LSR þarf að hækka iðgjaldið um áramót Lovísa Eiríksdóttir skrifar 17. júlí 2013 09:30 „Það þarf að grípa til aðgerða fyrir 1. október til að koma til móts við halla. Eins prósents hækkun iðgjalda myndi koma halla sjóðsins innan lagalegra marka,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er afar slæm eins og fram hefur komið í greiningu Fjármálaeftirlitsins. Halli sjóðanna nemur um 574 milljörðum króna. Stærstur hluti þessa halla er vegna skuldbindinga LSR. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins er munur á eignum og skuldbindingum sjóðsins um 466 milljarðar króna. Skuldbindingarnar skiptast í 360 milljarða króna halla í B-deild, 60 milljarða króna halla í A-deild og 43 milljarða króna halla í lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. B-deildin er byggð á gömlu kerfi sjóðsins, þar sem sjóðsfélagar hafa unnið sér inn réttindi án þess að þau hafi verið fjármögnuð til fulls. Gamla kerfinu var lokað fyrir nýja sjóðsfélaga árið 1997 til þess að byggja upp nýtt og sjálfbært kerfi sem sett var undir deild A. A-deildin var hönnuð þannig að iðgjöld myndu duga fyrir skuldbindingum, en það hefur ekki staðist. „Í fyrra var munur á eignum og skuldbindingum í A-deild neikvæður um 12,5 prósent fimmta árið í röð. Samkvæmt lögum verður hallinn að vera minni undir 10 prósentum,“ segir Haukur.Haukur Hafsteinsson Haukur bætir við að halli vegna B-deildar sé hins vegar ekki á tíma. „Gamla kerfi sjóðsins er þannig uppbyggt að ekki var gert ráð fyrir því að það væri innistæða fyrir áunnum réttindum, og það hefur alltaf verið vitað. Þó er brýnt að gera áætlun um hvernig eigi að fjármagna þessi réttindi. Til þess að jafna út stöðu B-deildar þyrfti að greiða í sjóðinn 8 milljarða á ári í um það bil 30 ár,“ segir Haukur. Í ársskýrslu sjóðsins segir að tryggingaleg staða B-deildar sé afar óheppileg og að vænlegra hefði verið að ríkissjóður hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að greiða aukalega í B-deildina til að koma til móts við skuldbindingar. Það var hins vegar ekki gert. Ef farið yrði í aðgerðir til að bæta halla LSR bæði með því að hækka iðgjöld um eitt prósent og með því að greiða upp skuldbindingar í B-deild á 30 árum þyrftu ríki og sveitarfélög að gera ráð fyrir níu milljörðum króna árlega til þess að koma til móts við skuldbindingar sjóðsins. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Það þarf að grípa til aðgerða fyrir 1. október til að koma til móts við halla. Eins prósents hækkun iðgjalda myndi koma halla sjóðsins innan lagalegra marka,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er afar slæm eins og fram hefur komið í greiningu Fjármálaeftirlitsins. Halli sjóðanna nemur um 574 milljörðum króna. Stærstur hluti þessa halla er vegna skuldbindinga LSR. Samkvæmt ársreikningi sjóðsins er munur á eignum og skuldbindingum sjóðsins um 466 milljarðar króna. Skuldbindingarnar skiptast í 360 milljarða króna halla í B-deild, 60 milljarða króna halla í A-deild og 43 milljarða króna halla í lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. B-deildin er byggð á gömlu kerfi sjóðsins, þar sem sjóðsfélagar hafa unnið sér inn réttindi án þess að þau hafi verið fjármögnuð til fulls. Gamla kerfinu var lokað fyrir nýja sjóðsfélaga árið 1997 til þess að byggja upp nýtt og sjálfbært kerfi sem sett var undir deild A. A-deildin var hönnuð þannig að iðgjöld myndu duga fyrir skuldbindingum, en það hefur ekki staðist. „Í fyrra var munur á eignum og skuldbindingum í A-deild neikvæður um 12,5 prósent fimmta árið í röð. Samkvæmt lögum verður hallinn að vera minni undir 10 prósentum,“ segir Haukur.Haukur Hafsteinsson Haukur bætir við að halli vegna B-deildar sé hins vegar ekki á tíma. „Gamla kerfi sjóðsins er þannig uppbyggt að ekki var gert ráð fyrir því að það væri innistæða fyrir áunnum réttindum, og það hefur alltaf verið vitað. Þó er brýnt að gera áætlun um hvernig eigi að fjármagna þessi réttindi. Til þess að jafna út stöðu B-deildar þyrfti að greiða í sjóðinn 8 milljarða á ári í um það bil 30 ár,“ segir Haukur. Í ársskýrslu sjóðsins segir að tryggingaleg staða B-deildar sé afar óheppileg og að vænlegra hefði verið að ríkissjóður hefði á sínum tíma tekið ákvörðun um að greiða aukalega í B-deildina til að koma til móts við skuldbindingar. Það var hins vegar ekki gert. Ef farið yrði í aðgerðir til að bæta halla LSR bæði með því að hækka iðgjöld um eitt prósent og með því að greiða upp skuldbindingar í B-deild á 30 árum þyrftu ríki og sveitarfélög að gera ráð fyrir níu milljörðum króna árlega til þess að koma til móts við skuldbindingar sjóðsins.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira