Hver borgar kampavínið? Nafnlaust þykkildi Herdís Þorgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 Tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs eru vernduð í íslensku stjórnarskránni – og það er mannorð líka. Á tímum öflugrar netnotkunar og samfélagsmiðla, samþjöppunar fjölmiðla- og fjármálavalds, má einstaklingurinn sín lítils þegar rætin ummæli fara á flug og neðanbeltisáróður grasserar svo úr verður strategískt einelti sem oft er erfitt að rekja til upprunans. Lengi hef ég varið frelsi fjölmiðla til næstum óheftrar tjáningar í þágu almannahagsmuna, á grundvelli fræðilegra rannsókna á dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og túlkun hæstaréttar Bandaríkjanna á tjáningarfrelsisákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sýndi ég fram á hina ósýnilegu tálmun á tjáningarfrelsi fjölmiðla, sem fólgin var í íhlutun fjármálaafla sem stjórnvöld voru þegar heitbundin, og leiddi til sjálfs-ritskoðunar innan fjölmiðlanna og þöggunar í samfélaginu. Stórfyrirtæki á heimsmælikvarða eru orðin öflugri en mörg þjóðríki. Það er að berja hausnum við stein að neita að horfast í augu við þessa staðreynd og trúa því í raun að stjórnmálamaður, sem segist t.d. vilja tryggja jafnan aðgang allra að internetinu, megi sín einhvers ef risarnir á fjarskiptamarkaðinum ætla sér annað – spyrjið Barack Obama út í kosningaloforð hans um þessi efni eða Neelie Kroes í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem hefur yfirumsjón með netvæðingu. Hún svarar kröfunni um jafnan og opinn aðgang allra að internetinu („net-neutrality“) og efndir þar að lútandi með þessum orðum „þeir sem borga fyrir kampavíns-löns fá kampavín“ – á kostnað lýðræðisins. Þeir sem hafa efni á greiðari aðgangi að netinu fá greiðari aðgang.Ólgan kraumar Lögspekingurinn Ronald Dworkin gagnrýndi hæstarétt Bandaríkjanna fyrir að dæma lög andstæð stjórnarskrá sem bönnuðu stórfyrirtækjum að nota fé í fjölmiðlum til að hampa eða ráðast gegn ákveðnum frambjóðendum. Hvergi er vígstaðan ójafnari í hinu lýðræðislega ferli en þegar fjármagnsöfl, nafnlaus þykkildi, beita sér gegn einstaklingum. Fjölmiðlarnir sem eiga að vera varðhundar almennings sæta ámæli um að vera í gagnstæðu hlutverki, að verja sérhagsmuni. Fjölmiðlarnir eru valdhafar í sjálfu sér. Austurrískur þingmaður og umhverfissinni, sem ásakaði stórblað um að ástunda nasista-fjölmiðlun vegna aðdróttana í blaðinu um að hann væri með alnæmi fékk á sig lögbann. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi – illu heilli – ummæli hans um nasista-fjölmiðlun fela í sér slíka brennimerkingu að þótt lögbann væri íhlutun í tjáningarfrelsið hefðu stjórnvöld ekki brotið gegn Mannréttindasáttmálanum. Víða um heim kraumar ólgan andspænis ísmeygilegum myndbirtingum hins raunverulega valds þar sem einstaklingurinn má sín lítils. Mál stórfyrirtækisins McDonalds gegn tveimur fátækum andófsmönnum vegna óvæginnar gagnrýni á fyrirtækið er viðamesta ærumeiðingarmál í breskri sögu og varpar ljósi á valdaafstæður í nútímasamfélögum. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi, í því tilfelli, að ójöfn vígstaða annars vegar stórfyrirtækis á heimsmælikvarða og hins vegar tveggja fátækra einstaklinga, sem höfðu verið dæmdir til að greiða háar miskabætur, væri í sjálfu sér brot á tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmálans.Valdið til að valta yfir aðra Tjáningarfrelsið nýtur verndar sem hornsteinn annarra réttinda og lífæð lýðræðislegs samfélags. Að mörgu ber að huga þegar tekist er á um hvar mörkin liggja milli tjáningarfrelsis og annarra réttinda, svo sem trúfrelsis, friðhelgi einkalífs eða æru. Í nýlegu dæmi þar sem forsvarsmaður múslima á Íslandi fór niðrandi orðum um samkynhneigða má benda á þá ábyrgð sem forsvarsmenn trúfélaga bera samkvæmt lögum. Einnig má benda á það að ef stjórnvöld styðja við viðkomandi trúfélög með skattfé þá er, þó ekki sé nema bara fyrir þær sakir, hæpið að líða það að þau hin sömu vegi að réttindum og mannhelgi stórs hóps (skatt)borgara í skjóli tjáningar- og trúfrelsis. Auk þess sem ummælin kunna að varða við almenn hegningarlög stríðir afstaða forsvarsmannsins gegn grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um bann við mismunum. Annað dæmi eru ummæli borgarfulltrúa um vændi og mansal á svokölluðum kampavínsstöðum. Mansal, sem einnig tekur til kynlífsþrælkunar og nauðungarvinnu, er glæpur af slíkri stærðargráðu að stjórnvöldum ber að sporna gegn því með vitundarvakningu. Hvert er tjón kampavínsstaða vegna yfirlýsinga borgarfulltrúans, þar sem starfsemin ku m.a. felast í því kona er í einrúmi með karlmanni fyrir gjald, og hvað er í húfi? Þriðja dæmið lýtur að ummælum konu sem sækist eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Hún kveðst enn miður sín yfir því að hafa tekið þátt í því að misnota pólitísk völd og gera veikan mann að borgarstjóra í ársbyrjun 2008, en hann er löngu horfinn af vettvangi stjórnamálanna. Ef samviskan nagar hana vegna Reykvíkinga, af hverju varaði hún þá ekki við fyrir fimm árum? Ef skömmin er vegna mannsins sem hún nafngreinir og lýsir yfir að hafi verið veikur – hví heggur hún þá í sama knérunn? Aðdróttun um að vera ekki andlega heilbrigður og misnotaður rænir mann reisn og því fylgir brennimerking. Þegar mörk tjáningarfrelsis eru skoðuð ber að líta á vígstöðuna – valdið til að valta yfir aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs eru vernduð í íslensku stjórnarskránni – og það er mannorð líka. Á tímum öflugrar netnotkunar og samfélagsmiðla, samþjöppunar fjölmiðla- og fjármálavalds, má einstaklingurinn sín lítils þegar rætin ummæli fara á flug og neðanbeltisáróður grasserar svo úr verður strategískt einelti sem oft er erfitt að rekja til upprunans. Lengi hef ég varið frelsi fjölmiðla til næstum óheftrar tjáningar í þágu almannahagsmuna, á grundvelli fræðilegra rannsókna á dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og túlkun hæstaréttar Bandaríkjanna á tjáningarfrelsisákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sýndi ég fram á hina ósýnilegu tálmun á tjáningarfrelsi fjölmiðla, sem fólgin var í íhlutun fjármálaafla sem stjórnvöld voru þegar heitbundin, og leiddi til sjálfs-ritskoðunar innan fjölmiðlanna og þöggunar í samfélaginu. Stórfyrirtæki á heimsmælikvarða eru orðin öflugri en mörg þjóðríki. Það er að berja hausnum við stein að neita að horfast í augu við þessa staðreynd og trúa því í raun að stjórnmálamaður, sem segist t.d. vilja tryggja jafnan aðgang allra að internetinu, megi sín einhvers ef risarnir á fjarskiptamarkaðinum ætla sér annað – spyrjið Barack Obama út í kosningaloforð hans um þessi efni eða Neelie Kroes í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem hefur yfirumsjón með netvæðingu. Hún svarar kröfunni um jafnan og opinn aðgang allra að internetinu („net-neutrality“) og efndir þar að lútandi með þessum orðum „þeir sem borga fyrir kampavíns-löns fá kampavín“ – á kostnað lýðræðisins. Þeir sem hafa efni á greiðari aðgangi að netinu fá greiðari aðgang.Ólgan kraumar Lögspekingurinn Ronald Dworkin gagnrýndi hæstarétt Bandaríkjanna fyrir að dæma lög andstæð stjórnarskrá sem bönnuðu stórfyrirtækjum að nota fé í fjölmiðlum til að hampa eða ráðast gegn ákveðnum frambjóðendum. Hvergi er vígstaðan ójafnari í hinu lýðræðislega ferli en þegar fjármagnsöfl, nafnlaus þykkildi, beita sér gegn einstaklingum. Fjölmiðlarnir sem eiga að vera varðhundar almennings sæta ámæli um að vera í gagnstæðu hlutverki, að verja sérhagsmuni. Fjölmiðlarnir eru valdhafar í sjálfu sér. Austurrískur þingmaður og umhverfissinni, sem ásakaði stórblað um að ástunda nasista-fjölmiðlun vegna aðdróttana í blaðinu um að hann væri með alnæmi fékk á sig lögbann. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi – illu heilli – ummæli hans um nasista-fjölmiðlun fela í sér slíka brennimerkingu að þótt lögbann væri íhlutun í tjáningarfrelsið hefðu stjórnvöld ekki brotið gegn Mannréttindasáttmálanum. Víða um heim kraumar ólgan andspænis ísmeygilegum myndbirtingum hins raunverulega valds þar sem einstaklingurinn má sín lítils. Mál stórfyrirtækisins McDonalds gegn tveimur fátækum andófsmönnum vegna óvæginnar gagnrýni á fyrirtækið er viðamesta ærumeiðingarmál í breskri sögu og varpar ljósi á valdaafstæður í nútímasamfélögum. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi, í því tilfelli, að ójöfn vígstaða annars vegar stórfyrirtækis á heimsmælikvarða og hins vegar tveggja fátækra einstaklinga, sem höfðu verið dæmdir til að greiða háar miskabætur, væri í sjálfu sér brot á tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmálans.Valdið til að valta yfir aðra Tjáningarfrelsið nýtur verndar sem hornsteinn annarra réttinda og lífæð lýðræðislegs samfélags. Að mörgu ber að huga þegar tekist er á um hvar mörkin liggja milli tjáningarfrelsis og annarra réttinda, svo sem trúfrelsis, friðhelgi einkalífs eða æru. Í nýlegu dæmi þar sem forsvarsmaður múslima á Íslandi fór niðrandi orðum um samkynhneigða má benda á þá ábyrgð sem forsvarsmenn trúfélaga bera samkvæmt lögum. Einnig má benda á það að ef stjórnvöld styðja við viðkomandi trúfélög með skattfé þá er, þó ekki sé nema bara fyrir þær sakir, hæpið að líða það að þau hin sömu vegi að réttindum og mannhelgi stórs hóps (skatt)borgara í skjóli tjáningar- og trúfrelsis. Auk þess sem ummælin kunna að varða við almenn hegningarlög stríðir afstaða forsvarsmannsins gegn grundvallarreglu íslenskrar stjórnskipunar um bann við mismunum. Annað dæmi eru ummæli borgarfulltrúa um vændi og mansal á svokölluðum kampavínsstöðum. Mansal, sem einnig tekur til kynlífsþrælkunar og nauðungarvinnu, er glæpur af slíkri stærðargráðu að stjórnvöldum ber að sporna gegn því með vitundarvakningu. Hvert er tjón kampavínsstaða vegna yfirlýsinga borgarfulltrúans, þar sem starfsemin ku m.a. felast í því kona er í einrúmi með karlmanni fyrir gjald, og hvað er í húfi? Þriðja dæmið lýtur að ummælum konu sem sækist eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Hún kveðst enn miður sín yfir því að hafa tekið þátt í því að misnota pólitísk völd og gera veikan mann að borgarstjóra í ársbyrjun 2008, en hann er löngu horfinn af vettvangi stjórnamálanna. Ef samviskan nagar hana vegna Reykvíkinga, af hverju varaði hún þá ekki við fyrir fimm árum? Ef skömmin er vegna mannsins sem hún nafngreinir og lýsir yfir að hafi verið veikur – hví heggur hún þá í sama knérunn? Aðdróttun um að vera ekki andlega heilbrigður og misnotaður rænir mann reisn og því fylgir brennimerking. Þegar mörk tjáningarfrelsis eru skoðuð ber að líta á vígstöðuna – valdið til að valta yfir aðra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun