluta sem er settur til hliðar og geymdur, þ.e. brotaforðinn. Brotaforðakerfið setur því ákveðnar hömlur en bankar vilja að sjálfsögðu hafa útlánin sem mest, enda fást af þeim vextir. Bankar gætu aukið magn útlána hömlulaust ef ekki væri einhver bindiskylda. Aðrar takmarkanir eru eiginfjárreglur og lausafjárskylda sem þó eru ekki meira hamlandi fyrir „peningaprentunina“. Bankar eru í raun alla daga að búa til peninga í formi útlána þótt flestir hugsi um þetta fyrirbæri sem pappírsseðla og mynt útgefna af ríkinu. Það form peninga er aðeins lítið brot af „peningum“ í umferð. Og þrátt fyrir bindiskyldu og brotaforða hafa skapast gífurleg vandamál á Vesturlöndum, sbr. Northern Rock í Bretlandi haustið 2007 þar sem of margir vildu fá peningana sína samtímis.Hvað er heildarforðakerfi? Þegar vel gengur vilja bankar lána sem mest og peningamagn vex með samsvarandi þenslu í hagkerfinu. Þegar illa gengur vilja bankar eðlilega innkalla lán, sem aftur dregur úr peningamagni í umferð. Augljóst er að þetta fyrirkomulag skapar vanda og áhugaverð lausn á því er heildarforðakerfi. Heildarforðakerfi grundvallast á því að „sjálfstæð óháð stofnun“ ákvarði og gefi út allt peningamagn í umferð, byggt á stærð og verðmætasköpun hagkerfisins. Augljóslega er viturlegt að skoða hvort heildarforðakerfi er ekki betra fyrirkomulag en „peningaprentun“ bankanna. Ekki má gleyma að aukið magn peninga, umfram raunverulega verðmætasköpun í samfélaginu, rýrir verðgildi þeirra og skapar verðbólgu. Þessi hugmynd er hvorki ný né óumdeild en hefur samt ekki verið sett í framkvæmd. Hagsmunir banka og ótti við breytingar eru sennilega besta svarið. Það að óháð nefnd eða ráð ákveði peningamagn í umferð kallar líka á umræðu. Hvernig er hægt að tryggja að peningamagn í umferð samsvari stærð hagkerfis og hagvexti? Að sjálfsögðu verður að tryggja sjálfstæði, hlutlægni og gegnsæi slíkra ákvarðana. Bankar myndu áfram sjá um „verðbréfasjóði“, umsýslu sparnaðar og fjármálaþjónustu. Með „verðbréfasjóði“ er átt við sjóði sem fjárfesta í margvíslegum skilríkjum, þ.e. pappírum sem vísa á undirliggjandi verðmæti. Slíkir pappírar geta verið mjög seljanlegir eða nánast ígildi peninga eða fjárfest er til lengri tíma í varanlegri eignum. Þótt heildarforðakerfi byggi á að sparnaður sé meira bundinn heldur en í brotaforðakerfi geta fjármunir samt verið mjög aðgengilegir. Almenningur í Bandaríkjunum leggur t.d. mikið af sparnaði í verðbréfasjóði (e. mutual funds) og getur með tengdum veltureikningum notað þá fjármuni fyrir daglegum útgjöldum. Vel mætti hugsa sér að slíkir reikningar nytu aukinnar verndar. Bankar hafa því stórt hlutverk þótt þeir fái ekki að búa til peninga. Til frekari fróðleiks er bent á vefinn betrapeningakerfi.is og umsögn Frosta Sigurjónssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í desember 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Núverandi fyrirkomulag þar sem einkabankar sjá að mestu um útgáfu „peninga“ er ein af ástæðum þess að ójafnvægi ríkir í hagkerfinu. Fyrirkomulag peningaútgáfunnar hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og sumar þeirra hafa aukið á vanda okkar. Hvernig er þessum málum háttað í dag? Peningar eru lagðir inn á banka. Í framhaldi veitir bankinn jafn hátt lán og þá „skuldar“ bankinn tvöfalt það sem inn var lagt og „peningum“ í umferð hefur fjölgað. Upphæðin sem lögð var inn hefur tvöfaldast. Bæði sparifjáreigandinn og lántakinn eiga reikning í bankanum sem sýna plús og fé til ráðstöfunar. Eignir bankans á móti eru peningarnir sem lagðir voru inn og svo viðurkenning frá lántakandanum um að borga seinna. Í krafti orðspors síns og með millibankalánum getur bankinn haldið áfram að lána einstaklingum. Fleiri fá inneign á reikningana sína gegn loforði um að borga síðar og „peningum“ í umferð fjölgar. Í dag takmarkar bindiskylda útlánagetu, þ.e. peningaútgáfu bankanna, með því að klípa alltaf svolítið af hverju innláni, lítinn hluta, sem ekki má lána út aftur – hluta sem er settur til hliðar og geymdur, þ.e. brotaforðinn. Brotaforðakerfið setur því ákveðnar hömlur en bankar vilja að sjálfsögðu hafa útlánin sem mest, enda fást af þeim vextir. Bankar gætu aukið magn útlána hömlulaust ef ekki væri einhver bindiskylda. Aðrar takmarkanir eru eiginfjárreglur og lausafjárskylda sem þó eru ekki meira hamlandi fyrir „peningaprentunina“. Bankar eru í raun alla daga að búa til peninga í formi útlána þótt flestir hugsi um þetta fyrirbæri sem pappírsseðla og mynt útgefna af ríkinu. Það form peninga er aðeins lítið brot af „peningum“ í umferð. Og þrátt fyrir bindiskyldu og brotaforða hafa skapast gífurleg vandamál á Vesturlöndum, sbr. Northern Rock í Bretlandi haustið 2007 þar sem of margir vildu fá peningana sína samtímis.Hvað er heildarforðakerfi? Þegar vel gengur vilja bankar lána sem mest og peningamagn vex með samsvarandi þenslu í hagkerfinu. Þegar illa gengur vilja bankar eðlilega innkalla lán, sem aftur dregur úr peningamagni í umferð. Augljóst er að þetta fyrirkomulag skapar vanda og áhugaverð lausn á því er heildarforðakerfi. Heildarforðakerfi grundvallast á því að „sjálfstæð óháð stofnun“ ákvarði og gefi út allt peningamagn í umferð, byggt á stærð og verðmætasköpun hagkerfisins. Augljóslega er viturlegt að skoða hvort heildarforðakerfi er ekki betra fyrirkomulag en „peningaprentun“ bankanna. Ekki má gleyma að aukið magn peninga, umfram raunverulega verðmætasköpun í samfélaginu, rýrir verðgildi þeirra og skapar verðbólgu. Þessi hugmynd er hvorki ný né óumdeild en hefur samt ekki verið sett í framkvæmd. Hagsmunir banka og ótti við breytingar eru sennilega besta svarið. Það að óháð nefnd eða ráð ákveði peningamagn í umferð kallar líka á umræðu. Hvernig er hægt að tryggja að peningamagn í umferð samsvari stærð hagkerfis og hagvexti? Að sjálfsögðu verður að tryggja sjálfstæði, hlutlægni og gegnsæi slíkra ákvarðana. Bankar myndu áfram sjá um „verðbréfasjóði“, umsýslu sparnaðar og fjármálaþjónustu. Með „verðbréfasjóði“ er átt við sjóði sem fjárfesta í margvíslegum skilríkjum, þ.e. pappírum sem vísa á undirliggjandi verðmæti. Slíkir pappírar geta verið mjög seljanlegir eða nánast ígildi peninga eða fjárfest er til lengri tíma í varanlegri eignum. Þótt heildarforðakerfi byggi á að sparnaður sé meira bundinn heldur en í brotaforðakerfi geta fjármunir samt verið mjög aðgengilegir. Almenningur í Bandaríkjunum leggur t.d. mikið af sparnaði í verðbréfasjóði (e. mutual funds) og getur með tengdum veltureikningum notað þá fjármuni fyrir daglegum útgjöldum. Vel mætti hugsa sér að slíkir reikningar nytu aukinnar verndar. Bankar hafa því stórt hlutverk þótt þeir fái ekki að búa til peninga. Til frekari fróðleiks er bent á vefinn betrapeningakerfi.is og umsögn Frosta Sigurjónssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í desember 2012.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun