Sóknarprestur er sammála Siðmennt 25. júlí 2013 07:00 Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar