Chic í Hörpunni var stuð í gegn María Lilja Þrastardóttir skrifar 19. júlí 2013 09:00 Tónleikar Chic fá fjórar stjörnur fyrir gott partý. Tónlist, Nile Rodgers og Chic, Eldborg Tónleikar Chic í Hörpu voru með allra líflegasta móti og augljóst var að þeir sem þá sóttu urðu ekki fyrir vonbrigðum. Sjálf hafði ég takmarkaðar væntingar til tónleikanna, hélt sjálfa mig ekki mikla diskó manneskju að upplagi, illa þekkti ég mig þar. Ég skemmti mér konunglega og söng með flestum laganna enda rak hver smellurinn annann enda er Neil Rogers gullnáma hittaranna. Lög eins og I‘m coming out, Get lucky, Like a virgin og Lets dance voru á meðal þeirra sem ómuðu um troðfullan salinn við brjálaðan fögnuð og það var gaman að fylgjast með áhorfendum lifa sig inn í „sjóvið“ og taka fullan þátt í því sem fram fór á sviðinu. Það var góð tilbreyting frá tónleikum Frank Ocean kvöldinu áður þar sem enginn dansaði, söng né dillaði sér þar sem áhorfendur voru allir of uppteknir af því að horfa á tónleikana í gegnum snjallsímann sinn. Chic bandið var þétt og missti aldrei dampinn sem gerði það að verkum að athyglin hélst allan tímann. Þar báru tvær manneskjur af. Neil sjálfur, augljóslega og svo önnur söngkvennanna, sem hafði dáleiðandi framkomu og rödd sem bræddi hjörtu. Það eina sem hefði mátt betur fara í Silfurbergssal Hörpu eins og áður var hljóðið. Það hefði mátt heyrast miklu meira í skemmtikröftunum.Niðurstaða: Flottir, hressir og klárlega með þeim líflegri tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi í mörg ár. Bandið var gallalaust, en leið fyrir slæmt hljóð. Gagnrýni Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist, Nile Rodgers og Chic, Eldborg Tónleikar Chic í Hörpu voru með allra líflegasta móti og augljóst var að þeir sem þá sóttu urðu ekki fyrir vonbrigðum. Sjálf hafði ég takmarkaðar væntingar til tónleikanna, hélt sjálfa mig ekki mikla diskó manneskju að upplagi, illa þekkti ég mig þar. Ég skemmti mér konunglega og söng með flestum laganna enda rak hver smellurinn annann enda er Neil Rogers gullnáma hittaranna. Lög eins og I‘m coming out, Get lucky, Like a virgin og Lets dance voru á meðal þeirra sem ómuðu um troðfullan salinn við brjálaðan fögnuð og það var gaman að fylgjast með áhorfendum lifa sig inn í „sjóvið“ og taka fullan þátt í því sem fram fór á sviðinu. Það var góð tilbreyting frá tónleikum Frank Ocean kvöldinu áður þar sem enginn dansaði, söng né dillaði sér þar sem áhorfendur voru allir of uppteknir af því að horfa á tónleikana í gegnum snjallsímann sinn. Chic bandið var þétt og missti aldrei dampinn sem gerði það að verkum að athyglin hélst allan tímann. Þar báru tvær manneskjur af. Neil sjálfur, augljóslega og svo önnur söngkvennanna, sem hafði dáleiðandi framkomu og rödd sem bræddi hjörtu. Það eina sem hefði mátt betur fara í Silfurbergssal Hörpu eins og áður var hljóðið. Það hefði mátt heyrast miklu meira í skemmtikröftunum.Niðurstaða: Flottir, hressir og klárlega með þeim líflegri tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi í mörg ár. Bandið var gallalaust, en leið fyrir slæmt hljóð.
Gagnrýni Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira