Enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar Gunnar Jóhannesson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun