Um "fækkun ríkisstarfsmanna“ Ómar H. Kristmundsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Í tengslum við umræðu um fjárhagsstöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Í tengslum við umræðu um fjárhagsstöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumarkaðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfsmanna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýðheilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkisins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launarannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda menntun og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervisflótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang.Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunnar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabbameins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv.is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjármálaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vísbendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana.Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggjuefni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvöruframleiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnaður stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnaður samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnaður. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heilbrigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hagkvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúklinga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hreinlæti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þessum verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerðum til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun